Helgafell - 01.03.1942, Blaðsíða 19
UMHORF
5
leið hefur verið sendur mestur hluti
þeirra hergagna, sem Bretar hafa enn
fengið frá Bandaríkjunum. Með því
móti væri líka komið í veg fyrir að
Rússum bærust birgðir um hafnar-
borgina Bandar-Shapur við Persa-
flóa, en það væri Þjóðverjum mikið
hagræði, einkum ef þeir gætu um
leið teppt siglingar til Rússlands að
norðan, eins og áður var getið. Auk
þess myndi þá orðið allörðugt fyrir
Breta að ná olíu frá Irak og Iran og
samgöngur þeirra við Indland í háska.
Japanar hafa nú flotastöðina miklu í
Singapore á valdi sínu, þessa flotastöð,
sem tók Breta tuttugu ár að byggja og
kostaði þá 60 milljónir sterlingspunda.
Þetta var mikill sigur, en þótt Japanar
haldi Singapore, geta þeir ekki sam-
stundis sent flota til Indlandshafs,
nema þá nokkra kafbáta, sem að vísu
geta unnið tjón, en vart svo, að Breta
muni miklu. Japanar verða fyrst að
tryggja sér yfirráð á Sundaeyjum, ná
flotastöð Hollendinga Surabaja og síð-
an Port Darwin á norðurströnd Ástra-
líu. Takist þeim þetta, geta þeir sent
mestan hluta flotans til Indlandshafs
bandamönnum sínum, Þjóðverjum til
hjálpar.
SÓKN MÖNDULVELD- { Austur-Indíum
ANNA GETUR TAFIZT munu Hollend-
ingar verjast, meðan auðið er, og njóta
allrar þeirrar aðstoðar, sem banda-
menn þeirra geta veitt þeim. Hver vik-
an og hver mánuðurinn, sem Japanar
tefjast, er mikils virði, því að Banda-
ríkjamenn efla landher sinn, flota og
flugher í óða önn og verður vel ágengt,
svo að nú er hver síðastur fyrir and-
stæðinga þeirra. Samtímis reyna Bret-
ar af fremsta megni að bægja hættunni
frá Egyptalandi, stappa stálinu í Tyrki
og halda áfram að senda hergögn til
Rússlands. Þegar er búið að flytja
nokkurt lið frá Bandaríkjunum til
írlands, og fleiri hersveitir munu eft-
ir fara innan skamms tíma. í Banda-
ríkjunum er verið að æfa sjö millj-
V — /or Victory
ónir manna við vopnaburð, og þegar
sá her er æfður og búinn að vopnum,
verður meginhluti hans eflaust fluttur
til Evrópu, og þar verða úrslitaorust-
urnar háðar. Þjóðverjar verða vart
unnir fyrr en meiri og betri her en
þeirra sækir þá heim, og þá er um tvö
lönd að velja, sem árásin gæti hafizt
frá, Bretland og Rússland. Lokasóknin
verður hafin frá báðum þessum lönd-
um, ef tekst að tefja svo fyrir Þjóðverj-
um, að þeir komi ekki í framkvæmd
fyrirætlunum sínum nú. Það er því
sennilegt, að séð verði fyrir úrslit styrj-
aldarinnar á sumri því, sem fer í hönd,
hversu langur tími, sem annars kann
að líða, þar til henni lýkur.
Jón Magnússon
fil. fcand.