Helgafell - 01.03.1942, Blaðsíða 48

Helgafell - 01.03.1942, Blaðsíða 48
34 HELGAFELL Brandes var búinn mörgum þeim kostum, sem foringja mega prýða. Hann var töfrandi í persónulegri umgengni, gæddur ísmeygilegri ljúfmennsku, sem hann beitti óspart, ef því var aS skipta, og teygSi því til sín unga menn. SkoSanir sínar túlkaSi hann af mælsku og spámannlegum krafti, sem löng- um hefur veriS kynfylgja hins postullega ættbálks GySinga. Og hann flutti þær á máli, sem viS brugSiS hefur veriS fyrir fegurS, mýkt og þrótt. Brandes olli þáttaskiptum í ritun lauss máls í Danmörku, tungan batt hann traustust- um böndum viS ættjörSina, enda sagSi hann í elli sinni: Danskan er föS- urland mitt. Hann kom eins og hressandi svali inn í lognmollu danskra bókmennta, sem mótaSar voru fábreytni prestsetranna og blóSlitlu frjálslyndi borgara- stéttar, sem hafSi ekki enn hrist af sér útkjálkabraginn. Danska þjóSin var í sárum eftir ófarirnar í styrjöldinni viS Prússland. SviSinn af missi Hertoga- dæmanna var sár, hinar háfleygu vonir skandinavismans voru aS engu orSnar, guSmóSurinn var gufaSur upp jafnskjótt og púns stúdentamótanna var drukkiS. f atvinnulegum efnum var þjóSin aS skríSa saman, og menn íeyndu aS vinna þaS inn á viS, sem glatazt hafSi út á viS. En bókmenntir Danmerkur tróSu enn marvaSann, hamfarir andans, hinnar evrópsku menn- ingar, höfSu fariS fyrir ofan garS og neSan. ESa svo fannst Brandes aS minnsta kosti, er hann hljóp fram og opnaSi allar gáttir fyrir stormum tím- ans. Hann vildi dæla lífsblóSi aldarinnar í kalkaSar æSar danskra bók- mennta, veita hugsjónum hennar og markmiSum brautargengi á norrænum slóSum. En þetta var þyngri róSur en hann hafSi búizt viS í fyrstu. Hann taldi sig yzta útvörS evrópskrar menningarhreyfingar og evrópskra vísinda og þóttist því geta úr flokki talaS. En þjóSfélagsöfl Danmerkur urSu ekki lögS aS velli, þótt þessi útvörSur væri bæSi harSskeyttur og beinskeyttur. Hann eignaSist volduga andstæSinga, þar sem var hin þjóSernissinnaSa borgarastétt Danmerkur og lýSháskólahreyfing Grundtvigs. ÞaS hefur veriS svo allt fram á okkar öld, aS börn betri borgara hafa orSiS aS lesa rit Brand- esar á laun. En hatur hins danska afturhalds á Brandes kom þá berast fram, er honum var neitaS um prófessorsstöSuna í fagurfræSi viS háskólann í Kaupmannahöfn. Hann varS aS setjast aS í Þýzkalandi áriS 1877, því aS í Danmörku gat hann ekki haft ofan af fyrir sér meS ritstörfum einum. Fimm árum síSar kvöddu velunnarar hans og aSdáendur hann heim til Danmerkur og greiddu honum prófessorslaun á ári hverju, svo aS Danmörk mætti njóta hæfileika hans og hann gæti veriS firrtur búksorgum og matarstriti. Þegar flokkur Vinstri manna tók völd rétt eftir aldamótin, veitti danska ríkiS hon- um prófessorslaun í heiSursskyni og prófessorsnafnbót, en hann var ekki skyldur til aS flytja háskólafyrirlestra. Þannig reyndi Danmörk aS bæta fyrir afbrot sín gegn einum sinna merkilegustu sona. En þegar þangaS var komiS sögu, var Brandes ekki lengur sá, er hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.