Helgafell - 01.03.1942, Blaðsíða 54
E
ÆR áhyggjur, sem látið hafa á sér
bæra öðru hvoru hjá ýmsum mæt-
um sonum Sögueyjarinnar, vegna sí-
vaxandi ,,bókaflóðs“ á ári hverju nú
að undanförnu, tóku á sig orðsins
mynd með eftirminnilegum hætti, er
forsætisráðherra vor, sem sjálfur er þó
bókamaður og skáld gott, sá ástæðu til
þess í áramótaboðskap sínum, að
nefna bókakaup Reykvíkinga á síðast-
liðnu ári sem dæmi um óhóf og rang-
snúið aldarfar. Þetta gerðist tveim dög-
um áður en hið merka enska tímarit
Time and Tide hafði þessi orð eftir
hinum brezka embættisbróður ráðherr-
ans, Mr. Churchill: ,,/ fjölbreyttum
bóliabpsti eru fólgnir mögulei\ar til
þess að tryggja sigurtíœnlega þróun
menningarinnar“. Og tímaritið bætir
við þessum ummælum úr Times Lit-
erary Supplement til áréttingar:
,,Hingað til hefur enginn hér á landi
(þ. e. í Bretlandi) gerzt svo frumlegur
að halda því fram, að bækur séu mun-
aðarvara á friðartímum eða til trafala í
frelsisstyrjöld“.
Auðvitað mun engum, sem þekkir
forsætisráðherra vorn, detta í hug, að
neitt þvílíkt hafi fyrir honum vakað.
En þess er ekki að dyljast, að ýmsum
mun finnast, að nefna hefði mátt nær-
tækari dæmi um sóunarsemi og ráð-
leysi kynslóðarinnar en fyrirferðarmik-
ið sagnarit eftir heiðursdoktor tveggja
háskóla og fyrrverandi biskup lands-
ir.s í senn, þótt keypt væri á tæpar 50
krónur innbundið til jólagjafa, á sama
tíma og 500 króna postulínshundar
hringuðu sig í næstu gluggum við
helztu bókabúðirnar, með þeim ár-
angri, að færri fengu þá en vildu. —
Sá siður, sem nú fer mjög í vöxt, að
gefa vinum og kunningjum bækur á
stórhátíðum og tyllidögum, verður að
teljast lofsverður menningarvottur, þótt
tízka kunni oft að ráða meiru um val
slíkra gjafa en áhugi eða þekking á
bókmenntum.
Sannleikurinn er sá, að frumútgáfur
íslenzkra bóka eru oftast svo ódýrar, að
furðu gegnir, og verður þetta hverjum
manni ljóst, þegar á það er litið, að
þess eru mörg dæmi, að fyrsta útgáfa
bókar á íslenzku sé eigi dýrari en frum-
útgáfa sambærilegrar stærðar í hinum
enskumælandi heimi, þrátt fyrir 2000-
faldan liðsmun lesenda. Hins vegar
hefur verið hér tilfinnanlegur skortur á
ódýrum alþýðuútgáfum góðra bóka,
en vænta má þess, að stofnunum þeim,
sem hafizt hafa handa á síðari árum
um útgáfu ódýrra bóka fyrir föst ár-
gjöld, takizt að bæta úr þeim skorti,
þegar á þær hefur verið komið endan-
legri skipan.
Þegar litið er yfir ,,bókaflóð“ síðasta
árs, verður því ekki neitað, að bækurn-
ar hafa verið harla misjafnar að gæð-
um, en þó mun ruslið sízt hafa verið
meira í hlutfalli við mergð en löngum
áður. Þýddir reyfarar munu iafnvel
hafa komið út í færra lagi á árinu, en