Helgafell - 01.03.1942, Qupperneq 54

Helgafell - 01.03.1942, Qupperneq 54
 E ÆR áhyggjur, sem látið hafa á sér bæra öðru hvoru hjá ýmsum mæt- um sonum Sögueyjarinnar, vegna sí- vaxandi ,,bókaflóðs“ á ári hverju nú að undanförnu, tóku á sig orðsins mynd með eftirminnilegum hætti, er forsætisráðherra vor, sem sjálfur er þó bókamaður og skáld gott, sá ástæðu til þess í áramótaboðskap sínum, að nefna bókakaup Reykvíkinga á síðast- liðnu ári sem dæmi um óhóf og rang- snúið aldarfar. Þetta gerðist tveim dög- um áður en hið merka enska tímarit Time and Tide hafði þessi orð eftir hinum brezka embættisbróður ráðherr- ans, Mr. Churchill: ,,/ fjölbreyttum bóliabpsti eru fólgnir mögulei\ar til þess að tryggja sigurtíœnlega þróun menningarinnar“. Og tímaritið bætir við þessum ummælum úr Times Lit- erary Supplement til áréttingar: ,,Hingað til hefur enginn hér á landi (þ. e. í Bretlandi) gerzt svo frumlegur að halda því fram, að bækur séu mun- aðarvara á friðartímum eða til trafala í frelsisstyrjöld“. Auðvitað mun engum, sem þekkir forsætisráðherra vorn, detta í hug, að neitt þvílíkt hafi fyrir honum vakað. En þess er ekki að dyljast, að ýmsum mun finnast, að nefna hefði mátt nær- tækari dæmi um sóunarsemi og ráð- leysi kynslóðarinnar en fyrirferðarmik- ið sagnarit eftir heiðursdoktor tveggja háskóla og fyrrverandi biskup lands- ir.s í senn, þótt keypt væri á tæpar 50 krónur innbundið til jólagjafa, á sama tíma og 500 króna postulínshundar hringuðu sig í næstu gluggum við helztu bókabúðirnar, með þeim ár- angri, að færri fengu þá en vildu. — Sá siður, sem nú fer mjög í vöxt, að gefa vinum og kunningjum bækur á stórhátíðum og tyllidögum, verður að teljast lofsverður menningarvottur, þótt tízka kunni oft að ráða meiru um val slíkra gjafa en áhugi eða þekking á bókmenntum. Sannleikurinn er sá, að frumútgáfur íslenzkra bóka eru oftast svo ódýrar, að furðu gegnir, og verður þetta hverjum manni ljóst, þegar á það er litið, að þess eru mörg dæmi, að fyrsta útgáfa bókar á íslenzku sé eigi dýrari en frum- útgáfa sambærilegrar stærðar í hinum enskumælandi heimi, þrátt fyrir 2000- faldan liðsmun lesenda. Hins vegar hefur verið hér tilfinnanlegur skortur á ódýrum alþýðuútgáfum góðra bóka, en vænta má þess, að stofnunum þeim, sem hafizt hafa handa á síðari árum um útgáfu ódýrra bóka fyrir föst ár- gjöld, takizt að bæta úr þeim skorti, þegar á þær hefur verið komið endan- legri skipan. Þegar litið er yfir ,,bókaflóð“ síðasta árs, verður því ekki neitað, að bækurn- ar hafa verið harla misjafnar að gæð- um, en þó mun ruslið sízt hafa verið meira í hlutfalli við mergð en löngum áður. Þýddir reyfarar munu iafnvel hafa komið út í færra lagi á árinu, en
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.