Helgafell - 01.03.1942, Blaðsíða 25
UPPRUNI ÍSLENZKRAR SKÁLDMENNTAR
II
ávöxt sérgáfu einstakra manna eða ætta, heldur sem menningareinkenni
ákveðins kynstofns, sem mikils hefur mátt sín hér á landi, en þó aldrei
verið einráður. Hvernig mætti það annars vera, að hinir fjarskyldu siðir
að binda mál og auðkenna menn með móðurnöfnum fylgjast jafnan að
í sömu ættunum og setja svip á einstaka landshluta, svo að blæbrigðin
hefur mátt greina fram á síðustu tíma ?
Sú hugmynd er næsta gömul, að endur fyrir löngu hafi skáldmennt og
fjölkynngi átt leiðir saman, enda er í vísindum þessum fólginn meginstofn
fornnorrænnar hámenningar. Að því er íslenzka menningu í heiðni snertir,
efa ég ekki, að hér ræði um greinar af sömu rót runnar. Það voru konur
hins kynlega nafnasiðar, sem sannfærðu mig um þetta. Með berum orðum
heimildanna eru sjö þeirra kenndar við galdra eða fjölkynngi, og engin í
þeim hóp átti ætt eða búsetu á Austurlandi. Austan Vaðlaheiðar finnast
ekki fjölkynngiskonur eða völvur að fornu, því að varla verða með þeim
taldar Tófa hlíðarsól eða fóstra Brodd-Helga, þótt þær dreymdi fyrir dag-
látum. Þriggja fjölkunnugra kvenna er þó getið í sögum Austurlands, en
tvær þeirra bjuggu á ströndum Eyjafjarðar í landnámi Helga hins magra og
sú þriðja erlendis. Forníslenzkra kunnáttukvenna er að leita í blómlegustu
skáldahéruðum landsins. Þar er enginn hörgull á þeim. Hér má aftur greina
auðkenni á þeirri sérmenningu, sem skáldmenntin dafnaði við.
Meðal kunnáttukvennanna og skáldanna tíðkaðist siður sá að kenna
börn við mæður sínar. Það liggur beint við að skoða venju þessa sem tákn
um sérlega mikil kvenréttindi í þeim ættum, er henni fylgdu. Það skiptir
minnstu máli, þótt svo kunni að vera, að nafnagiftarvenjunnar gæti helzt þá,
er börnin misstu forsjár föðurins á unga aldri eða voru laungetin. Á rit-
unartíma heimildanna mun sú skýring oftast eiga við. Mestu varðar að
finna tildrög eða uppruna siðarins, og fæ ég ekki betur séð en hann hljóti
að vera arfur frá ættkvíslum, sem virtu konuna meir en almennt var háttur
meðal germanskra þjóðflokka. Búseta kunnáttukvennanna í skáldahéruð-
um vekur vissulega grun, sem beinist í ákveðna átt, en kanna þarf ýmsa
stigu, áður en fært má teljast að ræða um það efni. Fyrst og fremst ber nauð-
syirtil þess að ganga úr skugga um það, ef auðið er, hvort sjálfstæðis forn-
kvenna hafi gætt meir í skáldahéruðum landsins en öðrum landshlutum. Þótt
merkilegt kunni að virðast, höfum við sæmilega góð gögn fyrir hendi til
úrlausnarinnar.
,,Það var mælt, að kona skyldi eigi víðara nema land en leiða mætti
kvígu tvævetra vorlangan dag sólsetra á milli“. Þannig er að orði kveðið
í Landnámu Hauks Erlendssonar. Ummælin verða ekki sannreynd, en af
þeim má samt sjá, að sagnamenn hafa gert ráð fyrir talsverðri þátttöku
kvenna í landnámum. Hugboð er vakið um það, að á landnámsöld hafi
konur stundum verið ættarhöfðingjar, sem höfðu mannaforræði á hendi.