Helgafell - 01.03.1942, Side 31

Helgafell - 01.03.1942, Side 31
UPPRUNI ÍSLENZKRAR SKÁLDMENNTAR 17 slcáld og kvenna-staði: SuÖurland, Norðurland, Vesturland. Fyrir mínum sjónum er málið skýrt. Skáldmenntin og hin miklu kvenréttindi hafa eitt sinn verið greinar á sama menningarmeiði. Rætur þess stofns hafa ekki sótt næringu sína í norska mold. En hvert þá ? Ur þeirri gátu er þyngri þraut að leysa. Samt mun lausnar leitað, og ég sé þegar glitta á götuslóða, er ganga má fram á leið. Hann skal rakinn, svo langt sem ratljóst er, inn í rökkur heiÖinnar fyrnsku. Barði Guðmundsson. Stefan Zweig látinn. Fyrir fáum dögum bárust þau tíðindi, að s\áldið og sagnfrœð- ingurinn Stefan Zweig hefði framið sjálfsmorð ásamt \onu sinni, i Rio de Janeiro i Brasilíu, sextugur að aldri. Með honum er hniginn snjallasti og tíiðþunnasti listamaður þeirrar einu bóþmenntagreinar, sem hœgt er að telja séreign nútím- ans: hinnar nýju, sálfrceði- legu sagnaritunar í listrœn- um búningi. Slík sagnaritun er aðeins á s\álda fœri, enda hóf Stefan Zweig höfundar- feril sinn sem Ijóðskáld, og liggur eftir hann ágœtt þvœðasafn, ásamt snilldar- þýðingum á Ijóðum Ver- laines, Baudelaires og Ver- haerens. Au\ þess hefur hann ritað langar smásögur og lei\rit. Fyrir tveim árum (1939) kom út eftir hann löng skáldsaga, Ungeduld des Herzens (Oþreyja hjart- ans), sem talin er mikið listaverk• En þœr bœ\ur, sem halda munu nafni hans lengst á lofti, eru þó œvisögur hans. Af þeim má nefna œvisögu Verlaines, Þriggja meistara (Balzacs, Dicþens og Dosto- jevskis), Erasmusar frá Rotterdam, Fouchés (lögreglustjóra Napó- leons), Maríu Stúart, Maríu Antoinette og Magellans. Þrjár hinar síðasttöldu hafa Verið þýddar á íslenzþu, auk safns smœrri ritgerða um söguleg efni (Undir örlagastjörnum) og langra smásagna (Leyndarmálsins og Amok, er ber á islenzþu heitið Hlaupaæðið, óheppilegt nafn). Vafalaust hefur þynborin ást á sögu og virðing fyrir listrœnni frásögn með þeirri þjóð, sem ól Snorra Sturluson, átt miþinn þátt í því, að Stefan Zweig hefur verið þýddur og lesinn á íslenzku framar flestum eða öllum öndvegishöfundum vorra tíma. Frh. á bls. 25

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.