Helgafell - 01.10.1953, Side 56

Helgafell - 01.10.1953, Side 56
54 HELGAFELL leikritanna, en hitt er ánægjulegt, þegar sýningafjöldinn á góðum leikritum vottar, að fólk hefur kunnað að meta góða list. Svo var það um „Marmara“, hið' stórbrotna leikrit Guðmundar Kambans. Sýningin á „Marmara“ var fyrsti mikilvægi leiklistarsigur félagsins eftir endurskipulagninguna. Sýningin vakti athygli víða á Norðurlöndum, því að ekkert leikhús hafði fyrr treyst sér til að taka hið mikla verk til sýningar, enda þótt fremstu gagnrýnendur hefðu viðurkennt ágæti þess. Tilraun til að sýna verkið í Þýzkalandi hafði á sínum tíma verið stöðvuð af nazistayfirvöldum. Sýning Leikfélagsins kom leikhúsmönnum á óvart og hefur sýningum þess síðan verið fylgt með athygli víðsvegar á Norður- löndum og víðar, en blaðaummæli annað hvort hnigið í þá átt eða hik- laust sagt, að félagið sé nú í oddastöðu (avant-garde) innan íslenzkrar leiklistar. Sigur sinn átti félagið tvímælalaust að þakka leikstjóra sínum, Gunnari R. Hansen, sem gerði allar áætlanir um sýningu leiksins, en hon- uin voru innan handar þeir Magnús Pálsson, hinn ungi og efnilegi leik- tjaldamálari, og Þorsteinn O. Stephensen leikari, sem lék hið vandasama og ákaflega fyrirferðarmikla aðalhlutverk, Belford dómara. Það hefur verið á stefnuskrá félagsins að gefa ungum leikendum tæki- færi til að koma frarn á leiksviðinu í hlutverkum, sem reyndu á kraftana og sýndu, livers þeir væru megnugir.. A því sviði hefur félagið unnið leiklistinni þarft verk, sem áreiðanlega á eftir að bera ávöxt ríkulega. Margir hafa staðizt þessa raun, annað hvort bætt við sig sem listamenn leiksviðsins eða fært sönnur á hæfileika, sem kynnu að hafa leynzt hver veit livað. Fyrsta árið komu þannig fram hjá félaginu leikkonurnar Erna Sigurleifsdóttir, Katrín Thors og Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Katrín í aðal- hlutverkinu í „Onnu Pétursdóttur“, hinar í mikilvægum hlutverkum, Rut í „Elsku Rut“ og hjúkrunarkonan í „Segðu steininum“. Báðar þær Erna og Guðbjörg léku síðan í „Pi-pa-ki“ svo að til var tekið, en Erna færði sig feti framar með leik sínum í „Djúpt liggja rætur“ og með hlutverkinu Fantine í „Vesalingunum“ náði hún viðurkenningu sem ein athyglisverð- asta leikkona bæjarins. Minnistæður var að sínu leyti leikur þeirra Gunnars Eyjólfssonar og Rúriks Haraldssonar í „Segðu steininum“, og er víst óhætt um það, að hinn síðar nefndi hafi ekki í annan stað fengið hlutverk betur við sitt hæfi. Af öðrum ungum leikurum skal aðeins nefna: Steindór Hjör- leifsson, Gísla Halldórsson og Arna Tryggvason. Þeir hafa allir sýnt, að þeir eru færir um að leysa af hendi hlutverk, sem gera strangar listrænar kröfur. Steindór hefur þannig stöðugt vaxið sem leikari frá því hann lék Murphy í „Marmara“, svertingjaliðsforingjann Brett Charles í „Djúpt liggja rætur“ og allt til mállausa drengsins, Toby, í „Miðlinum“. Utan þessa „rullufags“ lék liann svo allt í einu smáskrítinn náunga, Lefévre, bæjarþingsskrifarann í „Vesalingunum“, sem sýndi hæfileika hans frá nýrri lilið. Fyrsta hlutverk Gísla var séra Lárentíus í „Onnu Pétursdóttur“, sterk og hörð skapgerð, ofsinn sjálfur harkalega dreginn upp, þessu skilaði Gísli í sínu fyrsta hlutverki, en mýkt og innri glóð sýndi hann sem svertinginn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.