Helgafell - 01.10.1953, Blaðsíða 44

Helgafell - 01.10.1953, Blaðsíða 44
42 HELGAFELL gleymist ekki fremur en aðrir leikir æskuáranna — nema kveðskapurinn, sem vafalaust hefur prýtt öll þessi blöð. Hann er gleymdur! Og þó var hann eí til vill á sínum tíma kóróna alls, hitt aðeins nmgerð, tómar umbúðir! Vitanlega þarf piltur, sem óðum nálgast fermingu, að gegna ýmsum störfum: Ivindaragi haust og vor, heyverkum á sumri og endalausu snatti fram og aftur þar á ofan, sem jafnan er hlutskipti unglinga í sveit. Vet- urinn hefur orðið drýgstur við bóklesturinn, en annars fylltu bækurnar upp í eyður við dagleg störf og stundum vel það'. Margur hefur dregið bók úr barmi sér á leið milli bæja, eða við fjárgeymslu, þegar næði gafst, og jafnvel líka stundum, þó ekki stæði sem bezt á, þegar freistingin gerðist of þrálát og aðsækin. Enn man ég þig varða á vindblásna melnum, þú bókhlaðan mín fyrir bæ neðan. Hjá þér var stolin mörg' stund til að lesa * er himinvídd kveikti sín hauststjörnu ljós. Stephan hefur verið námsmaður með afbrigðum, minnið geysilega mik- ið og trútt, en að því skapi líka athugull og rýninn á þau fræði, sem hann las og kynntist, en það var honum því nauðsynlegra, er hann varð' að vera sinn eiginn kennari. Mörgum hættir til þess við þvílíkar að'stæður að gerast sérvitringur, taka fasta tryggð við einhverja kreddn eða skoðun og láta ekki akast úr þeim hlassastæðum þaðan í frá. Steplian var alla sína ævi að nema, nema af bókum, af lífinu og mönnunum. Og hann safnaði ekki dauðum fróðleik, heldur þekkingu, vizku. Þó verður honum snemma ljóst, að öll þekking og vizka mannanna nær skammt og hvergi til hlítar, á líkast til eftir að snúast í villu og þoka fyrir nýrri þekkingu, nýrri vizku. En meðan vit og reynsla ná ekki lengra, er þetta samt æðsta takmark mannsins: Að verða um frelsi og sannleik ávallt sýnni og safna árum góðvitrari og yngri. Þetta verður á efri árum hans inntak þess mannlífs, sem vert er að lifa. Vafalaust er löng leið frá smalavörðunni fyrir neðan Víðimýrarsel, þar sein 10—12 ára snáði rýnir í fornsögu, eða jafnvel einhvern „landsuppfræð- ing“ Magnúsar Stephensens, upp í þann háskóla mannvits og lífsspeki, sem á sér þvílík einkunnarorð. „Vörðuna hlóð liann sjálfur“, segir Stephan ein- hvers staðar. Og skólinn mikli var hans eigið verk, grundvallaður á ævi- raun hans sjálfs. Á öld skólaþrælkunar gerast mörg tíðindi átakanleg, en aldrei myndi það þó spyrjast, að nokkur unglingur ætti við hugraun að búa vegna þess
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.