Helgafell - 01.10.1953, Side 28

Helgafell - 01.10.1953, Side 28
26 HELGAFELL Hagsæld manna er mikils verð og gott árferði. En „hjartans ís“ getur gripið þjóðir, þótt hafísinn sé fjarri ströndunum. Vér höfum ekki látið harð'æri buga oss, en sú óáran væri hættulegust, ef vér kæmumst áfrarn með það, að uppskera án þess að sá, eyða án þess að afla, græða án þess að gróðursetja, skapa „menningu“ án þess að mannast. Það er vel, séu auraráð manna rýmri en áður, en alltaf eiga menn að spyrja sjálfa sig, hverjir verð'leikar þeirra eru, að þeim líður betur en feðr- um þeirra, hverjar rætur og hjartataugar láta þjóðarmeiðinn rísa, að hann falli ekki, þegar er út af ber og á móti blæs. Eigi þjóðin að verða langlíf í landi sínu, verður hún að treysta rætur sínar í jarðvegi þess og í manndómi sjálfra sín. Vinnubrögðum fleygir fram og verktækni, en gleymum aldrei, að verksvið vort er Island, mold þess og mið og auðsuppsprettur þess aðrar, og að arði þessa einungir fáum vér búið. En innan víðra saíarkynna og hárra, sem ísland er, hefur reynslan, sigrarnir og ósigrarnir skapað auðinn mesta, sem er andi vor, íslenzk þjóðarsál. Vér fáum og ekki flutt lífsbaráttu vora yfir á annan vettvang, þótt ófriðaröldur heimshafanna skoli hér á land skyndifeng. Englendingar kalla þá hjálp, er þeir nú fá erlendis frá, „easy money“ (auðfengna peninga), en henni er ætlað að auka framleiðslugetu þjóðar- innar. Mörgum Bretum er „hjálp“ þessi næsta ógeðfelld og segja, að „easy rnoney may too easily go“ („fljótur fengur fljótt forgengur“ mætti máske segja). Vér þekkjum vora eigin reynslu frá síðustu styrjöld. Stríðsgróðinn fjar- lægði oss því lífi, er útheimtist til þess að vera Islendingur. Tengslin við sjálft landið og íslenzka lifnaðarhætti rofnuðu. Slíkt má ekki ske á nýjan leik. I landvörn vorri verða sjálfar landvættirnar að koma til liðs við oss: Og það er sem holtin sjálf hleypi í mann þrótt, þar hreystiraun einhver var drýgð-------“ „Það lilýtur að vera gaman að vera ungur í svona ónumdu landi“, segja útlendingar stundum, er þeir koma hingað til lands. Það er vel, hve viðleitni margra byggðarlaga á landi hér beinist að því að bæta kjör æskulýð'sins til menntnnar. Verður ekki annað sagt en að aðstaða hans fari stöðugt batnandi, er litið er til hinna vöndnðu skóla- bygginga, sem víða eru, íþróttavalla og félagsheimila. En skólarnir verða að leitast við af fremsta megni að vanda vöru sína, hugsunarhátt nemend- anna, en láta ekki allt snúast um sem fallegastan stimpil, prófin. íþrótt- irnar mega ekki fara út í eftirlæti og tildur við fáeina útvalda á kostnað almennrar líkamsræktar og hollra lifnað'arhátta. Samfara byggingu hinna ágætu félagsheimila verður að fara frarn öflugt og nýtt starf til eflingar heilbrigðu skemmtanalífi æskulýðsins ,og verða þau að standa á grunni íslcnzkrar þjóðmenningar. Þar verð'a þær athafnir að skipa öndvegi, er bjart er um og hressa og örva til heilbrigðra átaka. Þar verður að vera
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.