Helgafell - 01.10.1953, Side 18

Helgafell - 01.10.1953, Side 18
16 HELGAFELL bundið efnið í hrynjanda máls eða tóna. Hugur hans er í uppnámi, það er sem öldur hafi risið á lognsléttum sjó, þær magnast eða minnka, sækja fram, stíga og hníga — og loks, þegar verkinu er lokið, dettur allt í dúna- logn, öldurnar hefur lægt og hugarástand skáldsins fær á sig sinn venjulega hátt. A þessum augnablikum, er skáldið hefur lokið verki sínu og hann veit, að honum hefur heppnazt að færa í listrænt form það, sem honum var efst í huga, er hann alsæll maður og nýtur þeirrar sköpunargleði, er fáum mönnum aðeins er veitt. Slík augnablik mætti nefna hvíld andans í listunum. Vér skynjum strax, er vér heyrum fyrstu ljóðlínurnar í kvæði Jónasar: Nú andar suð'rið sæla vindum þýðum, á sjónum allar bárur smáar risa — hvert muni verða við'fangsefni þessarar frægu sonnettu og einkum, í hverju skapi Jónas sé, er hann yrkir þetta kvæði. Ilugljúf þrá og söknuður stilla strengi hörpu hans og Ijóðið streymir fram eins og ljúfur lækur, er rennur lygn fram og á stöku stað bregður sér á leik og stekkur yfir smávölur og nibbur: Kyssið þið bárur, bát á fiskimiði — vorboðinn Ijúfi, fuglinn trúr, sem fer---------- Þegar vér lesum kvæði Matthíasar um Hallgrím Pétursson, skynjum vér, að skáldið er undir sömu geðhrifum allt kvæðið á enda (18 erindL og að aðeins er um vaxandi og minnkandi þrótt skapsins að ræða: Hér er guðlegt skáld, er svo vel söng, að sólin skein í gegnum dauðans göng. Hér er ljós, er lýsti aldir tvær. Ljós, hví ertu þessum manni fjær? Nokkru síðar er rómurinn minni: Frá því barnið biður fyrsta sinn, blítt og rótt við sinnar móður kinn, til þess gamalt sofnar síðstu stund, svala Ijóð þau hverri hjartans und — en hækkar brátt: Sjáið skáld, er söng um Kristí kvöl. Köld sem jökull starir ásýnd föl. Standið fjarri: allt er orðið hljótt, eilíft, heilagt, fast og kyrrt og rótt. Þannig skynjum vér, að „allt fellur og rís fyrir stjórnanda stafsins“, slcáldinu, er hrífst í geði, hryggist og fagnar eftir því, sem yrkisefni hans segir til.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.