Helgafell - 01.10.1953, Qupperneq 57
BÆJARLEIKHÚS
55
Eplablóm í „Segðu steininum“ og enn náði hann víðfeðmu strengjataki
seni Tsæ-Jong, kínverski prinsinn í „Pi-pa-ki“. Arni Tryggvason fann sjálf-
an sig sem alskapaðan gamanleikara í heldur vanþakklátu hlutverki Svale
assessors í „Ævintýri á gönguför“.
I hópi hinna yngri manna hefur félagsstarfið þó mætt hvað þyngst á
Einari Pálssyni, ekki aðeins sem formanni félagsins tvö fyrri árin, heldur
líka sem leikara og leikstjóra félagsins við hlið' Gunnars R. Plansens. Er
einkum að minnast leikstjórnar hans í óperunni „Miðlinum“ eftir Gian-
Carlo Menotti. Var hún öll nýtízkuleg og hin djarfasta túlkun á vandasömu
verki.
I skjótri yfirsýn yfir síðasta leikár, koma strax frarn í huganum myndir
úr svo ólíkum leikritum og „Ævintýri á gönguför“ og „Vesalingunum“,
skýrastar af samleik þeirra Brynjólfs Jóhannessonar og Þorsteins O. Steph-
ensens. Þessir tveir ágætu leikarar skapa ætíð umhverfis sig andrúmsloft
listar á leiksviðinu, sem gerir áhorfendum létt og glatt í geði. Við hlið
þeirra skipar sér nú Alfreð Andrésson. Hann er jafnoki þeirra í listrænu
tilliti, prúðmennið á íslenzku leiksviði, hvað snertir persónulega framkomu
og hóflega notkun gamansamra tiltekta. Allt fyrir það, eða kannske ein-
nritt þess vegna, er hann uppáhaldsleikari Reykvíkinga og þeir þreytast
ekki á að sjá hann í endalausri röð revyu-þátta eða í skopleikjmn. Honum
brást heldur ekki bogalistin í „Góðir eiginmenn sofa heima“, en það er
trúa mín, að hinir tveir megi vara sig, ef svo skyldi takast til, að þremenn-
mgarnir mættust í kröfuhörðum skapgerðarhlutverkum í einu og sama
leikriti.
Annars eru það ekki happadrættir Leikfélagsins á liðnu leikári, „Ævin-
týrið“ og „Góðir eiginmenn“, og varla lieldur viðamikil leikgerð' „Vesaling-
anna“, sem skilja eftir hlýjastar endurminningar. Víst var Skrifta-Hans
eftirminnilegur náungi, óhugnanlegt að mæta honum á einstigi í myrkri,
°g afturhvarf hans bæði sannfærandi og hrífandi, á sama hátt var sálar-
göfgi Jean Val-Jeans tilkomumikil og umkomuleysi Fantine átakanlegt,
allt kærar myndir, en allt saman myndir, sem manni segir svo hugur um,
að muni koma aftur ef til vill stærri í brotinu, ef til vill skýrari í Ijósi þeirra
svipmynda, sem á undan fóru hjá sömu ágætu leikendum. Það, sem manni
fiiinst vænt um, það, sem grípur um hjarta leikhússmannsins og gerir hon-
um í senn órótt og heitt í geði, er tilraunin, tilraunin í samleik, tilraunin
i leiksttjórn, leiksviðsbúnaði, tilraun með efni og efnismeðferð. Og þá lað-
ast fram úr hugarfylgsnum í lijtum, formi, músík og dansi — íslenzkur
þjóðsöguballett um Ólaf liljurós. Þetta held ég hafi verið merkasta tilraun
Leikfélags Reykjavíkur á árinu. Vitaskuld, hún tókst ekki nema til hálfs.
Hefði rnanni annars þótt svo vænt um hana? En Kjartan Guðjónsson varð-
aði veginn fram, hvernig mála á fyrir nútímaleiksvið í íslenzkum þjóð-
sagnastíl og Jórunn Viðar skilaði fullgildu músíkverki með hreinum tón-
1,111 þjóðlagsins. Vor ungi ballett gerði sitt bezta. Er þá hægt að heimta
me>ra? LArus Sigurbjömsson.