Helgafell - 01.10.1953, Page 57

Helgafell - 01.10.1953, Page 57
BÆJARLEIKHÚS 55 Eplablóm í „Segðu steininum“ og enn náði hann víðfeðmu strengjataki seni Tsæ-Jong, kínverski prinsinn í „Pi-pa-ki“. Arni Tryggvason fann sjálf- an sig sem alskapaðan gamanleikara í heldur vanþakklátu hlutverki Svale assessors í „Ævintýri á gönguför“. I hópi hinna yngri manna hefur félagsstarfið þó mætt hvað þyngst á Einari Pálssyni, ekki aðeins sem formanni félagsins tvö fyrri árin, heldur líka sem leikara og leikstjóra félagsins við hlið' Gunnars R. Plansens. Er einkum að minnast leikstjórnar hans í óperunni „Miðlinum“ eftir Gian- Carlo Menotti. Var hún öll nýtízkuleg og hin djarfasta túlkun á vandasömu verki. I skjótri yfirsýn yfir síðasta leikár, koma strax frarn í huganum myndir úr svo ólíkum leikritum og „Ævintýri á gönguför“ og „Vesalingunum“, skýrastar af samleik þeirra Brynjólfs Jóhannessonar og Þorsteins O. Steph- ensens. Þessir tveir ágætu leikarar skapa ætíð umhverfis sig andrúmsloft listar á leiksviðinu, sem gerir áhorfendum létt og glatt í geði. Við hlið þeirra skipar sér nú Alfreð Andrésson. Hann er jafnoki þeirra í listrænu tilliti, prúðmennið á íslenzku leiksviði, hvað snertir persónulega framkomu og hóflega notkun gamansamra tiltekta. Allt fyrir það, eða kannske ein- nritt þess vegna, er hann uppáhaldsleikari Reykvíkinga og þeir þreytast ekki á að sjá hann í endalausri röð revyu-þátta eða í skopleikjmn. Honum brást heldur ekki bogalistin í „Góðir eiginmenn sofa heima“, en það er trúa mín, að hinir tveir megi vara sig, ef svo skyldi takast til, að þremenn- mgarnir mættust í kröfuhörðum skapgerðarhlutverkum í einu og sama leikriti. Annars eru það ekki happadrættir Leikfélagsins á liðnu leikári, „Ævin- týrið“ og „Góðir eiginmenn“, og varla lieldur viðamikil leikgerð' „Vesaling- anna“, sem skilja eftir hlýjastar endurminningar. Víst var Skrifta-Hans eftirminnilegur náungi, óhugnanlegt að mæta honum á einstigi í myrkri, °g afturhvarf hans bæði sannfærandi og hrífandi, á sama hátt var sálar- göfgi Jean Val-Jeans tilkomumikil og umkomuleysi Fantine átakanlegt, allt kærar myndir, en allt saman myndir, sem manni segir svo hugur um, að muni koma aftur ef til vill stærri í brotinu, ef til vill skýrari í Ijósi þeirra svipmynda, sem á undan fóru hjá sömu ágætu leikendum. Það, sem manni fiiinst vænt um, það, sem grípur um hjarta leikhússmannsins og gerir hon- um í senn órótt og heitt í geði, er tilraunin, tilraunin í samleik, tilraunin i leiksttjórn, leiksviðsbúnaði, tilraun með efni og efnismeðferð. Og þá lað- ast fram úr hugarfylgsnum í lijtum, formi, músík og dansi — íslenzkur þjóðsöguballett um Ólaf liljurós. Þetta held ég hafi verið merkasta tilraun Leikfélags Reykjavíkur á árinu. Vitaskuld, hún tókst ekki nema til hálfs. Hefði rnanni annars þótt svo vænt um hana? En Kjartan Guðjónsson varð- aði veginn fram, hvernig mála á fyrir nútímaleiksvið í íslenzkum þjóð- sagnastíl og Jórunn Viðar skilaði fullgildu músíkverki með hreinum tón- 1,111 þjóðlagsins. Vor ungi ballett gerði sitt bezta. Er þá hægt að heimta me>ra? LArus Sigurbjömsson.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.