Helgafell - 01.10.1953, Side 100
98
HELGAFELL
færi til viðameiri útgáfu á verkum
hans.
Tómas Guðmundsson hefur skrifað
nokkur fonmálsorð með bókinni og eru
þau þýdd bæði á ensku og frönsku.
Óþrifnaður á opinberum
stöðum
Sómasamlegum gististöðum fjölgar
nú ört hvarvetna um landið. Matur er
þar víða orðinn góður og aðbúnaður
gesta í öðru tilliti viðhlýtandi. Þó er
enn víða mikill misbrestur á, um sjálf-
sagðan þrifnað og menningarbrag. O-
þefur sá, sem stundum barst að vitum
manna frá vissum húsasundum hér í
bænum fyrir þrem áratugum en þrífst
einkum í vanhirtustu fátækrahverfum
stórborganna, gerir enn víða vart við
undir sig heila matsali, ganga og gisti-
herbergi. Þetta ófremdarástand er af
svo alvarlegum toga, að þar verður
þegar í stað að ráða bót á — með illu
eða góðu og hvað sem það kostar.
Þá hefur enn víða rutt sér til rúms
önnur og ný tegund óþrifnaðar, sem
mjög stingur í stúf við framvindu þá,
sem hér hefur orðið á síðari tímum í
áttina til siðfágaðri umgengnishátta og
heimilismenningar. Á ég þar við það
fáránlega smekkleysi sumra gistihús-
eigenda að útbía alla veggi í veitinga-
sölunum með afskræmilegum lands-
lagsmyndum, sem ætlað er að minna á
málverk listamanna vorra. Þó kastar
fyrst tólfunum, þegar gististaðir í feg-
urstu sveitum landsins, svo sem við
Hreðavatn og Hvalfjörð, gerast svo
blygðunarlausir að ,,stilla upp“ slík-
um ,,málverkum“ af umhverfi sínu.
Það er hætt við því, hvað sem okkur
sjálfum líður, að útlendingar, sem
neyðast til að horfa upp á þessar
,,hryggðarmyndir“ á meðan þeir
staldra við til að koma í sig hressingu,
muni ekki gefa menningu vorri háan
vitnisburð.
Það væri þarflegt átak að hrinda i
framkvæmd svo sem einni fimm ára
áætlun um útrýmingu gerfimálverka úr
veitingasölum landsins og óþefs þess,
er fylgir snyrtiklefum margra sveita-
gististaða. Með slíkri ráðstöfun yrði
ekki aðeins vansæmandi og hvimleið-
um ófögnuði aflétt, heldur myndi og
aukin háttvísi og annar þrifnaður sigla
af sjálfu sér í kjölfar hennar.
Bókmenntakynning
hjá „bókmenntaþjóð"
Tímarit nokkurt er gefið út hér í bse
og nefnir sig Bergmál. 1 aprílhefti
tímaritsins 1953 hættir það sér út a
flugbrautir ,,æðri skáldskapar“ og