Helgafell - 01.10.1953, Qupperneq 63
BÓKMENNTIR
61
ínanns og menningar í annálum Is-
lands.
Á síðari helmingi aldarinnar verður
vart mikilla andlegra eldsumbrota í
Suður-Þingeyjarsýslu, einkum í nánd
við Mývatn. Ung ir bændur stofna með
sér félag til að bæta úr búnaðarhátt-
um og verzlunarólagi, en gættu þess
um leið, að bókleg mennt yrði ekki
hornreka í félagslífi sveitarinnar. Ár-
1858 stofnar Jakab Hálfdánarson,
D°ndi á Grímsstöðum, síðar frumkvöð-
ull kaupfélagsins, fyrsta lestrarfélag í
^ývatnssveit. Áratug síðar má sjá það
af bréfum, sem fóru milli þeirra
fraenda, Jakobs Hálfdánarsonar og
enedikts á Auðnum, að þeir eru farn-
*r a^ glugga í erlend tungumál. Bene-
*kt trúir honum fyrir því, að hann
ætli að fara að læra þýzku, en Jakob
®^gist eiga það að þakka séra Magnúsi
Jónssyni á Grenjaðarstað, að hann tók
a læra danska og þýzka tungu. Lær-
ourslöngun og menntaþrá þessara
bænda virðist ódrepandi. Milli gegn-
inga og annarra búverka eru þeir sí-
lesandi, skrifa vinum sínum og kunn-
ingjum löng sendibréf, halda uppi
skrifuðum sveitablöðum, sem send eru
boðleið milli bæja og ræða þar mál-
efni sveitarinnar. Lífið lét þó ekki allt-
af blítt við þá, og í bréfi 18. nóv. 1876,
kvartar bóndinn á Grímsstöðum yfir
því við Benedikt á Auðnum, að hann
sé ,,ætíð svo listarlítill og tvístraður í
hugsun enkum á haustin."
Nokkru áður en þessi orð voru skrif-
uð höfðu ungir bændur stofnað
Menntafélag Mývetninga. 1 stjórn
þessa félags var Jakob Hálfdánarson,
Jón Jónsson, Baldurheimi, féhirðir, og
Jón Pétursson í Reykjahlíð, skóla-
vörður. Því að félagið hélt uppi skóla,
þar sem kennsla fór fram á kvöldum
eða á sunnudögum, og virðist öllum
hafa leyfzt að sækja skólann, sem
orðnir voru 12 ára eða eldri. I einu
elzta sveitablaði Þingeyinga, Kára, er