Helgafell - 01.10.1953, Qupperneq 25
PÁLL ÍSÓLFSSON
23
málstaður listarinnar hefur átt hlut að máli. Og mér er það ljóst, að kjarni
eðlis þíns, ríkasti þátturinn í öllu fari þínu er ást þín á listinni og fölskva-
laus, ósíngjörn þjónustusemi við hana. Eiginhyggja þín kemur þar ekki til
greina. Og þeir menn, sem þannig gieyma sjálfum sér vegna hárra hugsjóna
og þjónustu við æðstu aírek mannsandans, eru „salt jarðar“. Þeir glæða
vonir mannanna um fegrun lífsins á jörðinni. Allir göngum við fyrir ætt-
ernisstapa á jörðu hér, en listin er eilíf og sterk. Hún er vaxandi sjóður
mannanna bæði á himni og jörðu. Og þeir menn, sem færa henni fórnir
orku sinnar og alúðar, leggja ævistarf sitt í varanlegan sjóð.
Mér hefur þótt það órækast þroskamerki í fari þínu og bera af um
drengskap þinn, hversu þú hefur í hópi samherja þinna verið öfundlaus og
umburðarlvndur. Tónlistarmenn eigi síður en aðrir listamenn og reyndar
flestallir menn af öllum stéttum og stigum eiga við að stríða mikinn van-
þroska af völdum afbrýði og öfundsemi í garð þeirra manna, sem lengra
komast og betur vegnar. Yfir þetta ert þú gersamlega vaxinn. Fyrir þér rís
málstaður listarinnar yfir allar misfellur. Jafnvel illviljuðum öfundarmanni
þínum getur þú hjálpað, ef þú heldur, að þú með því getir glætt veikan
neista á arni hinnar miklu gyðju. Og þótt þú hafir ekki frenmr en aðrir
afburðamenn farið varhluta af óvinsemd samferðamanna þinna á leið listar-
mnar, raskar það aldrei réttu jafnvægi geðsmuna þinna né hindrar þér útsýn
til hárra marka. Þess vegna hrökkva allar eiturörvar af brynju þinni.
Við lok þessarar fáorðu afmæliskveðju fer mér líkt og Gunnari á Hlíð-
arenda: Góðar hafa mér þótt listgjafir þínar, en meira hefur mér persónu-
lega þótt verð vinátta þín og drengskapur allur frá fyrstu kynnum. Fyrir
111 ína hönd og fjölskyldu minnar þakka ég þér samstarf og samfylgd á liðn-
um árum. Eg þakka þér fyrir hina óbifanlegu vissu um drengskap í fari
þínu, gleðistundirnar allar, sem þú hefur veitt okkur, — geislana frá per-
sónu þinni. — Og ég bið um það, að þú og ástvinir þínir megið eiga ham-
lngju að fagna á ókomnum árum.
12. október 1953.
Jónas Þorbergsson.