Helgafell - 01.10.1953, Page 25

Helgafell - 01.10.1953, Page 25
PÁLL ÍSÓLFSSON 23 málstaður listarinnar hefur átt hlut að máli. Og mér er það ljóst, að kjarni eðlis þíns, ríkasti þátturinn í öllu fari þínu er ást þín á listinni og fölskva- laus, ósíngjörn þjónustusemi við hana. Eiginhyggja þín kemur þar ekki til greina. Og þeir menn, sem þannig gieyma sjálfum sér vegna hárra hugsjóna og þjónustu við æðstu aírek mannsandans, eru „salt jarðar“. Þeir glæða vonir mannanna um fegrun lífsins á jörðinni. Allir göngum við fyrir ætt- ernisstapa á jörðu hér, en listin er eilíf og sterk. Hún er vaxandi sjóður mannanna bæði á himni og jörðu. Og þeir menn, sem færa henni fórnir orku sinnar og alúðar, leggja ævistarf sitt í varanlegan sjóð. Mér hefur þótt það órækast þroskamerki í fari þínu og bera af um drengskap þinn, hversu þú hefur í hópi samherja þinna verið öfundlaus og umburðarlvndur. Tónlistarmenn eigi síður en aðrir listamenn og reyndar flestallir menn af öllum stéttum og stigum eiga við að stríða mikinn van- þroska af völdum afbrýði og öfundsemi í garð þeirra manna, sem lengra komast og betur vegnar. Yfir þetta ert þú gersamlega vaxinn. Fyrir þér rís málstaður listarinnar yfir allar misfellur. Jafnvel illviljuðum öfundarmanni þínum getur þú hjálpað, ef þú heldur, að þú með því getir glætt veikan neista á arni hinnar miklu gyðju. Og þótt þú hafir ekki frenmr en aðrir afburðamenn farið varhluta af óvinsemd samferðamanna þinna á leið listar- mnar, raskar það aldrei réttu jafnvægi geðsmuna þinna né hindrar þér útsýn til hárra marka. Þess vegna hrökkva allar eiturörvar af brynju þinni. Við lok þessarar fáorðu afmæliskveðju fer mér líkt og Gunnari á Hlíð- arenda: Góðar hafa mér þótt listgjafir þínar, en meira hefur mér persónu- lega þótt verð vinátta þín og drengskapur allur frá fyrstu kynnum. Fyrir 111 ína hönd og fjölskyldu minnar þakka ég þér samstarf og samfylgd á liðn- um árum. Eg þakka þér fyrir hina óbifanlegu vissu um drengskap í fari þínu, gleðistundirnar allar, sem þú hefur veitt okkur, — geislana frá per- sónu þinni. — Og ég bið um það, að þú og ástvinir þínir megið eiga ham- lngju að fagna á ókomnum árum. 12. október 1953. Jónas Þorbergsson.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.