Helgafell - 01.10.1953, Blaðsíða 48

Helgafell - 01.10.1953, Blaðsíða 48
46 HELGAFELL fólk liafði, eins og foreldrar Stephans, reynt nokknð' af sætleika góðu ár- anna upp úr miðri öldinni og átti því örðugra með að sætta sig við versn- andi árferði og harðnandi lífsbaráttu. Því hafði skilizt, að sitthvað mætti til umbóta. gera í þessu landi, en hér kom afturkippur í stað framfara. Ekk- ert gekk né rak um breytingar á landstjórninni, þrátt fyrir allar bæna- skrár og digurleg ummæli stjórnmálamanna. Aukið stjórnfrelsi, er allir töldu fyrsta skilyrði þess, að eitthvað yrði hér til umbóta gert, var jafnvel öllu lengra undan nú en nokkru sinni fyrr. Þessi ólga stjórnmálanna jók á óþreyju manna, óánægju og vonþreytu. Þetta voru tímar bölsýni og svarta- galls, einhver illviðrahrollur í fólkinu, og Stephan fór engan veginn var- hluta af þessum aldarbrag. Þessi kynslóð hafði auk heldur eignazt skáld við sitt hæfi, Kristján Jónsson, en kvæði hans fylltu huga manna, einkum unga fólksins, trega og böhnóði. Hér kvað nokkuð við annan tón en hjá Hjálmari Jónssyni, sem hefndi sinna rauna með ærlegum skömmum og níði, svo að brakaði í öllum Skagafirði. Ekki leikur á tveim tungum, að Stephan ætti meira af upplagi Hjálmars en Kristjáns. Sarnt hefur Ivristján náð um hríð meiri tökum á honum en Iljálmar, þótt merki hans sjáist einnig, sbr. kvæðið Raulað við sjálfan sig. Stephan átti ekki langa dvöl í Bárðardal, en affararík urðu honum þessi þrjú ár, till vors 1873. Af kveðskap hans frá þessum tíma er fátt eitt varðveitt, en ljóst er af hans eigin orðum, enda sjást þess næg merki, að hann verð'ur þá um hríð mjög fast snortinn af kvæðum Kristjáns Jónssonar. „Ekki af því, að mér væri hann svo hugleikinn, heldur víst til að tolla í tízkunni“. Þau áhrif vara skamma hríð, enda getur vart ólíkari anda. Hér olli ef til vill mestu um, að Kristján var sprottinn upp úr líkum jarðvegi og Stephan sjálfur og liafði ort mörg beztu kvæðin sín í vinnumennsku norður á Hólsfjöllum. Sú leið var þá fær eftir allt saman. En hvað um það, nú skyldi samt á aðra leið snúið, til Vesturheims, hvað' sem þá tæki við. Ný útsýn hafði allt í einu upp lokizt fyrir vinnumanninum í Mjóadal, óglögg að vísu eins og morgunupprof, áður þokuslæðingi nætur er að fullu af létt, en skínandi í miklu ljósi. Þetta var þá framtíðin. Og í tilefni þess- arar ráðbreytni hlotnast Stephani sín fyrsta og eina skólavist, um mán- aðartíma, hjá prestinum á Halldórsstöðum í Bárðardal veturinn 1872— 1873. í það sinn hefur það verið, sem honum bauðst það, sem orðið gat byrjun til skólagöngu. Um það ræðir hann ekki nánara í minningum sínum, svo nú vcit varla nokkur, hversu því var varið. Líklega hefur sira Jón Austmann langað til að kenna þessum bráðgáfaða pilti undir skóla, verið eftirsjá að því að vita hann ætla að hverfa brott af landinu. En þá var vesturförin ráð'in, svo að ekki varð aftur snúið. ----o---- Og nú verður þessi saga ekki lengra rakin að sinni, eða réttara sagt þessi inngangur; því að í raun réttri er það hér, á þessum krossgötum, sem sagan hefst. Þar myndi segja frá því, er ungt skáld byrjar för sína út í víða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.