Helgafell - 01.10.1953, Síða 48
46
HELGAFELL
fólk liafði, eins og foreldrar Stephans, reynt nokknð' af sætleika góðu ár-
anna upp úr miðri öldinni og átti því örðugra með að sætta sig við versn-
andi árferði og harðnandi lífsbaráttu. Því hafði skilizt, að sitthvað mætti
til umbóta. gera í þessu landi, en hér kom afturkippur í stað framfara. Ekk-
ert gekk né rak um breytingar á landstjórninni, þrátt fyrir allar bæna-
skrár og digurleg ummæli stjórnmálamanna. Aukið stjórnfrelsi, er allir
töldu fyrsta skilyrði þess, að eitthvað yrði hér til umbóta gert, var jafnvel
öllu lengra undan nú en nokkru sinni fyrr. Þessi ólga stjórnmálanna jók á
óþreyju manna, óánægju og vonþreytu. Þetta voru tímar bölsýni og svarta-
galls, einhver illviðrahrollur í fólkinu, og Stephan fór engan veginn var-
hluta af þessum aldarbrag. Þessi kynslóð hafði auk heldur eignazt skáld
við sitt hæfi, Kristján Jónsson, en kvæði hans fylltu huga manna, einkum
unga fólksins, trega og böhnóði. Hér kvað nokkuð við annan tón en hjá
Hjálmari Jónssyni, sem hefndi sinna rauna með ærlegum skömmum og
níði, svo að brakaði í öllum Skagafirði. Ekki leikur á tveim tungum, að
Stephan ætti meira af upplagi Hjálmars en Kristjáns. Sarnt hefur Ivristján
náð um hríð meiri tökum á honum en Iljálmar, þótt merki hans sjáist
einnig, sbr. kvæðið Raulað við sjálfan sig.
Stephan átti ekki langa dvöl í Bárðardal, en affararík urðu honum
þessi þrjú ár, till vors 1873. Af kveðskap hans frá þessum tíma er fátt eitt
varðveitt, en ljóst er af hans eigin orðum, enda sjást þess næg merki, að
hann verð'ur þá um hríð mjög fast snortinn af kvæðum Kristjáns Jónssonar.
„Ekki af því, að mér væri hann svo hugleikinn, heldur víst til að tolla í
tízkunni“. Þau áhrif vara skamma hríð, enda getur vart ólíkari anda. Hér
olli ef til vill mestu um, að Kristján var sprottinn upp úr líkum jarðvegi
og Stephan sjálfur og liafði ort mörg beztu kvæðin sín í vinnumennsku
norður á Hólsfjöllum. Sú leið var þá fær eftir allt saman. En hvað um það,
nú skyldi samt á aðra leið snúið, til Vesturheims, hvað' sem þá tæki við.
Ný útsýn hafði allt í einu upp lokizt fyrir vinnumanninum í Mjóadal,
óglögg að vísu eins og morgunupprof, áður þokuslæðingi nætur er að fullu
af létt, en skínandi í miklu ljósi. Þetta var þá framtíðin. Og í tilefni þess-
arar ráðbreytni hlotnast Stephani sín fyrsta og eina skólavist, um mán-
aðartíma, hjá prestinum á Halldórsstöðum í Bárðardal veturinn 1872—
1873. í það sinn hefur það verið, sem honum bauðst það, sem orðið gat
byrjun til skólagöngu. Um það ræðir hann ekki nánara í minningum sínum,
svo nú vcit varla nokkur, hversu því var varið. Líklega hefur sira Jón
Austmann langað til að kenna þessum bráðgáfaða pilti undir skóla, verið
eftirsjá að því að vita hann ætla að hverfa brott af landinu. En þá var
vesturförin ráð'in, svo að ekki varð aftur snúið.
----o----
Og nú verður þessi saga ekki lengra rakin að sinni, eða réttara sagt
þessi inngangur; því að í raun réttri er það hér, á þessum krossgötum, sem
sagan hefst. Þar myndi segja frá því, er ungt skáld byrjar för sína út í víða