Helgafell - 01.10.1953, Qupperneq 77
Hvað um Skálholt?
Mér hefur lengi hrosið hugur við þeirri tilhugsun, að „end-
urreisn" Skálholtsstaðar kæmi til framkvæmda, Ekki vegna þess,
að ég sé mótfallinn þeirri hugmynd, að gera Skálholti alla
sæmd, er má, heldur af hinu, að hér er við svo viðkvæmt mál
að fást, að meiri aðgátar og smekkvísi þarf með en við íslend-
ingar höfum getað státað af hin síðari árin. Það er ein ógurleg
pest í landinu, ofhlæðispest. Hlutir, sem eiga að vera látlausir
og hreinir, er spikaðir sundurleitu flúri, — hugmyndir, sem í
eðli sínu eru einíaldar, eru gerðar torkennilegar fyrir sakir alls-
kyns óra og derrimennsku. Það er eins og öndin úr honum Pétri
Þiíhrossi hafi eflzt og margfaldazt eftir stríðið og hlaupið í ís-
lenzka forráðamenn öðru fólki fremur. Því miður þarf þar engin
dæmin.
Ég býst við að allir séu sammála um að færa þeim mönn-
um þakkir, sem heils hugar hafa unnið að útbreiðslu þeirrar
hugmyndar, að Skálholtsstað eigi að reisa úr niðurníðslu og gera
bess einhverja minning, er níu hundruð ár verða liðin frá stofn-
Pn. stólsins. Þar með er ég líka hræddur um að samlyndið sé
brotið. Sú hugmynd hefur nefnilega komið upp og ekki gengið
við neinar hækjur, að ný kirkja, sem byggð yrði í Skálholti, eiga
eð vera eftiröpun teikningar eftir enskan mann af kirkju Brynj-
nlfs Sveinssonar. Þykir mér þessi hugmynd bera meira en lítinn
keim fyrrnefndrar landfarsóttar, og skal ég nú nefna nokkur
rök mín fyrir því áliti.
I fyrsta lagi er teikning þessi mjög vafasöm heimild. Hún
^etur vel hafa verið gerð eftir minni, hlutföll verið röng, en þar
PÓ auki sýnir hún aðeins tvær hliðar kirkjunnar, svo hinar hlytu
að verða getsakir eina. í öðru lagi getum við gert okkur mjög
fctkmarkaða hugmynd um kirkjuna hið innra, enda þótt útlit
t'snnar væri rétt. í þriðja lagi yrðu flest listaverk í kirkjunni að
Vera stælingar fornra muna, því fáir einir eru til úr kirkju Brynj-
alfs, svo vitað sé. Hvaða muni ætti þá að stæla? Og hvaða trygg-
fPQ væri þá fyrir því, að ekki kæmi hinn sundurlausasti glund-