Helgafell - 01.10.1953, Blaðsíða 18
16
HELGAFELL
bundið efnið í hrynjanda máls eða tóna. Hugur hans er í uppnámi, það er
sem öldur hafi risið á lognsléttum sjó, þær magnast eða minnka, sækja
fram, stíga og hníga — og loks, þegar verkinu er lokið, dettur allt í dúna-
logn, öldurnar hefur lægt og hugarástand skáldsins fær á sig sinn venjulega
hátt. A þessum augnablikum, er skáldið hefur lokið verki sínu og hann
veit, að honum hefur heppnazt að færa í listrænt form það, sem honum
var efst í huga, er hann alsæll maður og nýtur þeirrar sköpunargleði, er
fáum mönnum aðeins er veitt. Slík augnablik mætti nefna hvíld andans
í listunum.
Vér skynjum strax, er vér heyrum fyrstu ljóðlínurnar í kvæði Jónasar:
Nú andar suð'rið sæla vindum þýðum,
á sjónum allar bárur smáar risa —
hvert muni verða við'fangsefni þessarar frægu sonnettu og einkum, í hverju
skapi Jónas sé, er hann yrkir þetta kvæði. Ilugljúf þrá og söknuður stilla
strengi hörpu hans og Ijóðið streymir fram eins og ljúfur lækur, er rennur
lygn fram og á stöku stað bregður sér á leik og stekkur yfir smávölur og
nibbur: Kyssið þið bárur, bát á fiskimiði — vorboðinn Ijúfi, fuglinn trúr,
sem fer----------
Þegar vér lesum kvæði Matthíasar um Hallgrím Pétursson, skynjum
vér, að skáldið er undir sömu geðhrifum allt kvæðið á enda (18 erindL og
að aðeins er um vaxandi og minnkandi þrótt skapsins að ræða:
Hér er guðlegt skáld, er svo vel söng,
að sólin skein í gegnum dauðans göng.
Hér er ljós, er lýsti aldir tvær.
Ljós, hví ertu þessum manni fjær?
Nokkru síðar er rómurinn minni:
Frá því barnið biður fyrsta sinn,
blítt og rótt við sinnar móður kinn,
til þess gamalt sofnar síðstu stund,
svala Ijóð þau hverri hjartans und —
en hækkar brátt:
Sjáið skáld, er söng um Kristí kvöl.
Köld sem jökull starir ásýnd föl.
Standið fjarri: allt er orðið hljótt,
eilíft, heilagt, fast og kyrrt og rótt.
Þannig skynjum vér, að „allt fellur og rís fyrir stjórnanda stafsins“,
slcáldinu, er hrífst í geði, hryggist og fagnar eftir því, sem yrkisefni hans
segir til.