Kjarninn - 31.07.2014, Qupperneq 6

Kjarninn - 31.07.2014, Qupperneq 6
03/03 lEiðaRi En fyrst yfirlýsingin er virk, og íslenskur almenningur þar með settur í viðbragðsstöðu ef allt fer á versta veg, þá skýtur það skökku við að launaskriðið sé langsamlega mest í fjármálageiranum. Það er óskiljanlegt raunar, því engar forsendur eru til þess. Mikið eigið fé í fjármálakerfinu og „góður“ árangur byggir á séríslenskum aðstæðum eftir alls- herjarhrun viðskiptabankakerfis þjóðarinnar. Annað sem er mikið umhugsunarefni er að um 25 til 30 prósent af öllum hagnaði fyrirtækja á Íslandi er hjá endur- reistu bönkunum þremur, að því er Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis og þing- maður Framsóknarflokksins, greindi frá í pistli á vefsíðu sinni 9. mars. Þar vitnaði hann til þess sem George Soros, fjárfestirinn þekkti, hefur gagnrýnt harðlega í Bretlandi, en þar er fjár- málageirinn með um 35 prósent hagnaðar í hagkerfinu. Þetta finnst Soros alltof hátt hlutfall og að betra væri að láta hagnaðinn verða til í verðmætaskapandi starfsemi frekar en í fjármálaþjónustu við atvinnulífið. Frosti er einn fárra þingmanna sem hefur lagt sig fram í því að vekja fólk til umhugsunar um hlutverk fjármála- geirans í hagkerfinu og hvort það geti verið að þurfi að breyta því verulega, með það að markmiði að draga úr vægi fjármálageirans, beinlínis minnka umfang hans og auka umfang framleiðslu, iðnaðar og nýsköpunar ýmis konar. Launaþróunin í fjármálageiranum, við þær séríslensku aðstæður sem hér eru, ætti ekki að vera á skjön við þróun launa í öðrum geirum hvað varðar launahækkanir. Það eru engar málefnalegar ástæður fyrir slíku. Fjármálageirinn er í þjónustuhlutverki við atvinnulífið og mikilvægt að muna að hann skapar ekki ný verðmæti sem eru grundvöllur hagvaxtar og framgangs. Blekkingarheimurinn sem fjár- málageirinn hefur skapað, í krafti þess að hann er of stór til að falla án þess að vandamálin lendi í fanginu á almenningi, verður að fá að reka sig á raunveruleikavegginn. „Íslenskir bankar, þeir endurreistu, hafa stigið hænu- skref inn á alþjóð- lega lánamarkaði.“

x

Kjarninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.