Kjarninn - 31.07.2014, Page 14

Kjarninn - 31.07.2014, Page 14
06/09 nEytEnduR neytendur ánægðir með átvR Þótt töluverður meirihluti þjóðarinnar vilji afnema einokun ÁTVR á áfengissölu samkvæmt skoðanakönnunum ríkir mikil ánægja með starfsemi fyrirtækisins og þá þjónustu sem það býður upp á. ÁTVR hlaut til dæmis hæstu einkunn allra þeirra 21 fyrirtækja sem tóku þátt í Ánægjuvoginni, mælingu á ánægju viðskiptavina þeirra. Eitt af því sem skiptir þar miklu máli er breytt vöruúrval, sem hefur aukist mjög hratt á undanförnum árum. ÁTVR hefur enda aukið vöruframboð sitt jafnt og þétt. Í lok síðasta árs voru 2.037 vörutegundir fáanlegar hjá ÁTVR, annaðhvort í verslunum fyrirtækisins eða hægt að panta þær sérstaklega. Þetta er gríðarleg aukning frá því sem áður var. Þegar fyrsta sjálfsafgreiðsluverslun ÁTVR var opnuð í Kringlunni árið 1986, en áður hafði áfengi einungis verið afgreitt „yfir borðið“, bauð fyrirtækið upp á 550 tegundir. Þetta var áður en bjórinn var leyfður en breytir því ekki að fjórföldun í vöruframboði á þeim tíma sem liðinn er síðan er töluverður.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.