Kjarninn - 31.07.2014, Síða 28

Kjarninn - 31.07.2014, Síða 28
01/01 Sjö SpuRningaR til í heilalaust frí til ibiza Hvað gleður þig mest þessa dagana? Sex ára sonur minn. Hann er álíka steiktur og ég. Svo koma hugleiðingar Eric Cartman mér alltaf til að brosa. Þvílíkur fáviti en þvílíkur meistari! Hvert er þitt helsta áhugamál? Augljóslega fótbolti og nánast all- ar íþróttir. Mér finnst drullugaman að ferðast í góðum hópi. Svo hef ég gaman af sögu, sérstaklega öllu sem viðkemur seinni heimstyrj- öldinni og árunum eftir stríð til 1990. Hefði viljað upplifa Austur- Þýskaland og sjá hvernig þetta var. Hvaða bók lastu síðast? Síðast las ég bókina Total Recall, sem er ævisaga Arnold Schwarzenegger. Gæinn hafði uppá ekkert að bjóða nema stælt- an líkama og brjálað sjálfstraust. Frábær bók um hans ótrúlega lífshlaup. Hvert er þitt uppáhaldslag? Það verður að vera eitthvað lag úr myndinni Boogie Nights. Tónlistin í þeirri myndi náði mjög vel til mín. Ég ætla segja God only knows með Beach Boys. En eina lagið sem ég syng mjög vel er Iris með Goo goo Dolls. Til hvaða ráðherra berðu mest traust? Án þess að hljóma eitthvað sér- staklega reiður þá ber ég ekkert sérstakt traust til ráðherra. En mér líður þó betur með núverandi stjórn heldur en síðustu. Ef þú ættir að fara til útlanda á morgun og mættir velja land, hvert myndir þú fara ? Væri til í heilalaust frí til Ibiza. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Ég á í miklu love and hate sam- bandi við samfélagsmiðla. Ég hef mjög gaman að þeim en að sama skapi getur allur þessi leikþáttur á þeim farið í taugarnar á mér. Sjö SpuRningaR Hjörvar Hafliðason fjölmiðlamaður 01/01 sjö sPURNINGAR kjarninn 31. júlí 2014

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.