Kjarninn - 31.07.2014, Síða 42

Kjarninn - 31.07.2014, Síða 42
04/04 álit Þessi stóru stríðsátök brutust út vegna ólíkra ástæðna og markmiða sem helguðust af þeim áróðri eða rökum sem beitt var til þess að réttlæta þau. Þó eiga stríð eins og fyrri og seinni heimsstyrjöld, Kóreustríðið, Víetnamstríðið, stríðið gegn hryðjuverkum, átökin í Írak, Afganistan, Sýrlandi og nú síðast Palestínu og Úkraínu eitt og annað sameiginlegt. Það er mögulegt að nefna að minnsta kosti fjögur atriði sem einkenna stríð, uppruna þeirra og ástæður: Ũ stríð eru líkleg þar sem öfgakennd þjóðernishyggja, múgsefjun og stjórnleysi ráða ríkjum. Ũ stríð eru líkleg þar sem herstjórn, trúarbragðahópar, eða pólitísk samtök með öfgafulla stefnu komast til valda, hvort sem það gerist með lögmætum eða ólögmættum hætti. Ũ stríð eru oftast drifin áfram af árásarhneigð, örvæntingu, vonleysi, firringu og ofsóknum í garð minnihlutahópa. Ũ stríð eru oft afleiðing misheppnaðs erindreksturs ríkisstjórna eða manna á vegum þeirra. Allt þetta má heimfæra upp á orsakir fyrri heims- styrjaldarinnar. Þær voru pólitískar og snérust um landsvæði og efnahagsleg átök milli stórveldanna í Evrópu áratugina fyrir styrjöldina en líka um aukna hernaðarhyggju, heims- valdastefnu, kynþátta- og þjóðernishyggju. Upphaf stríðsins lá þó í ákvörðunum sem teknar voru af stjórnmálamönnum og hershöfðingjum eftir morðið á Franz Ferdinand, ríkis- arfa austurrísk-ungverska keisaradæmisins í Sarajevo 28. júní 1914, en þær leiddu til diplómatískrar kreppu í Evrópu. Segja má að fyrri heimsstyrjöldin hafi gert það að verkum að frekari ófriður braust út á liðinni öld, þeirri öld sem ýmist er nefnd öld öfga eða öld stríðsátaka.

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.