Kjarninn - 18.09.2014, Page 22

Kjarninn - 18.09.2014, Page 22
07/07 nýsKöpun meta áhrif af auknu starfi innan geirans og meira verði birt opinberlega af framgangi verkefna á sérstakri vefsíðu til að auka gagnsæi og áhuga almennings á málaflokknum. Þetta síðarnefnda ætti að vera algjört forgangsmál hjá Vísinda- og tækniráði. stjórnvöld loksins að vakna til lífsins Svo virðist sem teikn séu á lofti um að stjórnvöld séu að átta sig á mikilvægi þess að halda betur utan um vísinda-, tækni- og nýsköpunarmálaflokkinn. Ríkisstjórnin samþykkti nýverið sérstaka aðgerðaráætlun, sem felur í sér 21 aðgerð, með það að markmiði að efla rannsóknir og nýsköpun hér á landi. Í ávarpi forsætisráðherra, til kynningar á áðgerðar- áætluninni, kemur fram að hún feli í sér stóraukið framlag í samkeppnissjóði og ráðstafanir til að auðvelda atvinnulífinu að fjárfesta í rannsóknum og nýsköpun, en einnig að gera afrakstur fjárfestinga á þessu sviði betur ljósan með sérstöku upplýsingakerfi, efla nýliðun og gera gangverk opinbera kerfisins liprara og skilvirkara. Aðgerðunum er ætlað að styðja við nútímalega atvinnustefnu og framsækna mennta- stefnu í samræmi við áætlun stjórnvalda. Ríkisstjórnin hefur samþykkt að beita sér fyrir fjár- mögnun áætlunarinnar með fyrirvara um fjárlagaferlið og afgreiðslu Alþingis. Athygli vekur að aðgerðaráætlunin var kynnt skömmu áður en áðurnefnd skýrsla sérfræðingahópsins var kynnt á Rannsóknarþingi. Það er engu líkara en að stjórnvöld hafi verið búin undir þá gagnrýni sem þar kemur fram. Hvort aðgerðaráætlun stjórnvalda muni skila árangri eða hvort stjórnvöld muni sýna vísinda-, tækni- og nýsköpunarmálum aukinn áhuga, mun tíminn einn leiða í ljós.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.