Morgunblaðið - 03.08.2012, Síða 6

Morgunblaðið - 03.08.2012, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2012 SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Sú mikla styrking sem hefur verið á gengi krónunnar undanfarið er þeg- ar farin að koma fram í verðlagi á bíl- um, þó að pöntunartími þeirra sé yf- irleitt mun lengri en á flestum öðrum innfluttum vörum. Þannig lækkaði Toyota á Íslandi gjaldskrá sína um 3% núna um mánaðamótin á flestum bíltegundum. Hekla hyggst einnig lækka og önnur umboð fylgjast sem fyrr vel með gengisþróuninni. „Ef gengið styrkist enn frekar þá lækkum við en það er alltaf töf á þessu þar sem afhendingartími á bíl- um er yfirleitt um sex mánuðir,“ seg- ir Egill Jóhannsson, forstjóri Brim- borgar. Hann segir skammt síðan meðalgengi evru gagnvart krónu hafi farið að lækka verulega. „Við hækkum ekki strax ef krónan veikist og lækkum að sama skapi ekki um leið ef krónan styrkist. Það líður þarna alltaf einhver tími,“ segir Egill og bætir við að það sé ekki rétt sem ASÍ og Neytendasamtökin hafi haldið fram í Morgunblaðinu að inn- flutningsfyrirtæki hækki verð mun hraðar ef krónan veikist og lækki hægar ef hún styrkist. „Samkeppnin tryggir að menn verða að lækka og hækka hægar heldur en þarf ef gengið veikist,“ segir Egill. „Verðlisti mánaðarins er að lækka aðeins,“ segir Björn Snædal Hólm- steinsson, fjármálastjóri Heklu, en gefur ekki upp um hve mikið. Það sé mismunandi eftir bíltegundum. Hann segir lækkunina fyrst og fremst viðbrögð við samkeppninni frekar en að skýringin liggi ein- göngu í styrkingu krónunnar. Hekla hafi í tvígang ekki tekið á sig gengis- sveiflu og látið vera að hækka verðið þó að krónan hafi veikst gagnvart myntum eins og evru og dollar sl. vetur. Þó að gengið sé að styrkjast núna bendir Björn á að kostnaður bíla- framleiðendanna hefur aukist sem og flutningskostnaður. Hann segir Heklu hafa verið að taka á móti stórum bílasendingum í þessari og næstu viku og þeir bílar séu klárlega fluttir inn á lægra gengi en var fyrir mánuði. Rúnar H. Bridde, sölustjóri nýrra bíla hjá BL, segir umboðið ekki hafa ákveðið verðbreytingar. Til sé lager sem hafi verið greiddur fyrir margt löngu á mun hærra gengi en er í dag. „Þegar evran fór í 170 krónur í apríl þá tókum við það á okkur og hækkuðum ekki verð. Ef þessi styrk- ing heldur áfram þá munum við end- urmeta stöðuna,“ segir Rúnar. Özur Lárusson, framkvæmda- stjóri Bílgreinasambandsins, segir sölu nýrra bíla hafa gengið vel það sem af er ári. Hefur verið viðvarandi um 50% aukning milli mánaða, borið saman við síðasta ár. Frá áramótum fram til 13. júlí sl. höfðu verið fluttir inn 5.188 bílar, miðað við 3.056 fyrstu sjö mánuðina í fyrra. Bílaumboðin bregðast við  Sterkari króna að skila sér í bílainnflutningi  Toyota á Íslandi lækkaði nýja bíla um 3% 1. ágúst  Hekla hyggst einnig lækka  Brimborg og BL meta stöðuna  Viðvarandi söluaukning á árinu Morgunblaðið/RAX Bílainnflutningur Dágott safn af nýjum bílum er núna við Sundahöfn og von er á enn fleirum á næstunni. „Þetta er mikill innflutningur og verð breytist í hverri sendingu, til hækkunar eða lækkunar. Helst eru það raftæki sem hafa lækkað í verði,“ segir Gestur Hjaltason, framkvæmdastjóri Elko, spurður hvort styrking krónunnar hafi skilað sér und- anfarið í verðlagi raftækja. Gestur segir Elko og fleiri fyr- irtæki hafa haldið aftur af sér í hækkunum þegar krónan var hvað veikust og framlegðin ver- ið í lágmarki. Framleiðsluverð hafi einnig hækkað þannig að gengisbreytingar á Íslandi segi ekki alla söguna. Bendir Gestur á að raftæki hafi á síðasta ári lækkað í verði um 10%. Hægt hefur á þeim lækkunum á þessu ári en samkvæmt nýjustu mæl- ingu Rannsóknaseturs versl- unarinnar jókst velta í raftækj- um um 10,6% í júní sl. og verðið var 0,1% lægra en í júní árið 2011. Verð á öðrum vörum eins og dagvöru, áfengi, fötum og húsgögnum hækkaði milli ára. Lægra verð á raftækjum SALA HEIMILISTÆKJA Sigdæld myndaðist á yfirborði Mýrdalsjökuls í fyrra þegar hljóp úr katlinum þar undir með miklum látum. Hlaupið tók af brúna yfir Múlakvísl sem kunnugt er. Vatn safnaðist í sigdældina og ljós rönd sýnir hvað vatnið náði hátt einhvern tíma í vor, að sögn Odds Sigurðssonar, jökla- sérfræðings hjá Veðurstofunni. Lækur hefur myndast á jöklinum og renn- ur hann inn í tjörnina. Við upptök lækjarins má sjá mynstur sem minnir á trjágreinar. Oddur sagði svona mynstur vera dæmigert fyrir stað þar sem vatn sprettur fram og rýf- ur snjóinn. Skjannahvítt hrímið meðfram læknum hefur líklega myndast í nætur- frostum á jöklinum. gudni@mbl.is Morgunblaðið/RAX Lækur sprettur upp á miðjum Mýrdalsjökli

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.