Morgunblaðið - 03.08.2012, Side 8

Morgunblaðið - 03.08.2012, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2012 Nú þegar styttist í kosningarfelst hluti af spuna ríkis- stjórninnar í því að saka þá um „böl- móð“ sem segja satt um efnahags- ástandið.    Eina slíka greineftir spuna- menn sína birti for- sætisráðherra í Við- skiptablaðinu í gær. Svo óheppilega vildi til að í sama blaði var frétt um þróun skatta hér og í þeim löndum sem við ber- um okkur helst sam- an við.    Þar kom fram aðnúverandi rík- isstjórn státar af meti í skattahækk- unum og er það ekki árangur sem ástæða er til að gera lítið úr.    Hér hafa skattar á fyrirtæki tildæmis hækkað um þriðjung en ekkert annað af þessum ríkjum hafði hækkað skatta á fyrirtæki og sum lækkað þessa skatta.    Svipaða sögu er að segja um skattaá einstaklinga. Þeir hafa hækk- að mikið hér á landi í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu og Steingríms en annars staðar hafa litlar breytingar orðið.    Nú er svo komið að í stað þess aðskattaumhverfi á Íslandi sé tiltölulega hagfellt og styðji fremur við uppbyggingu atvinnulífsins en dragi úr henni er umhverfið nei- kvætt.    Það er ekki aðeins neikvætt vegnaþess að skattar eru hér orðnir jafnir eða hærri en annars staðar, heldur ekki síður vegna þess að stjórnvöld hafa sýnt að hér er til- hneiging til að hækka skatta sem mest og hræra í sífellu í skattkerf- inu. Jóhanna Sigurðardóttir Skattamethafar STAKSTEINAR Steingrímur J. Sigfússon Veður víða um heim 2.8., kl. 18.00 Reykjavík 14 heiðskírt Bolungarvík 13 heiðskírt Akureyri 12 heiðskírt Kirkjubæjarkl. 14 alskýjað Vestmannaeyjar 13 skýjað Nuuk 12 súld Þórshöfn 9 alskýjað Ósló 15 skúrir Kaupmannahöfn 22 heiðskírt Stokkhólmur 21 heiðskírt Helsinki 20 skýjað Lúxemborg 21 léttskýjað Brussel 22 léttskýjað Dublin 17 skýjað Glasgow 20 léttskýjað London 20 léttskýjað París 22 heiðskírt Amsterdam 21 léttskýjað Hamborg 21 skúrir Berlín 27 skýjað Vín 30 léttskýjað Moskva 26 heiðskírt Algarve 27 heiðskírt Madríd 35 heiðskírt Barcelona 27 heiðskírt Mallorca 31 heiðskírt Róm 32 léttskýjað Aþena 30 léttskýjað Winnipeg 20 skýjað Montreal 27 léttskýjað New York 28 heiðskírt Chicago 28 heiðskírt Orlando 30 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 3. ágúst Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:44 22:25 ÍSAFJÖRÐUR 4:28 22:50 SIGLUFJÖRÐUR 4:10 22:34 DJÚPIVOGUR 4:08 21:59 Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin við Faxafen) ◊ 108 Reykjavík ◊ Sími 588 4499 ◊ mostc.is ◊ Möst.C Opið alla virka daga 11-18 og laugardaga frá 11-16 SÍÐASTI DAGUR ÚTSÖLU ER LAUGARDAGINN 4. ÁGÚST Tískuvöruverslun fyrir konur á öllum aldri Þristurinn bandaríski, Douglas DC3, hefur lengi verið goðsögn og snert viðkvæma taug hjá flug- áhugamönnum enda tímamóta- smíð þegar vélin kom fram á sjónarsviðið um miðjan fjórða áratug síðustu aldar. Hraði og flugdrægi Þristsins var svo mikill að innreið hans gerbreytti far- þegaflugi. Fyrsta gerðin tók 21 farþega. Hönnunin reyndist af- burðasnjöll og endingargóð og varð fyrirmynd margra annarra. Vél Þristavinafélagsins var smíðuð árið 1943, hún hefur ver- ið í eigu Íslendinga frá 1946 og verið í notkun nær óslitið frá þeim tíma. Hún var lengi notuð í farþegaflugi hjá Flugfélagi Ís- lands en síðar til að dreifa fræi og áburði fyrir Landgræðsluna. Ætlunin er að breyta henni núna, taka úr henni frætankana þannig að hægt verði að fljúga útsýnisflug fyrir liðsmenn fé- lagsins og þannig afla tekna. Hvert flug kostar um 260 þús- und krónur, að sögn Tómasar Dags en þess má geta að fé- lagsmenn eru um 600. Ice- landair hefur veitt fjárstuðning til þess að hægt sé að fljúga vél- inni við sérstök tækifæri. Flogið með farþega og fræ frá 1943 GOÐSÖGN MEÐ VÆNGI Kristján Jónsson kjon@mbl.is Þristurinn Páll Sveinsson, hin gamla DC-3 flugvél Þristavinafélagsins, fer ekki í loftið á næstunni. Hún fékk að þessu sinni ekki endurnýjað árlegt lofthæfiskírteini sitt hjá Flugmálastjórn áður en lokafrestur rann út 31. júlí. Formaður Þristavina- félagsins, Tómas Dagur Helgason, segir að ekki hafi tekst að safna saman þeim gögnum sem kraf- ist hefði verið um allar breytingar á vélinni í gegnum tíðina. Ekki fengust svör hjá Flugmálastjórn í gær- kvöld við því hvort reglum um lofthæfi hefði verið breytt og því ekki ljóst hvers vegna skírteinið fékkst ekki endurnýjað. Tómas leggur áherslu á að ekki sé um að ræða deilur við Flugmálastjórn, félagið hafi ávallt átt gott samstarf við hana en ágreiningur sé þó um túlkun á reglum. Hann seg- ist sannfærður um að lausn finnist á málinu. „Við erum einfaldlega ekki búnir með þennan lista,“ sagði Tómas. Eitt af því sem geri verkið snúið sé að ýmis gögn um vélina hafi glatast í eldsvoða á áttunda áratugnum. Þristurinn fer ekki á loft í bili Morgunblaðið/Sigurður Jökull DC3 Páll Sveinsson flýgur síðasta áburðarflugið.  Lofthæfisskírteinið fékkst ekki endurnýjað hjá Flugmálastjórn í tæka tíð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.