Morgunblaðið - 03.08.2012, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.08.2012, Blaðsíða 11
UMF Selfoss Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið í heimabæ þessara ungu stúlkna í ár. arvert fyrir samböndin að fá að halda þau. Næstu tveimur mótum hefur þegar verið úthlutað en það verður haldið á Hornafirði árið 2013 og á Sauðárkróki 2014. Þá verður tilkynnt núna á mótinu hver sér um mótið 2015 en það voru UMFS í Borgarnesi og Ungmennafélag Ak- ureyrar sem sóttu um. Ómar Bragi samsinnir því í léttum dúr að mótið sé eins og litlir Ólympíuleikar þar sem virkilega sé sóst eftir að halda það. Til að umsókn sé samþykkt segir Ómar Bragi að þurfi stuðning sveitarfélaganna og heimamanna enda sé gífurlegt átak fyrir mörg samfélög að halda slík mót en á móti skili það gríðarlega miklu. Prófa sem flestar greinar Landsmót sem þetta skapar góðan vettvang fyrir fjölskylduna til að eiga samverustund auk þess sem ungmennunum gefst kostur á að prófa ýmsar íþróttir. „Krakkarnir geta skráð sig í fótbolta og sund eða fóltbolta og frjálsar, körfubolta og hestaíþróttir eða hvað það er. Þau keppa oft í fleiri en einni grein og þá ekkert endilega því sem þau eru að æfa. Við hvetjum þau til að prófa aðrar greinar og nú er að bætast við staf- setningar- og upplestrarkeppni líka. Ég held að flest félög geri sér grein fyrir því að brottfall úr íþróttum á unglingsaldri hefur alltaf verið til staðar og við viljum reyna að stuðla að því að þau stundi íþróttir lengur. Það er staðreynd að íþróttaiðkun skiptir máli sem forvarnaþáttur gegn vímuefnum. Þau sem eru orð- in eldri en 18 ára hafa líka sóst eftir því að vera með og hafa sent okkur póst um hvort ekki sé hægt að hækka aldurinn í 19 eða 20 ár. Þá er aldursbilið orðið öllu breiðara en það er alltaf í umræðunni hjá okkur hvort þessu megi breyta,“ segir Ómar Bragi. Dugnaður og jákvæðni Hann segir sömu fjölskyldurn- ar koma á mótið ár eftir ár en tjald- stæði er ókeypis fyrir utan raf- magn. Þátttökugjald fyrir ungmenni sem ætla að keppa er 6.000 krónur og fyrir það geta þau keppt í einni grein eða öllum. Þá ættu systkini að geta haft nóg fyrir stafni en dagskrá hefur verið sett saman fyrir þau með sögustund, leiktækjum og fleiru. Þá verður nóg annað um að vera á Selfossi yfir helgina, t.d. handverksmarkaður. Ómar Bragi segir ástæðu til að taka það fram að gott hafi verið að vinna með sveitarfélaginu að undirbúningi mótsins og hafi menn þar verið ein- staklega duglegir og jákvæðir. „Því miður er umræðan um unglinga oft frekar í neikvæðari kantinum í samfélaginu en okkur finnst svo mikið til af flottum börn- um og unglingum. Auðvitað eru alltaf til svartir sauðir inni á mili en þau eru upp til hópa frábær og for- réttindi fyrir okkur að fá að vinna með þeim í kringum þessi mót. Þau eru full af lífi og hugmyndum um hvernig þau vilja hafa mótin sem við hlustum á og tökum tillit til. Það er hluti af undirbúningnum að fá til okkar hóp krakka, bæði sem hafa farið áður og eru að fara í fyrsta sinn á slíkt mót, til að deila með okkur hugmyndum sínum og reyn- um við að framkvæma sem flestar. Enda er þetta þeirra mót og hátíð fyrst og fremst,“ segir Ómar Bragi. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2012 Svarið við spurningu dagsins Fylgifiskar - Suðurlandsbraut 10, 108 Rvk - Sími 533 1300 - fylgifiskar.is GOTT AÐ GRILLA Fjölbreytt úrval fiskrétta Margt verður á dagskrá á unglingalandsmóti UMFÍ um helgina. Í dag, föstudag, verður keppt í frjálsíþróttum, knattspyrnu, körfubolta og golfi. Þá verður barna-hæfileikakeppni klukkan 13 á útisviði og eftir það, klukk- an 13:30, tekur við gönguferð um Þrastaskóg undir leiðsögn Björns B. Jónssonar. Á Selfossvelli verða leiktæki fyrir yngstu börnin og skemmtidagskrá á útisviði kl. 15. Þá er aðeins fátt eitt upp talið en um kvöldið verður kvöld- vaka þar sem Ingó og Veðurguðirnir sjá um að skemmta gestum. Á laugardag heldur keppni áfram í golfi, körfubolta, sundi, skák, frjáls- íþróttum og fleiri íþróttagreinum. Skemmtidagskrá verður einnig yfir daginn með sögustund, mínútuþraut og fleiru. Um kvöldið verður kvöld- vaka þar sem meðal atriða eru DJ Sveppz, Úlfur Úlfur, zumbadans og Stuðlabandið. Margt fleira verður í boði en ítarlega dagskrá er að finna á heimasíðu Ungmennafélags Íslands, www.umfi.is. Keppni og kvöldvaka FJÖLBREYTT DAGSKRÁ Naglaumhirða þarf ekki að fara norður og niður þótt maður sé á fullu að keppa á Ól- ympíuleikunum. Margir þeirra sem nú keppa í London hafa látið skreyta neglur sínar á skrautlegan hátt. Lit og skraut er að sjá á nöglum sundfólks, hjólreiðakappa, kraftlyf- ingafólks og fleiri en fólk nýtir óspart tæki- færið til að skreyta neglurnar með þjóðfána sínum. Á myndinni má sjá neglur bresku sundkon- unnar Rebeccu Adlington skreyttar með breska ríkisfánanum. Sannarlega vel skreytt- ar neglur sem vekja athygli áhorfenda. Litríkar neglur Naglaskraut á Ólympíuleikum Það eru bölvuð læti í mér. Éger hávær. Það var reyndarskrifað í skýin: Pabbi eróperusöngvari. Það heyrist duglega í þeim. (Ég var ræktaður til þess að standa á sviði en formúlan klikkaði.) Hljóðstyrkurinn kemur reyndar ýmsum á óvart því ég er með fisléttan líkama Rons Pauls, 76 ára gamals frjálshyggjumanns, og er skapgott ljúfmenni. Ég hef ekki verið sérstaklega meðvitaður um hve öflugur radd- styrkur minn er. Um daginn fékk ég úthlutað verkefni sem átti ekki að spyrjast út strax og var því bent á að yfirleitt heyrðu allir í húsinu hvað ég segði í símann. „Það er lík- lega best að þú vitir það,“ var sagt. (Mér leið eins og ég, blessaður sumarræfill- inn, væri ögn þekktari fyrir vikið. Þetta litla svið skrifstofunnar verður víst að duga fyrst formúlan klikkaði.) Ég var því vinsamlegast beðinn að eiga öll símtöl sem tengdust málinu í þar til gerðum símaklefa – fjarri manna- byggðum. Ekki úti í Móa þar sem mikið af fólki leggur við hlustir. Skömmu síðar vor- um við vinnufélag- arnir að hlæja saman, ég man nú ekki af hverju, en ég hló manna hæst. Þá var bent á mig og tautað gapandi hissa yfir kraftmikl- um hlátrinum: „Heyrðirðu þetta?“ – Ég heyrði þetta! Þegar maður hefur eytt stórum hluta af fullorðinsárum sínum í að hlusta á upptökur með eigin sam- tölum, eins og ég hef gert frá árinu 2006, verður maður eiginlega að kunna vel að meta rausið í sjálfum sér. Ég reyndar bý svo vel, annað en allir aðrir, að ég get ein- faldlega lækkað í upp- tökutækinu – svona ef ég gerist of hávær. Aðrir verða bara að þola þetta. Ég get ekkert verið að tóna mig niður. Til þess er ég of latur og íhalds- samur. Fólk getur svo sem huggað sig við það að ég er ekki marg- orður. »Mér leið eins og ég,blessaður sumarræfill- inn, væri ögn þekktari fyrir vikið. Þetta litla svið skrif- stofunnar verður víst að duga fyrst form- úlan klikk- aði. Heimur Helga Vífils Helgi Vífill Júlíusson helgivífill@mbl.is Laugardaginn 4. ágúst klukkan 13 verður nýstárlegur skóli opnaður á Pat- reksfirði, nánar til- tekið í Sjóræningja- húsinu. Um að ræða skóla fyrir verðandi sjóræningja og aðra sem vilja fræðast um ýmislegt er við- kemur sjóferðum. Þar munu nem- endur þurfa að leysa verkefni á borð við að velja réttan kost til sjóferðar, rata eftir stjörn- unum, hnýta hnúta og ýmislegt fleira. Um sjálfsnám er að ræða en við komu í skólann fá nemendur afhenta verk- efnabók sem þeir þurfa að fylla inn í og útskrifast þeir þegar öll verkefnin í bókinni hafa verið leyst. Sjóræningjaskólinn verður opinn alla daga til 3. september, frá klukkan 11-18. Skólasetningin stendur yfir frá klukkan 13-18 og í tilefni opnunarinnar verður öllum nemendum boðið upp á hressingu við útskrift. Menningarráð Vestfjarða styrkir gerð skólans. Sjóræningjaskóli á Patreksfirði Ratað eftir stjörnum Morgunblaðið/G.Rúnar Sjóræningjar Hér er ef til vill lagt á ráðin um fjársjóðsleit.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.