Morgunblaðið - 03.08.2012, Page 14

Morgunblaðið - 03.08.2012, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2012 Full búð af fallegum fatnaði á alla fjölskylduna! F Y R I R Þ I G O G Þ Á S E M Þ É R Þ Y K I R V Æ N S T U M ! KRINGLUNNISími: 5513200 Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Kenningar Ítalans Giancarlo Gianazza, minna helst á afburða snjallan söguþráð í skáldsögu eða kvikmynd í líkingu við Da Vinci lykilinn eftir Dan Brown og aðra áþekka höfunda, sem hafa notið mikilla vinsælda undanfarið. Eins og segir frá á baksíðu blaðsins leitar Gianazza nú að ævagöml- um handritum frá frumkristni í Kerlingarfjöllum, nánar tiltekið við ána Jökulfall. Kenningar Gianazza opna alveg nýja nálgun við rannsókn dulfræða bæði á miðöldum og síðar. Þær eru umdeildar eins og flest sem tekur á þessu efni en góð viðbót við fræðin. Hægt er að lesa allt um efnið í bók hans og Gain Franco Freguglia, I Custodi Del Messaggio, sem útleggst á íslensku Gæslumenn skilaboðanna. Hann reifaði einnig kenningar sínar í viðtali í tímaritinu Hera Magazine í nóvember 2006. Stuðst er við þýðingu Gísla Ólafs Péturssonar á því viðtali og einnig vefsíðu hans Góp-fréttir sem hefur að geyma ítarlega úttekt á verkefninu. Gísli er einn leiðangursmanna Gianazza. Kenningar Gianazza byggja í bland á þekktum goðsögnum og sögulegum staðreyndum og vísa til leitarinnar að hinum heilaga kaleik eða gral. Margar tilgátur eru til um hvað gralið sé í raun og veru og hefur það fengið yfirbragð samheitis um leit sem lagt er upp í í nafni kristindómsins. Leit að sannleikanum. Gralið vísar meðal annars til reglu musterisriddara en oftast fyrst og síðast til upphafs kristindómsins. Dante og Sturlunga Upphaf kenninga Gianazza má rekja til ársins 1125. Þá fundu fyrstu musterisriddararnir eitt- hvað mikilvægt í Jerúsalem. Hann telur að það hafi verið fornir munir og skráðar heimildir sem tengdust viðfangsefnum og sögu elstu kristni. Í hundrað ár voru þessir hlutir í suðurhluta Frakklands. Þá var heilagur Bernard frá Clair- vaux andlegur leiðtogi musterisriddaranna og Gianazza telur hann hafa verið gæslumaður þess- ara muna. Mikil leynd hvíldi yfir þeim því þeir voru áþreifanleg sönnunargögn. Þeirra var því gætt vel og faldir þar sem erfitt var að finna þá. Árið 1209 varð Frakkland ekki öruggur felu- staður og þá var ákveðið að best væri að færa munina til Íslands. Til sönnunar fyrir því vísar Gianazza til Sturl- ungu frá 1216 sem segir: „Snorri reið upp með sex hundruð manna og voru átta tigir Austmanna í flokki hans alskjaldaðir.“ Jafnframt gerir hann ráð fyrir að þeir hafi notið aðstoðar Snorra til að finna hentugan felustað á Kili. Um hundrað árum síðar var skáldið Dante (1265-1321) fengið til að skrifa í ljóði leiðarvísi fyr- ir komandi kynslóðir til að finna hina földu muni á Íslandi. Leiðarvísirinn er Guðdómlegi gleðileik- urinn. Á árunum 1490-1520 settu listamennirnir Botticelli, Leonardo da Vinci og Rafael sömu upp- lýsingar inn í verk sín. Tilgangurinn var að gefa fleirum tækifæri til að nema þessar sömu upplýs- ingar um leyndardóminn. Nú þarf einungis að finna munina til að staðfesta tilgátuna. Þetta fullyrðir Gianazza. Tengsl séu milli Ís- lands og merkustu vísinda- og listamanna ald- arinnar, umfram aðra gegni Leonardo Da Vinci lykilhlutverki og málverk hans af Síðustu kvöld- máltíðinni. Ferðalag Dante til Íslands Jafnframt les hann þau skilaboð út úr Guð- dómlega gamanleiknum að Dante hafi sjálfur far- ið til Íslands. Hann vísar til þess að pílagrímar frá Íslandi fóru til Rómar og til landsins helga að minnsta kosti frá 12. öld. Það er því ekkert sem mælir gegn því að Dante hafi getað farið hina leið- ina, frá Róm til Íslands. Hann tímasetur förina nákvæmlega, sennilega árið 1319. Ferðalýsingin er fólgin í kafla XXVII í Hreins- unareldinum. Dante fer um Luni, Sarzane, Stura- dalinn, og Colle della Maddalena. Hann fer inn á umráðasvæði Frakkakonungs við Macon, fer um Reims og Amiens, um borð í skip í Strouanne og siglir til Dover. Þar fer hann áfram til Stirling kastala í Skotlandi, þaðan til Inverness þar sem hann fer á báti til Hjaltlandseyja og loks þaðan til Íslands. Önnur ástæða er sú að meðal hinna níu must- erisriddara sem fundu gripina í musterinu í Jerú- salem var einn meðlimur Sinclair-fjölskyldunnar sem átti ættir að rekja til Skotlands. Sú fjölskylda hafi séð Ísland sem heppilegan felustað. Í Gamanleiknum er mikilvæg staðfesting á því að Ísland sé hið forna Tule. Í versinu um Hreins- unareldinn XXXIII má lesa stafina TU LE nærri versinu. Þar segir Gianazza að Dante gefi gráðu- hnit eyjunnar við heimskautsbauginn. Dante heimsótti Ísland á miðöldum  Frjóar kenningar Giancarlo Gianazza um leitina að hinu helga grali  Byggja á málverkum Botticelli, Leonardo og Rafaels og Guðdómlega gleðileiknum eftir Dante  Fjöldi leiðangra til Íslands Ljósmynd/Gísli Ólafur Pétursson Kort Búið er að tengja saman leynilegan boðskap Síðustu kvöldmáltíðar da Vinci við hnit og punkta sem reiknuð hafa verið út frá Gleðileiknum. Ferðalag Dante hefur farið þessa leið til að skrifa um gralið. Punktar og mynstur » Áhugi Gianazza kviknaði þegar hann skoðaði málverkið Vorið eftir Botticelli. Þar las hann í talnatákn og fann út hvað tölurnar táknuðu, 14. mars árið 1319. Allt sem hann las út úr myndum og öðru vís- aði til Gleðileiksins eftir Dante. » Í Kerlingarfjöllum hefur hann fundið út enn fleiri teikn í landslaginu sem vísa jafnt til Gleðileiksins og málverka end- urreisnartímabilsins. Hann hefur reiknað út punkta og teiknað upp mynstur sem eiga að segja til um hvar gersem- arnar eru geymdar. Kristján Jónsson kjon@mbl.is Nýtt flugfélag, Eyjaflug, býður upp á ferðir milli Vestmannaeyja og Bakka- flugvallar um verslunarmannahelgina og mun félagið starfa allt árið. Hefur það keypt þrjár flugvélar sem Flug- félag Vestmannaeyja átti en það fór í þrot fyrir tveim árum. Bækistöðin fyrir vélarnar verður í Eyjum þar sem félagið hefur keypt flugskýli. Félagið notar heitið Eyjaflug á heimasíðunni en kallast annars Air Arctic. Forstjórinn, Bergur Axelsson, er með aðsetur á aðalskrifstofunni við Stórhöfða í Reykjavík. Hann hefur verið flugmaður í 27 ár og starfar hjá Atlanta. Hann segir nýja félagið enn fyrst og fremst fjölskyldufyrirtæki sem njóti einnig góðrar hjálpar frá kunningjum. „Uppistaðan verður túristaflug á sumrin en einnig munum við fljúga milli Eyja og Bakkafjöru þegar Herj- ólfur þarf að sigla lengri leiðina,“ seg- ir Bergur. „Auk þess munum við stunda leiguflug innanlands til að nýta vélarnar sem best. Sú stærsta er 10 sæta, amerísk og af Piper Chief- tain-gerð, hinar eru sex sæta, ítalskar Partanavia-vélar.“ Hann segir að stóra vélin sé 47 milljóna króna virði en hinar minna, slíkar vélar kosti þó um 25 milljónir ef þær séu í góðu standi. Arctic Maintenance á Akur- eyri annast viðhaldið. -Eruð þið í samkeppni við Ernir? „Nei þeir fljúga milli Reykjavíkur og Eyja. Þegar Flugfélag Vestmanna- eyja var við lýði voru þeir að flytja allt að 30 þúsund farþega árlega upp á Bakka. Og túrisminn hefur aukist gríðarlega í Vestmannaeyjum. Nú vonum við bara að Landeyjahöfn fyll- ist sem fyrst af sandi!“ sagði Bergur glettnislega að lokum. Bjóða flug milli lands og eyja Nýtt lógó Eigendurnir, Bergur Ax- elsson (t.v.) og Einar Aðalsteinsson, við eina vélina. Lógó á stéli er teikn- ing af Árna Johnsen!  Eyjaflug hefur rekstur á þjóðhátíð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.