Morgunblaðið - 03.08.2012, Side 23

Morgunblaðið - 03.08.2012, Side 23
FRÉTTIR 23Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2012 Kringlunni - Smáralind ntc.is - erum á s. 512 1760 - s. 512 7700 FÁST HJÁ OKKUR HINIR SÍVINSÆLU London. AFP. | Ólympíuleikarnir í London hafa orðið til þess að ferða- mönnum hefur fækkað í miðborginni eftir að þeir voru varaðir við því að fara þangað vegna samgöngu- vandamála, auk þess sem verð hótel- herbergja hefur hækkað. Mörg fyrirtæki, meðal annars verslanir, hafa kvartað yfir því að viðskiptin hafi minnkað verulega núna þegar flestir ferðamennirnir í borginni skunda rakleiðis á íþrótta- viðburðina, en fara ekki á aðra ferðamannastaði og verslanir í mið- borginni. Aðrir ferðamenn, sem hafa ekki áhuga á íþróttum, ákveða að fara ekki til London vegna Ólympíu- leikanna eða fresta því. Áður en Ólympíuleikarnir hófust ráðlögðu samgönguyfirvöld í Lond- on ferðamönnum og íbúum borgar- innar að forðast miðborgina vegna samgönguvandamála þegar milljónir keppenda, aðstoðarmanna þeirra, fjölmiðlamanna og áhorfenda komu til borgarinnar. Hefur „stórfækkað“ Samtök evrópskra fyrirtækja í ferðaþjónustu, ETOA, segja að ferðafólki hafi „stórfækkað“ frá því að leikarnir hófust miðað við sama tíma í fyrra. „Hversu mikil fækkunin verður ræðst af því hversu lengi samgönguyfirvöldin halda áfram að hvetja fólk til að fara ekki inn í borg- ina,“ sagði Tom Jenkins, fram- kvæmdastjóri samtakanna. „Í stað þeirra hafa komið um 500.000 manns sem hafa keypt miða á ÓL, þar af margir Lundúnabúar, og þeir eru allir hérna til að horfa á íþrótta- viðburði. Þeir hafa ekki endilega áhuga á London sem ferða- mannaborg. Þeir komu ekki hingað til að versla, fara í skoðunarferðir eða borða úti.“ Steve McNamara, framkvæmda- stjóri samtaka leigubílstjóra í Lond- on, segir að viðskiptavinum þeirra hafi fækkað um 20-40%. „Ég veit ekki hvar ferðamennirnir eru eða hvernig þeir ferðast milli staða, en London er eins og draugaborg.“ Ferðafólki fækkaði í London vegna ÓL  Leigubílstjórar lýsa miðborginni sem „draugaborg“ AFP Engin þröng á þingi Þessi kona hætti sér inn í miðborgina, þótt ferðafólk hafi verið varað við því að fara þangað. „Þetta er betra en að fara í leikhús!“ hrópaði áhorfandi sem fylgdist með farsakenndum réttarhöldum yfir þremur konum í pönkhljómsveitinni Pussy Riot í dómsal í Moskvu. Konurnar voru ákærðar fyrir óspektir í dómkirkju rússnesku rétt- trúnaðarkirkjunnar í Moskvu þegar þær fóru með „pönkbæn“ við altari kirkjunnar í febrúar þar sem þær gagnrýndu Vladímír Pútín Rúss- landsforseta og stuðning leiðtoga kirkjunnar við hann í forsetakosn- ingunum í mars. Konurnar eru sak- aðar um að hafa vanvirt kirkjuna og eiga yfir höfði sér allt að sjö ára fangelsi ef þær verða fundnar sekar. Andstæðingar Pútíns segja réttarhöldin af pólitískum rótum runnin og lið í tilraunum hans til að þagga niður í stjórnarandstöðunni. „Sjónarvottur“ sá atburðinn á netinu Öryggisvörður, hreingerninga- maður og kona, sem annast kerti í dómkirkjunni, hafa verið fengin til að vitna gegn konunum. Bloggarar, sem fylgjast með réttarhöldunum, hafa gert stólpagrín að ýmsum yfir- lýsingum þeirra, meðal annars um- mælum kertakonunnar um að hún teldi orðið „femínisti“ klúryrði ef það er notað í kirkju. Saksóknararnir yfirheyrðu einnig „sjónarvott“ sem hefur starfað sem sjálfboðaliði fyr- ir kirkjuna og lýsti söng kvennanna sem „öskri myrkraaflanna“. Í ljós kom síðar að „sjónarvotturinn“ sá atburðinn í sjón- varpsfréttum og útsendingu á netinu, líkt og fjölmargir aðrir Rússar. bogi@mbl.is Lýsa réttar- höldunum sem skrípaleikriti  Sögð vera af pólitískum rótum runnin AFP Pussy Riot Þær eru sakaðar um að hafa vanvirt kirkjuna og trúað fólk. Tólf breskir tónlistarmenn, þ.á m. Pete Townshend og piltarnir í Pet Shop Boys, hafa skorað á Vladímír Pútín að tryggja sann- gjörn réttarhöld yfir kon- unum í Pussy Riot. Áskor- unin var birt í breska blaðinu The Times þegar Pútín var á leiðinni til London vegna Ólympu- leikanna. Þeir sögðu ákæruna „fáránlega“. „Fáránleg“ ákæra SAKSÓKNINNI MÓTMÆLT Vladímír Pútín Vísindamenn sem hafa unnið að djúpbor- unum á Suður- skautslandinu hafa fundið merki um að þar hafi eitt sinn vaxið pálmatré. Rannsóknir á frjódufti og gróum, sem og leifum örsmárra lífvera, hafa gert vís- indamönnum kleift að kortleggja loftslag jarðar á eósentímabilinu, fyrir um 53 milljónum ára. Niður- stöðurnar, sem greint er frá í vís- indaritinu Nature, benda til þess að um vetrartímann hafi hitastigið á Suðurskautslandinu farið yfir 10°C á þessum tíma og á sumrin hafi verið allt að 25°C hiti. Eósen var hlýindaskeið á tertíer- tímabili jarðsögunnar og varaði nokkurn veginn frá dauða risaeðl- anna að upphafi síðustu ísaldar. Vaxandi áhugi hefur verið á rann- sóknum á eósenskeiðinu, enda er talið að meiri þekking á fyrri hlý- indaskeiðum jarðar muni dýpka skilning á þróuninni í loftslags- málum nú, að því er fram kemur á vef BBC. Meira magn koltvíoxíðs var í andrúmsloftinu á eósentímabilinu. Hitastig jarðar var þá um 5°C hærra að jafnaði og engin skörp skil milli miðbaugs og pólanna. Þannig hefur verið sýnt fram á með rannsóknum undanfarin ár að hitabeltisloftslag hafi ríkt á norðurskautinu fyrir milljónum ára. Suðurskautið hefur hins vegar verið erfiðara rannsóknarefni, því jöklar sem mynduðust fyrir 34 milljónum ára þekja þar leifar jarðlaga sem gefið gætu vísbend- ingar um loftslag og gróðurfar. Vísindamenn á vegum Integrated Ocean Drilling Program boruðu í gegnum fjögurra km íshellu og eins km jarðlag til að ná sýnum frá eósentímabilinu. Fram kemur á vef BBC að í sýn- unum hafi m.a. greinst fræ risa- stórra baobab-trjáa líkt og vaxa í Madagaskar undan Afríku og makademíutrjáa, sem vaxa í Ástr- alíu og Indónesíu. Einnig fundust merki um pálmatré meðfram ströndinni, en barrtré virðast hafa vaxið þar sem landið reis hærra yfir sjávarmáli. Merki um pálmatré á Suðurskautslandi  Talin hafa vaxið þar á hlýindaskeiði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.