Morgunblaðið - 03.08.2012, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 03.08.2012, Qupperneq 38
Guðrún Sóley Gestsdóttir gudrunsoley@mbl.is Nikhil Nathan Kirsh hefur vakið at- hygli gangandi vegfarenda í Austur- stræti með olíumálverkum sínum sem undanfarna mánuði hafa prýtt gluggana í húsnæði sem áður hýsti Subway. Kirsh fæddist í London, lærði myndlist og ljósmyndun í Man- chester og Brighton. Eftir að hafa starfað á vettvangi myndlistar í rúm- an áratug víðs vegar um Bretland flutti hann til Íslands í fyrra. „Hvernig endaði ég á Íslandi? Það er gullna spurningin,“ segir Nathan þegar blaðamaður spyr hann um flutningana. „Ég kom upprunalega hingað til lands til að kenna hug- leiðslu og varð yfir mig ástfanginn af einni af hinum íslensku drottning- um.Við erum enn ástfangin og höfum nú eignast son,“ segir Nikhil en kona hans starfar sem jógakennari hér á landi. Nikhil vann áfram að myndlist- inni eftir að hann flutti hingað til lands og hélt sýningu í Gallerí Fold í ágúst á síðasta ári. Verk hans eru pólitísk og færa ým- ist ákveðinn boðskap eða takast á við táknmyndir stjórnmálaátaka sam- tímans. Stærstur hluti verkanna er portrettmyndir, en umfangsmesta verkið af þeirri tegund sem Kirsh hefur unnið hér á landi er olíu- málverk af meðlimum stjórnlaga- þings auk þess sem hann málaði brennandi Alþingi. „Ég hafði mikinn áhuga á framgangi íslenskra stjórn- mála um það leyti sem ég flutti hing- að. Þá sérstaklega vinnuna sem átti sér stað við stjórnarskrárbreytingar og upprisu alþýðuflokka,“ segir hann. Að mati Kirsh gegna listamenn ábyrgðarhlutverki í samfélaginu. „Ég vil veita fólki innblástur með list minni. Lífið er öllum erfitt og við þurfum öll á einhvers konar drif- krafti að halda. Í augnablikinu er menningin sem stýrir orku okkar í ákveðinn farveg byggð á falsi, hún er í raun andmenning sem stíar okkur í sundur frekar en að færa okkur nær hvert öðru,“ segir Nikhil. „Við höfum þörf fyrir aðra endurreisn, aðra teg- und menningar sem rýfur núverandi ástand,“ bætir hann við. „Ég vil gegna hlutverki í hugarfarsbreytingu fólks gagnvart því hvernig það skynj- ar sjálft sig og aðra,“ segir Kirsh. „Að mínu mati vantar sameining- arafl. Öllum líður best þegar eining ríkir og við þurfum að vinna gegn sundrung og standa þess í stað sam- an, mynda fjölskyldu,“ segir Nikhil. „Stundum geng ég nánast af göfl- unum þegar mér finnst mig vanta nógu öflugt tól til að koma þessum skilaboðum áleiðis.“ Skortur á samkennd Að hans sögn er eitt af mikilvæg- ustu hlutverkum listamanna að sam- eina fólk. „Menning á að beina okkur í átt að sameiginlegu markmiði en eins og málum er háttað í dag vinnur menning frekar að því að beina orku burt frá okkur sjálfum. Manneskjur finna til einmanaleikakenndar, þrátt fyrir að vera umkringdar öðru fólki alla daga. Það er engin þörf fyrir það, við ættum að vera til staðar hvert fyrir annað,“ segir Nikhil. Hann notast við óvenjulegt áhald þegar hann málar en Nikhil beitir kreditkortum í stað pensla. Að- spurður hvaða ástæða liggi þar að baki segir hann það hið fullkomna verkfæri. „Hvaða betri not eru fyrir kreditkort en að mála með þeim? Ég byrjaði að nota aðgangskort í neðan- jarðarlestir og málaði um 20 málverk með því og hef notast við kortin síðan,“ segir hann. Verk Nikhils verða til sýnis í Gall- erí Fold á menningarnótt þann 18. ágúst næstkomandi. Næsta einka- sýning hans í Gallerí Fold fer fram í desember nk. en verk hans má einnig sjá í Gallerí Verðandi, Laugavegi 51 og á Restaurant Reykjavík við Ing- ólfstorg. Málar myndir með kreditkortum  Vinnur pólitísk verk og boðar endurreisn Morgunblaðið/Styrmir Kári Pólitík Nikhil Nathan Kirsh með eitt málverka sinna. Alþingishúsið logar og fólk fylgist með brunanum. 38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2012 Beint framhald sumardjasstón- leikaraðar Jómfrúarinnar fer fram annað árið í röð alla laugardaga í ágúst og september kl. 15 til 17 á veitingastaðnum Munnhörpunni í Hörpunni. Á fyrstu djasstónleik- unum í Munnhörpunni þetta sumar, sem fara fram á morgun, laugar- daginn 4. ágúst, kemur fram tríó gítarleikarans Björns Thoroddsen, sem Róbert Þórhallsson á rafbassa og Jóhann Hjörleifsson skipa ásamt Björni. Djasstónleikaröð Jómfrúarinnar hefur verið við lýði undanfarin sautján ár. Flytjendur á dagskrá djasstónleikanna í Munnhörpunni eru m.a. Ragnheiður Gröndal, tríó Sigurðar Flosasonar og Björn Jör- undur, kvartett Helgu Laufeyjar, ASA tríó, Óskar og Ife Tolentino og Catherine Legardh. Djasstónleikaröð í Munnhörpunni Morgunblaðið/Ernir Djass Sigurður Flosason er umsjón- armaður tónleikaraðarinnar. Sýningin Ég var verður opnuð í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri á morgun, laug- ardaginn 4. ágúst, kl. 15. Listakonurnar Brynhildur Kristinsdóttir og Laufey Mar- grét Pálsdóttir sýna þar inn- setningu sem fjallar um það sem var og er, heim kvíðasleg- innar gardínukonu sem felur sig bak við gluggatjöldin og óttast að hún fái brátt heim- sókn í heim sinn. Sýningin stendur til 12. ágúst og er opin laug- ardaga og sunnudaga milli kl. 14. og 17 og eftir samkomulagi. Myndlist „Ég var“ um það sem var og er Úr innsetningunni Ég var. Nú fer hver að verða síðastur til þess að sjá sýningu sænsku hönnuðanna Olle & Stephan í Spark Design Space, en síðasti sýningardagur er á morgun, laugardaginn 4. ágúst. Olle & Stephan útskrifuðust úr Carl Malmsten-húsgagna- hönnunarskólanum árið 2008. Einkenni hönnuðanna er að þeir smíða alla sína muni sjálf- ir, ólíkt flestum samtíma- hönnuðum sem láta framleiða munina, húsgögn eða annað, fyrir sig. Verkið Hringsól eftir Gunnar Jónsson er einnig á sýningunni. Hönnun Handsmíðuð hönnun heillar Eitt af verkum Oll- es og Stephans Hljóðfærasmiðurinn Jón Mar- inó Jónsson opnar sýninguna Frá tré til tóna á morgun, laug- ardaginn 4. ágúst, kl. 14 í list- munahorni Árbæjarsafns. Á sýningunni er fjallað um hvernig fiðla er smíðuð í hönd- unum. Hljóðfæri Jóns Marinós á mismunandi vinnslustigum, fullþurrkað timbur og ýmis verkfæri verða til sýnis. Jón Marinó útskrifaðist sem hljóð- færasmiður á Englandi árið 2000 og hefur lagt stund á smíði strokhljóðfæra á vinnustofu sinni í Reykjavík síðan. Opið er á sýninguna á afgreiðslu- tíma safnsins og stendur hún til 31. ágúst. Handverk Sýning Jóns Mar- inós hljóðfærasmiðs Jón Marinó Jónsson Þýsku listamennirnir Susanna Brenner og Felix Ritter sýna mynd- bandsinnsetninguna Mapping 12 minutes í Gallerí Dvergi. Sýning- aropnunin er í dag milli kl. 19 og 21, þar sem listamennirnir verða við- staddir. Sýningin er svo aðeins opin í tvo daga eftir það, laugardag 4. ágúst og sunnudag 5. ágúst, frá kl. 18 til 20. Innsetning er tilraun listamann- anna til þess að rannsaka möguleika og áhættur innri náttúru mannsins með því að fylgjast með honum í samhengi umhverfis síns. Í mynd- skeiðinu, sem er tekið upp á Merc- atorplein í Vestur-Amsterdam, tengja listamennirnir torgið við land- og heimslýsingarfræðinginn Geradus Mercator sem á 500 ára af- mæli á þessu ári. Brenner og Felix eru bæði búsett í Amsterdam, en Brenner hefur sýnt bæði í Hollandi og Þýskalandi og Ritter kennir leik- húsfræði við Amsterdam School of Arts. Kortleggja 12 mínútur  Sýningaropnun í Gallerí Dvergi Brenner og Ritter Úr innsetningu listamannanna í Gallerí Dvergi. Listaverk Roys Lichtenstein, Electric Cord, sem hvarf 1970 á leiðinni í hreins- un, fannst nýlega í vöruhúsi í New York-borg. Verkið er metið á fjórar milljónir bandaríkjadoll- ara en dómstólar vestanhafs hafa úrskurðað að það skuli ekki flutt úr vöruhúsinu um sinn og því enn óvíst hvenær og hvort það verður til sýn- is. Snúrur Roys fundnar Roy Lichtenstein Björk og náttúruspekingurinn og dýrafræðingurinn David Attenborough leiða saman hesta sína í gerð nýrr- ar heimildarmyndar um sögu og þróun tónlistar. Vinnu- titill myndarinnar er Björk: The Nature of Music, og fjallar hún um mót tónlistar, tækni og náttúrulífs. Leik- stjóri myndarinnar er Louise Hooper og framleiðandi er Pulse Films. Í myndinni rannsaka Björk og Attenborough hvers vegna og hvernig tónlist hefur þróast og hvernig tækni kemur til með að móta notkun og skynjun fólks á tónlist í framtíðinni. Innblásturinn að myndinni kemur frá síð- ustu breiðskífu Bjarkar, Biophilia og iPad snjallforriti sem hannað var í tengslum við útgáfu plötunnar, en Attenborough léði forritinu rödd sína. Samkvæmt því sem fram kemur á vefsíðu bresku sjón- varpsstöðvarinnar Channel 4 mun David fjalla um hvernig tónlist birtist í náttúrunni, auk þess sem hann deilir sinni eigin tónlistarástríðu með áhorfendum. Björk og David Attenborough sameina krafta sína Öflugt teymi Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Björk og Attenborough efna til samstarfs.  Vinna að heimildarmynd um þróun tónlistar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.