Morgunblaðið - 03.08.2012, Síða 41

Morgunblaðið - 03.08.2012, Síða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2012 Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is „Við fylgjum eftir stelpu sem heit- ir Hrafnhildur en hét áður Halldór Hrafn,“ segir Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir dagskrárgerðarkona. Síðastliðin fimm ár hefur hún unn- ið að heimildamynd um karlmann sem fer í kynleiðréttingu og lætur breyta sér í konu. Myndin heitir Hrafnhildur og markar hún upp- haf Hinsegin daga sem hefjast í næstu viku. Vala Grand vakti forvitni „Forvitni mín kviknaði fyrir nokkrum árum þegar ég var að þjálfa fimleika. Í hópnum mínum var strákur sem sagðist vera stelpa. Það var Vala Grand. Mér fannst hún for- vitnileg og hún kynnti mig fyrir Hrafnhildi,“ seg- ir Ragnhildur. Hún segir mikið álag fylgja því að fara í kynleiðréttingu. „Þetta er búið að vera rosalega erfitt. Hún er búin að fara í gegn- um miklar tilfinningasveiflur og það er ekki auðvelt að hafa myndavél á sér þegar maður fer í gegnum svona mikilvægt ferli í lífi sínu. Hún hefur margoft viljað hætta við. Jafnframt hefur sam- band okkar farið í gegnum ým- islegt; á tímabili var hún óviss um hvort hún væri tilbúin að láta okk- ur fylgja sér til enda. Þó fór allt vel að lokum og ég er henni af- skaplega þakklát fyrir að leyfa okkur að fá sögu sína,“ segir Ragnhildur. Eins og siður er í heimild- armyndum fylgir Ragnhildur Steinunn Hrafnhildi „líkt og fluga á vegg“. Samhliða því eru tekin viðtöl við fagfólk sem þekkir til þess ferlis sem kynleiðrétting er. „Þetta er búið að vera afar lær- dómsríkt ferli og líka erfitt. Sér- staklega fyrir Hrafnhildi. Hún er ekki búin að sjá myndina og á næstu dögum verður hún opinber persóna. Það kostar mikið hug- rekki að hleypa öllum svo nærri sér og í upphafi áttaði hún sig kannski ekki á því hversu nær- göngult þetta ferli er. Því var hún í vafa um það hvort hún ætti að mæta á frumsýninguna.“ Önnnur mynd á leiðinni Myndin er frumraun Ragnhildar sem heimildamyndagerðarmanns. Hún segir spennandi að sjá við- tökur myndarinnar. „Ég var stað- ráðin í því undir lok vinnunnar að þessari mynd að ég ætlaði ekki að fara í þetta aftur í bráð. En ein- hverra hluta vegna er ég komin aftur í djúpu laugina og er að vinna að annarri mynd,“ segir Ragnhildur og hlær við en vill ekkert gefa upp um efni þeirrar myndar. Hrafnhildur fer í sýningar næst- komandi miðvikudag í Bíó paradís. Miðasala verður opnuð í dag á midi.is. Halldór verður Hrafnhildur  Heimildarmynd um kynleiðréttingu verður frumsýnd í næstu viku  Fimm ára vinnu að ljúka  Frumraun Ragnhildar sem heimildarmyndagerðarmanns Hrafnhildur Guðmundssdóttir Fylgst er með kynleiðréttingu í heimildarmyndinni Hrafnhildur. Ragnhildur Stein- unn Jónsdóttir Danska gamanmyndin Klovn: The Movie er nú í sýningum í Bandaríkj- unum. Myndin fær almennt nokkuð jákvæða umfjöllun þótt sumir gagn- rýnendur telji nokkur atriði heldur óviðeigandi. Sérstaklega fer nekt 12 ára gamals drengs fyrir brjóstið á sumum þeirra. Skríbent New York Times telur t.a.m. hluta myndarinnar jaðra við barnaklám. Todd Phillips, leikstjóri Hangover- myndanna, stefnir að því að endur- gera myndina í Hollywood. Trúðar Frank og Casper með fíflalæti. Klovn á jaðri velsæmismarka Bareigendur í Gautaborg í Svíþjóð vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið þeg- ar allir barir fyllt- ust á augabragði af brjáluðum Bruce Springsteen- aðdáendum. Fólkið var á leið á tónleika með rokkgoðinu þegar himnarnir opnuðust skyndilega. Svo mikil var rigningin að víða flæddi inn í versl- anir. Um tíma leit út fyrir að hætta þyrfti við tónleikana en Springsteen tók það ekki í mál. Fyrir tónleikana stytti upp og Springsteen rokkaði sem aldrei fyrr. Brjálaðir aðdá- endur fylltu barina Bruce Springsteen

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.