Morgunblaðið - 17.08.2012, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.08.2012, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 1 7. Á G Ú S T 2 0 1 2  Stofnað 1913  191. tölublað  100. árgangur  TÍMAMÓT HJÁ MYNDHÖGGVURUM Í REYKJAVÍK SKÓLAR OG NÁMSKEIÐ 48 SÍÐNA AUKABLAÐ UM NÁMSMÖGULEIKA VIÐ ALLRA HÆFIBÓK Í TILEFNI AFMÆLIS 40 Veðrið í Reykjavík var frábært í gær og sóttu Reykvíkingar ísbúðir bæjarins vel. Troðið var út úr dyrum í allan gærdag í stærstu ísbúðunum. Að sögn Atla Jónssonar í Skalla í Ögurhvarfi var mikið að gera í allan gærdag. „Það er alltaf mikið að gera þegar það er sól og gamli ísinn er langvinsælastur,“ sagði Atli sem hafði varla tíma til að tala við blaðamann sökum anna í búðinni. Þá var einnig mikið að gera í Ísbúð Vesturbæjar við Hagamel og sagði Guðrún Karlsdóttir versl- unarstjóri að það hefði verið röð út úr dyrum frá því hún opnaði. Morgunblaðið/Ómar Íssala mjög mikil í góða veðrinu Svalandi ís í sumarhitanum Mörg hundruð manns fá boð um að vera í við- bragðsstöðu þegar sprengjuhótun kemur á borð flugmálayfirvalda. Víðir Reynisson, deildar- stjóri almannavarna- deildar Ríkislög- reglustjóra, segir að þegar flugstjórnar- miðstöð fær boð um hugsanlega sprengju um borð í flugvél sé virkjuð sérstök flug- verndaráætlun, sem snúi að ólögmætum athöfnum í lofti, sam- hliða flugslysaáætl- un, sem tekst á við afleiðingarnar fari allt á versta veg. Samhæfingar- miðstöðin í Skógar- hlíð sér um samskipti milli allra aðila og Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur yfirstjórn á vett- vangi. Þá er einnig haft samráð í gegnum utan- ríkisráðuneytið við erlenda rannsóknaraðila og haft samband við sendiráð þeirra ríkja sem eigi farþega í vélinni. Flugvélin fær forgang í lendingu og er færð inn á sérstakt öryggissvæði þar sem minni hætta sé á tjóni ef sprenging verður. Vélin er þá rýmd og rætt við alla farþega. Svo er leitað í vél- inni eftir hæfilega langan tíma og allur farangur skannaður. Víðir segir að verkferlarnir séu æfð- ir oft og að nýlega hafi verið haldin æfing þar sem gert hafi verið ráð fyrir sprengingu í flugvél og slysum á fólki. Hann segir að hátt í þúsund manns hjá ýms- um embættum og hópum séu ræst út bæði í Reykjavík og Keflavík. Þó hafi ekki allir það hlutverk að fara strax af stað, heldur bíði þeir átekta. sgs@mbl.is »4 Hátt í þúsund fá boð  Mikill viðbúnaður vegna sprengjuhótana Í viðbragðs- stöðu » Almannavarnir. » Lögreglan á Suð- urnesjum og á höf- uðborgarsvæðinu. » Slökkvilið og björgunarsveitir. » Öryggis- og landamæraverðir í Leifsstöð. » Landspítalinn. » Utanríkisráðu- neytið.  Þegar lánstíma á um 13 milljarða láni sem Hafnar- fjörður tók í des- ember 2011 lýkur 2015 þarf bærinn að reiða af hendi um níu milljarða eingreiðslu, miðað við núverandi gengi. Frá því Hafnarfjarðarbær gerði samning um endurfjármögnun fjögurra eldri lána við Depfa- bankann í desember 2011 hefur bærinn selt sjö íbúðarhúsalóðir sem veðsettar voru bankanum. Andvirði þeirra er 49,6 milljónir en samkvæmt samningnum renna 90% af verðinu beint til Depfa sem fyrirframgreiðsla á láninu, eftir því sem fram kemur í skilmála- bréfi lánsins sem nýlega var gert opinbert. Þar kemur fram að lánið er allt í evrum en eldri lán voru veitt í nokkrum gjaldmiðlum. Eftir- stöðvar lánsins eru nú um 78 millj- ónir evra, eða um 11,5 milljarðar króna. »6 Eingreiðsla upp á níu milljarða króna  Hægt er að taka 75% lán til hlutabréfakaupa í fjórum fé- lögum í Kaup- höllinni. Leggja þarf fram trygg- ingar fyrir lán- inu. Yfirleitt eru það peningar, segir miðlari. Umfang lánanna er ekki mikið. Stærstu eigendur fyrirtækjanna, lífeyrissjóðir og fjárfestingar- sjóðir, taka ekki lán fyrir kaup- unum. Eftir bankahrun bauðst að taka 50% lán, svo hækkaði það í 67% og fyrir um ári bauðst að taka 75% lán. »18 Geta tekið 75% lán til hlutabréfakaupa Kauphöll Íslands. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Útlit er fyrir að sveitarfélögin muni þurfa að hlaupa undir bagga með þúsundum langtíma atvinnulausra í vetur þegar réttur þeirra til atvinnu- leysisbóta rennur út. Halldór Hall- dórsson, formaður Sambands ís- lenskra sveitarfélaga, segir að ekki séu til nógu nákvæmar tölur en ljóst sé að þetta sé gríðarlegur fjöldi fólks sem muni neyðast til þess að leita til sveitarfélaganna í vetur. Hann segir sveitarfélögin misjafn- lega í stakk búin til að takast á við fjöldann. Það sé þó ekki aðalatriðið í þessu samhengi, heldur sé það betra fyrir fólkið sjálft, sem sé raunverulega atvinnulaust, að vera á atvinnuleysis- skrá en á framfæri sveitarfélaganna. Vilja fá auknar lagaheimildir „Fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna er álitin vera neyðaraðstoð sem fólk á ekki að þurfa að vera lengi á og mér finnst það einfaldlega rangt að fólk sé að færast yfir á þessa neyðaraðstoð ef það er sannanlega atvinnulaust,“ segir Halldór. Hann bætir við að sveitarfélögin hafi rætt við ríkið um að lengja at- vinnuleysisbótatímabilið á meðan nú- verandi efnahagsástand vari, þar sem fólkinu sé betur borgið í kerfi Vinnu- málastofnunar en hjá sveitarfélögun- um. Einnig hafi verið rætt við vel- ferðarráðuneytið um að ef það ætti að setja þennan bagga á sveitarfélögin myndu þau fá lagaheimildir til þess að geta sett ákveðin skilyrði fyrir fjárhagsaðstoð líkt og gildi um at- vinnuleysisbætur. Þeim tillögum hafi hins vegar verið tekið fálega. Halldór segir að fjöldinn muni hafa áhrif á sveitarfélög um allt landið, en verði í meira mæli á höfuðborgar- svæðinu og Suðurnesjum, þar sem at- vinnuleysið hafi verið mest á þeim svæðum síðustu árin. Karl Sigurðsson, forstöðumaður upplýsingatækni- og rannsóknasviðs Vinnumálastofnunar, segir að fyrst muni reyna á aðstoð sveitarfélaganna í haust og vetur þegar fjögur ár verði liðin frá hruni og að sveitarfélög séu uggandi yfir aukningunni sem verði í haust. Þúsundir til sveitarfélaga  Sveitarfélög sögð uggandi yfir auknum fjölda langtíma atvinnulausra sem þurfi að leita til þeirra í vetur  Vilja lengja tímabilið sem fólk er á atvinnuleysisbótum MStór hópur klárar í haust »16 „Í vetur lýstum við yfir van- trausti á forystu flokksins og ég sé ekki annað en að formaðurinn þurfi að fara að íhuga stöðu sína í ljósi þeirra at- burða sem nú eiga sér stað,“ segir Gísli Árnason, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Skagafirði, og vísar til þeirrar umræðu sem nú er uppi um að endurskoða eigi aðildar- umsókn Íslands að Evrópusam- bandinu. „Þessir sömu aðilar sem nú eru að snúa við blaðinu eru nýbúnir að samþykkja aðlögunarstyrki að sambandinu [...] svo ég sé engar breytingar nema þessar yfirlýs- ingar,“ segir Gísli. »16 Formaður VG íhugi stöðu sína Gísli Árnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.