Morgunblaðið - 17.08.2012, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Ómar
Fjölhæfur Hér má sjá nokkra ólíka stíla hjá Sigga í málverkinu. Myndin sem hann heldur á er frá fyrstu skrefum á
myndlistarbrautinni. Ljósmyndir eru grunnur andlitsmyndar af systur hans og hundshausmanninum.
reyni að finna út skuggana í ljós-
myndunum og mála þá í ólíkum lit-
um og svo breyti ég stundum mynd-
unum, set óvæntan hundshaus á
manneskju eða eitthvað slíkt. Ég er
að prófa mig áfram og hef verið að
reyna að finna minn stíl, bæði í form-
um og efnistökum. Ég byrjaði að
mála abstrakt verk, með beinum lín-
um, en ég hef fært mig meira út í
fígúratív verk.“
Stefnir á nám í útlöndum
Sigurður hefur ekki sótt nein
námskeið í myndlist, hvorki í lita-
fræði né öðru. Hann segist alveg
eiga eftir að hugsa hvert hann sæki
sér þekkingu á þessu sviði, en fyrst
ætli hann að klára grunnskólann.
„Ég held ég fari ekki í Listaháskól-
ann hér heima, ég stefni frekar á
myndlistarnám í útlöndum þegar ég
hef aldur til,“ segir Sigurður sem er
mikill áhugamaður um myndlist
annarra myndlistarmanna og fjár-
festir í listaverkum. Til dæmis
keypti hann sér nýlega verk eftir
Kristján Davíðsson.
Sigurður hefur haldið þrjár
einkasýningar þó hann sé aðeins
fjórtán ára. „Ég hélt mína fyrstu
einkasýningu í fyrra á Menningar-
nótt í Garðskála Höfðatorgs. Ég
sótti um og fékk, en mamma mín er
umboðsmaður minn og hún sá um
alla pappírsvinnuna fyrir mig. Önn-
ur einkasýningin mín var á veitinga-
staðnum Á næstu grösum og þriðja
einkasýningin var í Vesturbæjar-
lauginni. Fjórða sýningin mín verð-
ur á morgun á Menningarnótt í
Saltfélaginu en það er mín fyrsta
samsýning. Ég sýni þar með Sigurði
Þóri, Sigurði Örlygssyni og fleiri
listamönnum.“
Æfir sund af kappi
Sigurður stundar ekki aðeins
hugans list heldur sinnir hann einnig
líkamanum, en hann æfir sund með
KR. „Ég er vesturbæingur og held
tryggð við mitt íþróttafélag og er í
Hagaskóla þó ég sé fluttur í austur-
bæinn. Ég hef verið að æfa sund
undanfarin fimm ár og er að keppa.
Mér finnst aðeins of mikið að vera á
níu æfingum í viku, svo ég samdi um
að fá að æfa fimm sinnum í viku. Ég
verð að hafa einhvern tíma fyrir
myndlistina og annað, ég reyni að
mála eitthvað á hverjum degi. Það
gefur mér mikið að mála, mér finnst
frábært að skapa og sjá verkin mín
verða til. Ég er alltaf að hugsa um
myndlistina, hvað ég ætli að gera
næst og annað slíkt. Draumurinn er
að starfa við þetta í framtíðinni.“
Facebook: Sigurður Sævar
Magnúsarson
Morgunblaðið/Ómar
Kona Þessi er ólík öllum öðrum.
Flott Enn eitt dæmið um fjölhæfan stíl Sigga.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2012
Á Menningarnótt á laugardaginn taka mæðgurnar
Rakel og Elsa vel á móti plöntum og trjám úr görð-
um almennings í Mæðragarðinum. En garðurinn er
staðsettur við Lækjargötuna á milli Bókhlöðustígs
(MR) og Miðbæjarskóla. Verður hugsað vel um ang-
ann og hann gróðursettur og vökvaður og ætíð
hægt að koma og kíkja á hann. Tekið verður á móti
plöntum á milli klukkan 14-17.
Endilega…
…setjið plöntur í fóstur
Falleg Plöntur í fóstur.
DÚKA KRINGLUNNI SÍMI: 533 1322 SMÁRALIND SÍMI: 564 2011
Litrík glervara
og ljúfar
brúðkaupsgjafir
frá LEONARDO
A
T
A
R
N
A
Þvottavélarnar
Taka allt að 9 kg. Hljóðlátar.
Geta þvegið á 15 mínútum.
Snertihnappar. Sumar þeirra
eru í orkuflokki A+++.
Þurrkararnir
Taka allt að 8 kg.
Rafeindastýrð rakaskynjun.
Stór tromla. Snertihnappar.
Íslenskt stjórnborð
og íslenskir leiðarvísar.
Eigið þjónustuverkstæði.
Umboðsmenn um land allt.
Nú má bæði þvo og þurrka
á aðeins um klukkustund
Þvottavélar
og þurrkarar
í sérflokki
Ariel þvottaefni og Lenor
mýkingarefni fylgja með
öllum Siemens þvottavélum.
Nóatúni 4 · Sími 520 3000
www.sminor.is
Allt verður
tandurhreint