Morgunblaðið - 17.08.2012, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.08.2012, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2012 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Ráðamenn í Ekvador tilkynntu í gær að þeir hefðu ákveðið að veita Julian Assange, stofnanda Wiki- Leaks, hæli sem pólitískum flótta- manni. Áður höfðu þeir sakað bresk yfirvöld um að ætla að senda lög- reglumenn inn í sendiráð Ekvadors í London til að handtaka Assange sem leitaði athvarfs í sendiráðinu fyrir tveimur mánuðum til að kom- ast hjá því að verða framseldur til Svíþjóðar. Breska utanríkisráðuneytið sagði að ákvörðun Ekvadora breytti engu og Assange yrði ekki leyft að fara til Ekvadors. Samkvæmt breskum lög- um bæri stjórninni skylda til að framselja Assange til Svíþjóðar eftir að breskir dómstólar féllust á kröfu sænskra yfirvalda um að Assange yrði framseldur til að hægt yrði að yfirheyra hann vegna ásakana tveggja kvenna á hendur honum um kynferðisbrot. Assange óttast að Svíar framselji hann til Bandaríkjanna þar sem hann á yfir höfði sér saksókn vegna birtingar WikiLeaks á hundruðum þúsunda leyniskjala um átökin í Afg- anistan og Írak. Friðhelgin afnumin? Breska utanríkisráðuneytið hefur sagt að það geti beitt lagaákvæði frá árinu 1987 sem heimili því að afnema friðhelgi sendiráða í Bretlandi. Utanríkisráðherra Ekvadors sagði að bresk yfirvöld hefðu hótað því skriflega að gerð yrði árás á sendiráð landsins í London og slík árás væri „óviðunandi“ brot á frið- helgi sendiráða samkvæmt þjóða- rétti. Bretar hleypa ekki Assange til Ekvadors Er í nöp við Bandaríkin » Assange leitaði á náðir Rafaels Correa, forseta Ekva- dors, sem er vinstrisinnaður hagfræðingur og hefur illan bifur á „bandarískum heimsvaldasinnum“. » Á meðal bandamanna Correa eru Hugo Chavez í Venesúela, Evo Morales í Bóli- víu, Fidel og Raúl Castro á Kúbu og Mahmoud Ahmad- inejad í Íran. » Talið er að með því að veita Assange hæli styrki Correa stöðu sína meðal vinstrimanna í Ekvador fyrir forsetakosn- ingar sem verða í febrúar.  Hafna þeirri ákvörðun Ekvadora að veita Assange hæli AFP Spenna Lögreglumenn handtaka einn af stuðningsmönnum Julians Assange sem söfnuðust saman fyrir utan sendi- ráð Ekvadors í London í gær til að mótmæla hugsanlegri árás lögreglu á sendiráðið til að handtaka hann. Bristol. AFP. | Óánægja með breska banka og efnahagserfiðleikar vegna evrukreppunnar hafa orðið til þess að Bristol-borg í Bretlandi hyggst koma á fót eigin gjaldmiðli í sept- ember. Markmiðið er að halda pen- ingum heimamanna í heimabyggð. Bristol-pundið verður aðeins gjaldgengt í viðskiptum í borginni við hundruð fyrirtækja sem hafa ákveðið að nota það sem gjaldmiðil. Íbúar borgarinnar og útbæja hennar eru um 550.000. Gert er ráð fyrir að fyrirtæki geti greitt útsvör í Bristol-pundum og 15.000 starfsmenn borgarinnar geti fengið laun sín greidd í gjaldmiðl- inum ef þeir vilja. Bristol-pundið verður ekki gjaldgengt utan borgar- innar og verður aðeins skiptanlegt í bankasamvinnufélaginu Bristol Credit Union gegn 3% gjaldi. Fyrirmyndin er Chiemgauer, þýskur aukagjaldmiðill sem hefur verið notaður í viðskiptum sem nema milljónum evra á ári. Á vef- setrinu complementarycurrency.org kemur fram að til eru um 225 slíkir aukagjaldmiðlar í heiminum, þar af 102 í Evrópu. AFP Bristol-pund Sýnishorn af seðlum væntanlegs aukagjaldmiðils. Stefnt er að því að koma gjaldmiðlinum á fót í Bristol-borg í næsta mánuði. Bristol-borg fær eigin gjaldmiðil TT tímar í boði: 6:15 A mánu-, miðviku- og föstud 7:20 C mánu-, miðviku- og föstud 10:15 D mánu-, miðviku- og föstud Barnapössun 12:05 F mánu-, miðviku- og föstud Barnapössun 14:20 G mánu-, miðviku- og fimmtud 16:40 H mánu-, miðviku- og fimmtud Barnapössun 17:40 I mánu-, miðviku- og fimmtud Barnapössun 18:40 J mánu-, miðviku- og fimmtud 18:25 TT3 mánudagar, fyrir 16-25 ára. 70 mínútur 19:40 TT3 miðvikudagar, fyrir 16-25 ára. 70 mínútur Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 • jsb@jsb.is • www.jsb.is Velkomin í okkar hóp! Fundur fyrir alla TT flokka sunnudaginn 26. ágúst kl. 16:30 E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Viltu léttast og styrkjast og losna úr vítahringnum? TT tímar í boði á Akranesi: 6:15 S1 mánu-, miðviku- og föstud 16:30 S2 mánu-, miðviku- og fimmtud 17:30 S3 mánu-, miðviku- og fimmtud TT námskeiðin hefjast 26. ágúst Lengri námskeið - betra verð. 16 vikur 3x í viku 49.900. 8 vikur 3x í viku 29.900 Námskeiðum fylgir frjáls mæting í tækjasal Innritun í síma 581 3730 Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 • jsb@jsb.is • www.jsb.is STOTT PILATES er krefjandi æfingakerfi og frábær leið til að: l Móta líkamann, bæta líkamsvitund og líkamsstöðu. l Lengja vöðva og styrkja djúpvöðva í kvið og baki. l Losa spennu, auka liðleika og bæta jafnvægi milli vöðvahópa. 8 og 16 vikna námskeið - Mánudaga og miðvikudaga kl. 10:30 Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 16:30 Kennari: Agnes Amalía Kristjónsdóttir. Verð: 8 vikur kr. 19.900 og 16 vikur kr. 29.900. Barnagæsla - Leikland JSB Velkomin í okkar hóp! STOTT PILATES E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Ath! Kennt í heitum sal Ný námskeið að hefjast Innritun í síma 581 3730 - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.