Morgunblaðið - 17.08.2012, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 17.08.2012, Blaðsíða 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2012 Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is „Hugmyndin var að fá sem flesta fé- lagsmenn til að vera með í bókinni og öllum félagsmönnum var boðið að senda inn mynd af verkum sínum eða gamlar eða nýjar hugmyndir að verk- um í almannarými sem hafa ekki ver- ið framkvæmdar,“ segir formaður Myndhöggvarafélags Reykjavíkur, Jóna Hlíf Halldórsdóttir. Yfir 100 meðlimir Myndhöggvara- félagsins eru þátttakendur í nýút- kominni bók sem ber titilinn Verk og hugmyndir að verkum í almannarými en tilefnið er 40 ára afmæli félagsins. Myndhöggvarafélagið í Reykjavík var formlega stofnað 1972, á afmæl- isdegi Ragnars Kjartanssonar mynd- höggvara, 17. ágúst. Af því tilefni er blásið til einna fjögurra sýninga næstu vikur. Bókin á að vera vitnisburður um þær hugmyndir, framkvæmdar og óframkvæmdar, sem orðið hafa til meðal félagsmanna. Sum verkin eru til og standa uppi, nokkur voru tíma- bundið til sýnis og önnur hafa ein- hverra hluta vegna aldrei litið dags- ins ljós, til að mynda verið of dýrar í framkvæmd eða flóknar í uppsetn- ingu. „Við fengum Æsu Sigurjónsdóttur til að skrifa inngang um Myndhöggv- arafélagið í bókina. Þar er meðal ann- ars rakið hvernig Myndhöggvara- félag Reykjavíkur spratt upp og farið yfir mikilvægi þess.“ Í formálanum má einnig finna nokkrar myndir af myndlistarsýningunum sem voru á Skólavörðuholti á árunum 1967 til 1972 en upp úr þeim spratt félagið. „Eitt helsta baráttumál Mynd- höggvarafélagsins hefur verið að fá fleiri verk sett upp í almannarými. Í bókinni má finna fjölmargar hug- myndir að slíkum verkum og vonandi er að þessar hugmyndir, einhverjar þeirra allavega, verði að veruleika. Bókin á því að minna á mikilvægi listaverka í almannarými því við vit- um að við sköpum okkar eigið um- hverfi, þar sem hugurinn getur hvílst en líka fengið innblástur.“ Jóna Hlíf vonar að Reykjavíkur- borg og ríkið fari að sýna listaverkum í rými almennings meiri áhuga og bókin kveiki áhuga. Ritið prýða svart-hvítar ljósmyndir en hún er að- eins gefin út í 300 eintökum og er afar fallegt rit að sögn Jónu Hlífar. Rit- stjóri auk hennar er Karlotta Blöndal. „Við erum í skýjunum með þessa góðu þátttöku í ritinu eða 102 fé- lagsmanna af um 160. Þarna má finna verk eins og eftir einn okkar þekkt- asta listamann og jafnframt elstu konunnar í félaginu, Ólöfu Páls- dóttur, sem jafnframt er stofnfélagi. Þá eru þarna verk og flottar hug- myndir eftir listamenn á öllum aldri, Harald Jónsson, Margréti Blöndal, Hrein Friðfinnsson og Söru Riel svo einhverjir séu nefndir.“ Sýningar sem ollu hneykslan Fyrsta sýningin á vegum Mynd- höggvarafélags Reykjavíkur ber yf- irskriftina MHR40ÁRA og er form- lega opnuð í dag í Gallerí Kling og Bang. Þá verður sett upp opið verk- stæði á Menningarnótt í húsnæði fé- lagsins við Nýlendugötu 15. Gísli Kristjánsson sýnir þar myndbands- verk og Andrew Baldwin vinnur við að breyta bát sínum í bíl en listamað- urinn vakti athygli í Bretlandi fyrir eins konar gangandi bát. Minning um myndlist er sýning um útimyndlistarsýningarnar sem voru á Skólavörðuholti á árunum 1967 til 1972. Á fimmta tug listamanna á öll- um aldri tóku þá þátt í fimm sýn- ingum með verk sem voru ólík jafnt hvað varðar aðferðafræði, inntak og efni. Sýningarnar vöktu mikla athygli og hneyksluðu suma en opnuðu hug annarra. Sýningin opnar 8. sept- ember í Listasafni ASÍ og jafnframt verður þar sýnd ný heimildarmynd eftir Katrínu Agnesi Klar og Ingu Ragnarsdóttur. Lokahnykkurinn er svo innsetning eftir Eygló Harðardóttur í Högg- myndagarðinum við Nýlendugötu 17a. Yfir 100 myndhöggvarar í bók  Myndhöggvarafélag Reykjavíkur er fjörutíu ára í ár  Ýmsar sýningar eru framundan í tilefni afmælisins auk þess sem vegleg bók tileinkuð hugmyndum félagsmanna er komin út Morgunblaðið/Sigurgeir Ritstjóri Jóna Hlíf Halldórsdóttir í galleríi Kling og Bang í gær. Hún er annar tveggja ritstjóra bókar sem tileinkuð er yfir 100 félagsmönnum Myndhöggvarafélags Reykjavíkur. Karlotta Blöndal ritstýrir bókinni með henni. MHR40ÁRA er yfirskrift sýningar fé- lagsmanna Myndhöggvarafélags Reykja- víkur sem opnar í húsnæði Kling og Bang í dag klukkan 17 við Hverfisgötu 42. Markmið sýningarinnar er að minna á mikilvægi félagsins og listamanna þess í íslensku menningarlífi. Flest verk- in hafa verið fengin að láni úr safneign Listasafns Íslands og Listasafns Reykja- víkur. Þá er veggur innan sýningarrým- isins helgaður bókum, sýningarskrám og bæklingum sem tengjast félagsmönnum og sýningum þeirra. Á Menningarnótt verður sýningarstjóraspjall klukkan 16. Sýningin er opin til 16. september. Fyrsta sýningin opnar í dag MYNDHÖGGVARAFÉLAG REYKJAVÍKUR 40 ÁRA Listamaður Ólöf Pálsdóttir er elsti félagsmaður Myndhöggv- arafélags Reykjavíkur. THE WATCH Sýnd kl. 8 - 10:20 PARANORMAN3D Sýnd kl. 4 - 6 BRAVE:HINHUGRAKKA 3D Sýnd kl. 6 KILLER JOE Sýnd kl. 8 - 10:20 INTOUCHABLES Sýnd kl. 3:50 - 6 - 8 - 10:20 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar ÍSL TEXTI Frá höfundum Toy Story 3, Leitin að Nemó og UPP Stórkostleg teiknimynd fyrir alla fjölskylduna 49.000 MANNS! Bráðskemmtileg teiknimynd frá þeim sömu og færðu okkur CORALINE MATTHEW MCCONAUGHEY -bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU 12 16 7 12 L HHH HHHH VJV - SVARTHÖFÐI HHHHH-MIAMI HERALD HHHH- ROLLING STONES HHHH- GUARDIAN HHHH- TIME ENTERTAINMENT MEÐÍSLENSKUTALI TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á 3D SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.ISGLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS BREYTTU ÖRLÖGUM ÞÍNUM! THE WATCH KL. 5.40 - 8 - 10.20 12 THE WATCH LÚXUS KL. 5.40 - 8 - 10.20 12 PARANORMAN 3D KL. 3.30 - 5.45 7 BRAVE:HINHUGRAKKA 2D KL. 3.30 - 5.45 L BRAVE:HINHUGRAKKA 3D KL. 5.45 L TOTAL RECALL KL. 8 - 10.35 12 ÍSÖLD 4 3D ÍSL.TAL / 2D ÍSL.TAL KL. 3.40 L TED KL. 8 - 10.20 12 SPIDER-MAN 3D KL. 8 - 10.50 10 THE WATCH KL. 5.50 - 8 - 10 12 TOTAL RECALL KL. 8 12 INTOUCHABLES KL. 5.50 12 KILLER JOE KL. 10.15 16 THE WATCH KL. 8 - 10.20 12 PARANORMAN 3D KL. 5.40 7 TO ROME WITH LOVE KL. 5.30 - 8 - 10.30 L TOTAL RECALL KL. 8 - 10.35 12 ÍSÖLD 4 2D ÍSL.TAL KL. 5.40 L INTOUCHABLES KL. 5.30 - 8 - 10.30 L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.