Morgunblaðið - 17.08.2012, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.08.2012, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2012 ✝ Ólafía JónínaGísladóttir fæddist á Hóli, Ólafsfirði, 15. ágúst 1928. Hún lést á Garðvangi 5. ágúst 2012. Foreldrar henn- ar voru Gísli Stefán Gíslason frá Minn- holti í Fljótum f. 5. desember 1897, d. 26. mars 1981 og Kristín Helga Sigurðardóttir frá Vík í Héðinsfirði f. 6. júní 1897, d. 10. september 1986. Ólafía átti 10 systkini og af þeim eru 7 látin, þau Anna Lilja, Sigurður Halldór, Björn, Ingi- björg Soffía, Ásta og Guðrún Sól- rún. Eftirlifandi systkini eru: Gísli Kristinn, Halldóra Guðrún, Pet- rea Aðalheiður og Guðmundur Jón. Ólafía giftist 6. júní 1958 Há- koni Þorvaldssyni frá Vík- urbakka á Árskógsströnd í Eyja- firði, f. 8. ágúst 1930. Foreldrar hans voru Þorvaldur Árnason f. on Örn, móðir þeirra er Margrét Arnbjörg Valsdóttir. Ingvi Þór, maki Eyrún Jana, dætur þeirra eru tvíburarnir Hildur Rún og Hekla Sif. Fyrir átti Ingvi Þór Arnór Inga, móðir hans er Berg- lind Skúladóttir. Erna Há- konardóttir, unnusti Óli Ragnar Alexandersson. 3) Hilmar f. 26. júlí 1963, maki Þórunn Guð- mundsdóttir f. 16. apríl 1966. Dætur þeirra eru Þórdís Birna og Sunna Dís. Óla, eins og hún var kölluð, ólst upp á Hóli í Ólafsfirði og lauk skyldunámi sínu þar. Hún fór í húsmæðraskólann á Löngu- mýri, þar eignaðist hún Birgi. Árið 1953 liggur leiðin til Kefla- víkur á vetrarvertíð og þar kynn- ist hún eiginmanni sínum og sett- ust þau síðar að í Keflavík. Þar fæddust börn þeirra Hildur og Hilmar. Á starfsævi sinni var Óla að mestu leyti heimavinnandi meðan börnin voru að alast upp en síðar vann hún við fiskverkun bæði í eigin atvinnurekstri og hjá öðrum. Sem ung kona starfaði hún við síldarsöltun á Siglufirði og Ólafsfirði. Hjúskaparár sín bjó hún í Keflavík, lengst af að Háaleiti 19 en flutti á Vall- arbraut 10 árið 2005. Útför Ólafíu fer fram frá Ytri- Njarðvíkurkirkju í dag, 17. ágúst 2012, kl. 13. 22. apríl 1900, d. 16. september 1988 og Sigríður Þóra Björnsdóttir f. 2. nóvember 1903, d. 24. nóvember 1984. Ólafía og Hákon eignuðust tvö börn saman en fyrir átti Ólafía einn son með Vilhjálmi Þórhalls- syni: 1) Birgir f. 14. apríl 1950, maki Ólafía Sigríður Friðriksdóttir f. 30. október 1948. Fyrir átti Ólafía Sigríður dæturnar Sig- rúnu Öldu, maki Snorri Snorra- son, börn þeirra eru Dagmar, Birgir Snorri og Stefán Rúnar og Hafdísi, maki Árni Brynjólfur Hjaltason, börn þreirra eru Frið- rik, Guðrún Lára og Ólafía Sig- ríður. Saman eiga þau Kristínu Helgu. 2) Hildur Guðrún f. 6. des- ember 1958, maki Hákon Örn Matthíasson f. 9. desember 1956. Þeirra börn eru Hákon Ólafur, maki Kolbrún Ída, dóttir þeirra er Telma Lind, fyrir átti Hákon Ólafur tvíburana Val Þór og Ar- Elsku mamma mín, þá er kom- ið að kveðjustund. Hugurinn hef- ur reikað undanfarna daga og minningarnar eru margar, falleg- ar og góðar sem ég á og mun geyma í hjarta mínu. Síðustu árin þín voru þér erfið elsku mamma og sárt fyrir okkur að horfa á. Pabbi stóð eins og klettur við hlið þér, hélt í höndina á þér og studdi allt til loka. Þér þakka ég móðir, fyrir trú og tryggð. Á traustum grunni var þín hugsun byggð. Þú stríddir, unz stríðið enda var. Og starf þitt vott um mannkærleika bar. Hvíl þig, móðir, hvíl þig, þú varst þreytt. Þinni hvíld ei raskar framar neitt. Á þína gröf um mörg ókomin ár. Ótal munu falla þakkartár. (J.M.B.) Ég sendi stelpunum á Selinu innilegt þakklæti fyrir hvað þið reyndust mömmu vel og léttuð henni lífið síðustu árin. Einnig vil ég þakka starfsfólkinu á Garðv- angi, þar sem mamma dvaldi síð- ustu mánuði, fyrir góða umönnun og hlýhug í hennar garð. Takk fyrir allt elsku mamma mín. Guð geymi þig. Þín, Hildur. Elsku Óla mín, nú er að kveðjustund komið. Kveð ég hér yndislega og góða konu sem hef- ur reynst mér vel. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Ég minnist Ólu með mikilli gleði og kveð hana með þakklæti í huga. Þinn tengdasonur, Hákon Örn. Elsku amma mín, það er með söknuði sem ég kveð þig. Síðustu ár hafa verið skrýtin en margar minningar rifjast upp þegar ég hugsa til þín amma mín. Allar frábæru stundirnar á Háa- leitinu hjá þér og afa þar sem ég var mikið hjá ykkur. Og einnig tíminn sem ég bjó í kjallaranum hjá ykkur, þar var stjanað í kringum mig eins og ég byggi á lúxus hóteli. Þakklátur er ég fyrir að við fjölskyldan fórum öll með þér og afa í þína síðustu utan- landsferð til Spánar 2008 þegar veikindi þín voru á byrjunarstigi. Elsku amma mín, ég mun aldr- ei gleyma þegar ég kom til þín nokkru dögum áður en þú kvadd- ir og varst farinn að veikjast mik- ið, þegar ég hélt í hönd þína og þú kreistir mína hönd og ég sagði að það vantaði sko ekki kraftinn í þessar hendur og þú hlóst og brostir svo breitt. Mér finnst það vera forréttindi að hafa verið hjá þér meira og minna síðustu tvo sólarhringana á Garðvangi áður en þú kvaddir þennan heim. Elsku amma mín, ég trúi því að nú sértu komin á góðan stað og getur aftur farið að vera þú sjálf. Elsku amma, ég kveð þig með söknuði og miklu þakklæti. Hér að hinstu leiðarlokum ljúf og fögur minning skín. Elskulega amma góða um hin mörgu gæði þín. Allt frá fyrstu æskudögum áttum skjól í faðmi þér. Hjörtun ungu ástúð vafðir okkur gjöf sú dýrmæt er. Hvar sem okkar leiðir liggja lýsa göfug áhrif þín. Eins og geisli á okkar brautum amma góð, þótt hverfir sýn. Athvarf hlýtt við áttum hjá þér ástrík skildir bros og tár. Í samleik björt, sem sólskinsdagur samfylgd þín um horfin ár. Fyrir allt sem okkur varstu ástarþakkir færum þér. Gæði og tryggð er gafstu í verki góðri konu vitni ber. Aðalsmerkið: elska og fórna yfir þínum sporum skín. Hlý og björt í hugum okkar hjartkær lifir minning þín. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Þinn Hákon Ólafur. Í dag kveð ég bestu ömmu í heimi hana Ólafíu Jónínu Gísla- dóttur með miklum söknuði og gríðarlegu þakklæti fyrir að hafa kynnst eins yndislegri konu eins og hún amma Óla var. Á mínum yngri árum eyddi ég ófáum stundum hjá ömmu og afa á Háa- leiti 19, þar leið mér alltaf svo vel og hún amma tók alltaf svo vel á móti litla ömmugullinu sínu. Hvert skipti sem komið var á Háaleitið til þeirra vantaði ekki kræsingarnar handa manni enda kom maður á hverjum einasta degi til ykkar í hádegismat, það var alltaf nóg á borðum. Stundum kom ég með allan vinkonuhópinn með mér en það fannst þér ekki verra því þér þótti svo gaman að gefa svöngum munnum að borða og það gladdi þig ennþá meira því meira sem var borðað. Þú hugsaðir alltaf svo vel um ömmubörnin þín öll, enda sóttust þau í að vera hjá ykkur afa og þú varst alltaf svo glöð að fá okkur. Svo fannst ykkur afa svo gaman að ferðast en þið fenguð ekki oft að fara tvö saman því alltaf var ein lítil hnáta með í ferð. Það var alltaf svo gaman með ykkur. En síðastliðin ár hafa verið erf- ið eftir að þú hvarfst smátt og smátt inn í heim Alzheimer-sjúk- dómsins. Síðastliðinn mánuður hefur verið mér erfiður. Það var erfitt að horfa upp á ömmu sína hraka í veikindunum með hverj- um deginum. En síðasta skiptið sem ég kom til þín á Garðvang þegar þú varst vakandi er mér mjög minnisstætt því þá var sól- ríkur dagur og okkur mömmu fannst tilvalið að fara með shake handa þér, það gladdi mitt litla hjarta hvað þú varst glöð að fá ís og það var eins og þú hefðir aldrei fengið neitt eins gott. Elsku amma, þó söknuðurinn sé mikill og erfitt sé að kveðja þig þá veit ég að þér líður vel núna. Minning þín lifir ávallt í hjarta mér. Þú ert besta amma mín Alltaf svo sæt og fín Heimilið þitt var svo flott Og hjá þér var allt svo gott Alltaf þegar eitthvað var að Varstu alltaf til í að leysa það Stundum við vorum saman tvær Og afi var alveg orðinn ær Því við höfðum alltaf svo gaman Þegar við vorum saman Þér þótti gaman að rúnta Og líka þig að punta Þú elskaðir afa að öllu hjarta Og ekki var hann að kvarta Þú varst svo góð amma Ég vona að ég verði eins góð mamma Að lokum þakka ég þér Fyrir allt sem þú gafst mér Og nú er komið að kveðjustund Því þú ákvaðst að fá þér fegurðarblund. (E.H.) Ég elska þig amma mín. Þín ömmustelpa. Erna. Í dag kveð ég ömmu mína, Ólafíu Jónínu Gísladóttur. Ég varði mörgum stundum hjá ömmu Ólu og afa Konna þegar ég var yngri enda var maður alltaf velkominn á Háaleitið. Amma sá til þess að maður fengi nóg að borða og yfirleitt borðaði ég yfir mig. Um tíma bjó ég hjá ömmu og afa á Háaleitinu. Ég flutti í kjall- arann ásamt Arnóri Inga syni mínum. Hótel amma er besta hót- el sem ég hef verið á. Ég skildi stundum eftir sokka og buxur á gólfinu og ekki brást það að þeg- ar ég kom heim að loknum vinnu- degi var búið að taka fötin af gólf- inu, skipta á rúminu og búið að þrífa og strauja fötin mín, hún var meira að segja búin að strauja nærbuxurnar mínar og sokkana. Amma vildi alltaf að við feðgar borðuðum hjá henni og ekki leiddist Arnóri að fara upp til ömmu löngu til þess að fá sér brúnköku sem var auðvitað besta brúnkakan í heiminum. Amma veiktist svo af alzheim- er árið 2005. Líkamlega var amma alltaf frekar hraust en sjúkdómurinn ágerðist smátt og smátt. Afi minn er hetja, hann hefur hugsað um hana allan þennan tíma eða þar til hún fór á Garðvang í byrjun júní síðastlið- inn. Amma byrjaði í hvíldarinn- lögn en fékk síðan fast pláss í júlí. Þegar ég kom til ömmu mánu- daginn 30. júlí sl. hafði rofað að- eins til hjá henni. Hún þekkti mig og talaði svolítið við mig. Hún tal- aði um það að hún væri bráðum að fara og hún mundi hitta mig að handan. Hún kyssti mig svo í bak og fyrir og vinkaði þegar ég fór. Fimmtudaginn 2. ágúst kvaldist amma mikið og voru henni gefin verkjalyf svo að hún gæti slakað á, hún sofnaði og vaknaði ekki aft- ur. Við vöktum yfir henni næstu sólarhringana og var það svo að morgni sunnudagsins 5. ágúst að hún kvaddi. Það var mikill friður með henni þegar hún fór. Ég vil þakka starfsfólkinu á Garðvangi fyrir frábært starf og að hafa hugsað vel um ömmu þessa mánuði sem hún var hjá þeim. En elsku amma mín, ég mun alltaf elska þig og ég veit að þú átt eftir að passa öll lang- ömmubörnin þín eins og þú pass- aðir okkur hin. Ég mun hugsa vel um afa. Takk fyrir allt og við sjáumst að handan. Ingvi Þór Hákonarson. Langamma góð Ég kveð þér eitt ljóð Til að tjá mína ást til þín Þú ert mín stytta og stoð Skilur kærleikans boð Þá ég trúi þér vel Því hver manneskja sér Hversu reynd og gáfuð þú ert Þú hefur þolað svo margt Enginn lúxus né skart En lífið er mikils vert Þú ert fyrirmynd mín Ég oft hugsa til þín Þú hefur svo fallega sál Þú ert stór partur af mér Og ég vonandi af þér Að dýrka þig er sko minnsta mál Elsku langamma Óla, þín verð- ur sárt saknað. Hvíldu í friði. Þín langömmubörn, Arnór Ingi, Hildur Rún og Hekla Sif. Elsku besta amma langa okk- ar. Okkur finnst mjög leiðinlegt að þú sért farin frá okkur, en við vit- um að þér líður núna vel á himn- um og ert ekki veik lengur. Við fengum alltaf eitthvað nammi hjá þér þegar við komum í heimsókn, oftast súkkulaðirúsínur og okkur fannst það rosalega gaman. Við elskum þig amma langa. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Þín langömmubörn, Aron Örn, Valur Þór og Telma Lind. Á sólríkum sunnudagsmorgn- inum 5. ágúst sl. kvaddi Óla frænka eins og hún var ávallt kölluð af öllum í fjölskyldu minni. Óla frænka var mér mjög kær enda hluti af mínu lífi alla tíð. Þær systur mamma mín og Óla voru alla tíð mjög nánar, en báðar fóru þær ungar á vertíð suður og fundu þar sína maka og settust báðar að í Keflavík. Þær voru mjög duglegar að rækta samband fjölskyldnanna og voru að ég held í daglega í sambandi meðan heilsa þeirra leyfði, Óla frænka og hennar fjölskylda voru t.d. alltaf með okkur á öllum gleði- og sorgarstundum í lífi okkar, öllum stórveislum og afmælum, jafnvel eftir að mín börn fóru að halda veislur voru þau að sjálfsögðu með. Óla frænka hefur reynst mér vel í gegnum árin og áttum við margar góðar stundir saman, sem ég er mjög þakklát fyrir. Það var mér þungbært þegar hún greindist með þennan erfiða sjúkdóm alzheimer og að horfa á hana hverfa frá okkur smátt og smátt alveg eins og gerðist hjá mömmu en það tók svo stuttan tíma hjá Ólu minni, en ekki leið ár á milli andláts þeirra systra. Óla var húsmóðir af bestu gerð og hlúði vel að sínum, enda var mjög vel hugsað um hana í henn- ar veikindum og Konni minn, þú átt heiður skilinn fyrir hvað þú hafðir óþrjótandi þolinmæði og hafðir hana alltaf fína og sæta, einmitt það sem hún hefði viljað. Hún hafði mjög gaman af að ferðast og gerðu þau hjónin mikið af því bæði hérlendis sem erlend- is. Þó stóðu ferðirnar í Ólafsfjörð- inn alltaf upp úr, en hér á árum áður var pakkað niður í tösku á vorin og farið með börnin í fjörð- inn fagra þar sem létt var undir með foreldrum í heyskapnum og farið aftur suður eftir réttir á haustin þegar við börnin þurftum að fara í skóla. Ég get ekki annað en minnst á æðruleysi þeirra bræðra Hákons Óla og Ingva Þórs sem sátu hjá ömmu sinni ásamt fleiri aðstand- endum þangað til yfir lauk. Hafið þökk fyrir það. Sár er kveðjustundin samt hef ég þá trú að við hittumst aftur þá endar lífsins brú. Ég vil gefa þér allt það aftur sem áður gafstu mér kærleikann, traustið og trúna og tryggðina í hjarta þér. Það skal fylgja þér ferðina löngu uns finnumst við á ný á sólbjörtum sumarlöndum þar sjást ekki haust eða ský. (Ragna Steinunn Eyjólfsdóttir.) Elsku Konni, Biggi, Hildur, Hilmar og fjölskyldur ykkar, sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur. Megi góður guð styrkja ykkur og styðja. Ingibjörg Magnúsdóttir. Ólafía Jónína Gísladóttir HINSTA KVEÐJA Elsku amma mig langar að kveðja þig með þessu fallega ljóði. Í dagsins önnum dreymdi mig þinn djúpa frið, og svo varð nótt. Ég sagði í hljóði: Sofðu rótt, þeim svefni enginn rænir þig. (Steinn Steinarr.) Þín verður sárt saknað. Hvíldu í friði. Kristín Helga. Hún móðuramma mín Katrín Aðalbjörnsdóttir hefði orðið 90 ára í dag en hún dó fyrir aldur fram árið 1986 aðeins 64 ára göm- ul. Hún ólst upp í Reykjavík, var dóttir Aðalbjörns Stefánssonar prentara og kjarnorkukonunnar Þorbjargar Grímsdóttur sem lifði ömmu mína og komst á 105. ald- ursár. Amma ólst upp í 8 systkinahópi á Skólavörðustígnum í Reykjavík en örlögin drógu hana austur í Rangárvallasýslu þar sem hún kynntist afa mínum og nafna, Kjartani Einarssyni trésmið frá Sperðli í Vestur-Landeyjum. Afi lést einnig um aldur fram á gaml- Katrín Aðalbjörnsdóttir ✝ Katrín Að-albjörnsdóttir andaðist 10. júlí 1986. Hún fæddist í Reykja- vík 17. ágúst 1922. Katrín var dóttir hjónanna Þor- bjargar Grímsdóttur frá Seli, og Aðalbjörns Stefánssonar prentara. ársdag 1961 aðeins 39 ára gamall. Afi var gæðamaður var mér sagt, prúður og traustur og var það efalaust ömmu mikill harmur að missa mann sinn svo ung frá tveimur ungum börnum. Amma þraukaði þó án alls félagslegs kerfis en með eigin rammleik og festu kom hún börnum sínum til manns og eru afkomendur hennar orðnir á þriðja tuginn. Mín æska einkenndist af mikl- um samskiptum við ömmu. Við bræður vorum ávallt velkomnir á Hvolsvöll til hennar og það nýtt- um við okkur og sóttum mikið til hennar. Amma vann mikið enda ekki annað í boði og fór ég oft með henni að skúra í Hvolnum og í Landsbankanum en eftir þá vinnu alla tóku við endalausar gæða- stundir helgi eftir helgi jafnt á vetri sem sumri. Amma Kata var minn allra besti vinur og ég elsk- aði hana og virti og sakna hennar alveg stöðugt þó langt sé um liðið. Við fjölskyldan fundum fyrir endalausri væntumþykju og ást og tími var eitthvað sem amma átti nóg af. Amma var trúföst og staðföst og tók ég hana mér til fyrirmynd- ar eins vel og ég gat og ef eitthvað á bjátaði þegar ég eltist þá leitaði ég til hennar, hún var mín sanna fyrirmynd og hetja. Allar stund- irnar eru mér sem gull-stundir í minningunni, nógur tími, nóg að borða, skemmtileg barnatónlist í stofunni, fótbolti í garðinum, brauð með malakoffi, hláturrok- urnar, pólitísk umræða eða hvað- eina sem vert var að fara yfir. Hún var hreint út sagt dásamleg mann- eskja. Við gerðum samkomulag um að ég héldi með Val úr Reykja- vík líkt og hún enda ólst hún upp með Alberti Guðmundssyni og bróðir hennar Þorbjörn eða Tobbi var mikill Valsmaður. Ég fékk hana í staðinn til þess að halda með Arsenal enda lék Albert með Arsenal um tíma. Amma var mikil sjálfstæðis- kona og trúði kjörorði flokksins stétt með stétt og þetta meðtók ég með öllu. Ég vil á þessum tíma- mótum þakka henni uppvaxtarár- in mín sem hún á alveg skuldlaust ásamt mínum yndislegu foreldr- um. Einn minn mesti gleðidagur í lífinu var þegar ég hafði aðstöðu til þess að gefa einni af mínum fjórum dætrum nafn hennar og ber hún það nafn með reisn. Minn- ing hennar lifir að eilífu, ég elska þig amma mín. Kjartan Björnsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.