Morgunblaðið - 17.08.2012, Síða 14

Morgunblaðið - 17.08.2012, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2012 ixÄØÜztÄÄtÜ fÇçÜà|ä≠ÜâÜ g≠á~âÜ@FC8 tyáÄA Sími 568 5170 VIÐTAL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Við búum í Reykjakoti 2, skammt hér frá og höfum séð sívaxandi straum ferðamanna. Hér hefur vantað upplýsingar og margir hafa komið við hjá okkur til að spyrja,“ segir Magnea Jónasdóttir sem opn- ar í dag veitingastaðinn Dalakaffi í Hveragerði, við bílastæði göngu- leiðarinnar upp í Reykjadal. Hún og Þorsteinn Hannibalsson, eigin- maður hennar, voru við lokaund- irbúning í gær og smiðir að smíða útipallinn. Liðlega þriggja kílómetra gönguleið er frá bílastæðunum við Hengladalaá inn að heitu laugunum í Klambragili í Reykjadal. Vinsæld- ir leiðarinnar hafa vaxið mjög síð- ustu ár og eru bílastæðin oft full og lagt með veginum. Hópar erlends göngu- og hjólafólks eru áberandi og einnig er dalurinn vinsæll áfangastaður í hestaferðum. Ekki er vitað hversu margir leggja leið sína í Reykjadal. Magn- ea segir að slegið hafi verið laus- lega á fjöldann í hópum fyrir tveimur árum. Þá hafi verið áætlað að í þeim hafi verið 5-7 þúsund manns. Þá eru ótaldir þeir sem koma á eigin vegum. Gestirnir eru því að minnsta kosti á annan tug þúsunda, jafnvel fleiri. Magnea og Þorsteinn hafa fundið fyrir því að fólk þyrstir í upplýsingar. Þá hafa engin salerni verið við bílastæðin en úr því er bætt nú með því að Hveragerðis- bær setur upp almenningssalerni við kaffihúsið. Hefst með þrautseigjunni „Markmið mitt er að bæta upplifun fólks af staðnum og svæð- inu í heild,“ segir Magnea um kaffi- húsið sem er í gömlum sumar- bústað sem þau fluttu á staðinn. Hún er nemi í umhverfisskipulags- fræðum og hyggst leggja sitt af mörkum til að bæta umgengni um svæðið. Það gerir hún fyrst og fremst með því að vera á staðnum, sjá hvernig umferðin gengur fyrir sig og veita upplýsingar. Magnea og Þorsteinn voru á hlaupum í gær að ná sér í síðustu leyfin til að geta opnað í dag. Það hafðist. „Ég er svolítið eins og hún amma mín sem kom vestan af fjörðum og náði alltaf sínu fram með þrautseigjunni. Hún fór með prjónadótið og kaffibrúsann á bæj- arskrifstofuna og sagðist bara hinkra eftir áheyrn. Með þessari aðferð fékk ég fimmtán vottorð á tveimur klukkustundum,“ segir Magnea. Starfsemin í Dalakaffi er ekki fastmótuð, hún verður þróuð eftir þörfum gestanna. Þar verður súpa í boði auk heitra og kaldra drykkja og meðlætis, léttvíns og bjórs. „Göngu-, hjóla- og hestafólkið vill fá eitthvað hollt og staðgott þegar það kemur úr ferðinni,“ segir Þorsteinn. Sat hinum megin við borðið „Ég er kaffisnobbari en hef setið hinum megin við borðið hing- að til. Vil bara gott kaffi. Svo finnst mér ekki taka því að búa til vondan mat, það tekur jafn langan tíma og búa til góðan,“ segir Magnea. Dalakaffi verður opið fram í miðjan október og eftir það verður hægt að taka á móti hópum sem panta fyrirfram. Síðan hefst rekst- urinn af krafti að nýju með vorinu. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Dalakaffi Magnea Jónasdóttir og Þorsteinn Hannibalsson vilja þjóna gestum Reykjadals sem best. Kaffisnobbari með eigið hús  Magneu Jónasdóttur í Hveragerði finnst ekki taka því að búa til vondan mat  Hún er að opna kaffihús til að þjóna gestum gönguleiðarinnar inn í Reykjadal Bíll við bíl Bílastæðin við Hengladalaá eru oft yfirfull og gesti þyrstir í upp- lýsingar fyrir ferð og veitingar að göngu lokinni. Fatimusjóðurinn á Íslandi hefur lagt fram fimm milljónir króna til aðstoðar fórnar- lömbum átak- anna í Sýrlandi. Rauði krossinn á Íslandi veitti styrknum viðtöku í dag og munu Al- þjóða Rauði krossinn og Rauði hálfmáninn í Sýr- landi nýta féð til að aðstoða óbreytta borgara sem orðið hafa illa úti vegna átakanna þar í landi. „Þetta eru mest framlög frá einstaklingum hér á Íslandi sem vilja hjálpa venju- legu fólki sem er skyndilega lent í miðri styrjöld og hefur þurft að flýja heimili sín. Mér er því sérlega um- hugað um að við gerum eitthvað til að hjálpa Sýrlendingum á þessum erfiðu tímum,“ segir Jóhanna Krist- jónsdóttir, stofnandi og forsvars- maður sjóðsins. Á síðustu þremur vikum hafa Al- þjóða Rauði krossinn og Rauði hálf- máninn í Sýrlandi dreift sjúkra- gögnum og séð um 100.000 manns á átakasvæðum fyrir m.a. mat og hreinu drykkjarvatni. pfe@mbl.is Aðstoða fórnar- lömbin í Sýrlandi Aðstoð Forsvars- menn sjóðsins. Sunna Pam Olaf- son-Furstenau frá Mountain í Norð- ur-Dakóta í Bandaríkjunum fer um landið næstu daga á veg- um Þjóðrækn- isfélags Íslend- inga í Vesturheimi og flytur erindi í máli og myndum sem hún nefnir „The Love of Iceland in America“. Fyrsta kynningin verður í Ráðhús- inu í Reykjavík á Menningarnótt, á morgun klukkan 18. Síðan verður hún í Húsinu á Eyrarbakka á sunnu- dag kl. 18, á Egilsstöðum þriðjudag- inn 21. ágúst, Vopnafirði 22. ágúst, Húsavík 24. ágúst, á þjóðræknisþingi á Akureyri 25. ágúst, Hofsósi 27. ágúst, Sauðárkróki 28. ágúst, Blöndu- ósi 29. ágúst, Ísafirði 31. ágúst, Stykk- ishólmi 3. september og í Borgarnesi 4. september. Ást Bandaríkja- manna á Íslandi Sunna Pam Olaf- son-Furstenau Haldin verður hátíð í Innbænum á Akureyri á sunnudag undir yf- irskriftinni Danskur sunnudagur í Innbæ. Fram kemur í tilkynningu að hugmyndin sé sótt í gamla ljós- mynd sem tekin var í garðveislu hjá Oddi C. Thorarensen apótekara upp úr aldamótunum 1900. Íbúar í Innbænum, fyrirtæki og stofnanir standa að hátíðinni ásamt Akureyrarbæ. Dagskráin hefst kl. 13 og stendur til 17. Á milli kl. 14 og 16 verður gestum boðið heim í garða íbúanna og að þiggja veit- ingar. Hljóðfæraleikarar verða á svæðinu og ganga milli garðanna og skemmta gestum og gangandi. Einn munu félagar úr Karlakór Ak- ureyrar-Geysi ganga um svæðið og syngja. Félagar úr Stangveiðifélagi Akureyrar leiðbeina ungum veiði- mönnum við Tjörnina og eru þeir sem vilja taka þátt í því beðnir að koma með veiðistangir með sér. Þá verður boðið upp á örkennslu í dönsku. Danskur sunnudag- ur í Innbænum Morgunblaðið/Kristján Vígsluathöfn fer á sunnudag fram við sumarbúðir KFUM og KFUK á Hólavatni í Eyjafirði. Tilefnið er að nú í sumar var tek- ið í notkun nýtt 210 fermetra hús á staðnum Athöfnin hefst klukkan 14. Að lokinni vígslu verður árleg kaffi- sala sumarbúðanna. Nýbygging vígð við Hólavatn Skriðuklausturshátíð verður haldin í Fljótsdal um helgina en nú er lok- ið tíu ára rannsókn á rústum hins forna Ágústínusarklausturs sem þar stóð á 16. öld. Katrín Jakobsdóttir mennta- málaráðherra mun opna fullfrá- gengið minjasvæði. Þá verður guðs- þjónusta í rústum kirkjunnar og mun Agnes M. Sigurðardóttir, bisk- up Íslands, prédika. Um helgina kemur einnig út bók eftir Steinunni Kristjánsdóttur um rannsóknina á klaustrinu að Skriðu en um er að ræða einhvern um- fangsmesta uppgröft á Íslandi hin síðari ár. Skriðuklausturs- hátíð um helgina Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.