Morgunblaðið - 17.08.2012, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.08.2012, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2012 SVIÐSLJÓS Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Frá því að íbúi í Hafnarfirði óskaði eftir því að fá skilmálaskjal og fleiri upplýsingar um lánasamning Hafn- arfjarðarbæjar vegna endurfjár- mögnunar skulda við Depfa-bank- ann í desember 2011 leið rúmlega hálft ár þar til upplýsingarnar voru afhentar. Það var aðeins gert í kjöl- far þess að úrskurðarnefnd í upp- lýsingamálum féllst á kröfu íbúans, með tilteknum takmörkunum, enda yrði ekki séð að samningsaðilar yrðu fyrir tjóni ef þær yrðu gerðar opinberar. Þegar úrskurðurinn lá fyrir reyndu bæjaryfirvöld að fá réttaráhrifunum frestað m.a. svo þau gætu látið reyna á málið fyrir dómi. Guðmundur Rúnar Árnason, sem lét af störfum sem bæjarstjóri í Hafnarfirði í sumar, brást þó við úr- skurðinum af æðruleysi. „Í úrskurð- inum eru tilteknir ákveðnir hlutir sem ekki verða gefnir upp, eins og vaxtakjörin og fleira í þeim dúr, en það eru akkúrat hlutirnir sem kraf- ist var leyndar út af. Það sem okkur ber að afhenda er í sjálfu sér nokk- urn veginn það sem hefur verið upp- lýst og hefur verið á borðinu alveg frá upphafi,“ sagði hann í samtali við Morgunblaðið á miðvikudag. „... m.a. að veði óseldar lóðir“ Upplýsingar um samninginn hafa þó síður en svo legið á lausu. Þegar fyrst var greint frá samn- ingi Hafnarfjarðar um endurfjár- mögnun skulda upp á um 13 millj- arða króna sem stofnað var til við Depfa-bankann 15. desember 2011 kom fram í tilkynningu frá bænum að bærinn legði „m.a. að veði óseld- ar lóðir“. Samningurinn væri til fjögurra ára með afborgunum á þriggja mánaða fresti og að samn- ingurinn væri hagstæður fyrir báða aðila. Frekari upplýsingar um innihald samningsins, s.s. um vaxtakjör, fengust ekki en ítrekað kom fram að trúnaðarákvæðin væru að kröfu lán- veitandans en í óþökk bæjarins. Morgunblaðið hafði í desember fengið heimildir fyrir því að á loka- spretti samningaviðræðna hefði verið rætt um að stærstur hluti söluverðs lóðanna rynni beint til bankans, þeg- ar við sölu, sem fyrirframgreiðsla á láninu. Í viðtali 22. desember 2011 var Guðmundur Rúnar spurður um þetta. „Ég ætla ekki að ræða það við þig. Það er hluti af því sem er bundið trúnaði,“ var svar hans. Hann vildi reyndar ekki heldur ræða um hvort einhverjum kvöðum vegna samnings- ins hefði verið þinglýst á lóðirnar. Þinglýst leyndarmál Morgunblaðið aflaði sér upplýs- inga hjá sýslumanninum í Hafnarfirði þennan sama dag um hvaða þinglýst- ar kvaðir væru á óseldu lóðunum en slíkar upplýsingar eru opinberar. Þá kom fyrst í ljós hvað hafði verið veð- sett auk lóðanna, það er að segja hlut- ur bæjarins í HS veitum og skuldabréf Magma Energy Sweden. Með birtingu skilmálaskjals samn- ingsins, í kjölfar úrskurðar úrskurð- arnefndar í upplýsingamálum, voru síðan enn fleiri staðreyndir um samn- inginn leiddar fram í dagsljósið, þó svo að nefndin hefði fallist á að upplýs- ingar um vaxtakjör yrðu afmáðar. Í skjalinu kemur t.d. fram að 90% af söluverði lóða renni til að greiða af lán- inu fyrirfram og að nýi lánasamning- urinn sé allur í evrum en ekki nokkr- um myntum, eins og eldri lánasamningar. Ferillinn sem lauk með því að skil- málaskjalið var gert opinbert var langur. Íbúi í Hafnarfirði, Jón Arnar Guð- mundsson, óskaði eftir aðgangi að skilmálaskjalinu og fleiri upplýsingum um lánið 9. desember 2011. Hafnar- fjarðarbær synjaði beiðninni en eftir að hafa fengið andmæli og svör á báða bóga kvað úrskurðarnefnd í upplýs- ingamálum upp úrskurð sinn í byrjun júlí. Hafnarfjarðarbær svaraði úr- skurðinum með kröfu um frestun rétt- aráhrifa, þ.e. að bærinn þyrfti ekki að afhenda gögnin. Rökin voru annars vegar þau að bærinn ætlaði að láta reyna á niðurstöðu og rökstuðning úr- skurðarnefndarinnar fyrir dómi og hins vegar að Depfa-bankanum hefði ekki verið gefið tækifæri til að koma sínum málsástæðum að. Þessum máls- ástæðum hafnaði nefndin í lok júlí. Rétt er að taka fram að skuldin, skv. samningnum í desember 2011, er í raun ekki við Depfa-bankann heldur frá FMS Wertmanagement sem er þýsk ríkisstofnun. Þýska ríkið yfirtók þýskan banka sem átti Depfa bankann og lánin þar með. Skuld Hafnarfjarðar er meðal eigna Depfa sem voru settar yfir í FMS. Árétting um 90 prósentin Í Morgunblaðinu á miðvikudag var haft eftir Guðmundi Rúnari að það hefði legið fyrir frá upphafi að 90% söluverðsins myndu renna til bankans við sölu. Hann átti í raun við að frá upphafi hefði legið fyrir að bankinn ætti veð í lóðunum. Kvarnast úr leyndarhjúpi lánsins Morgunblaðið/Sigurgeir S. Veðsett Hafnarfjarðarbær tók umrædd lán á árunum 2000-2008 sem voru komin upp um 13 milljarða í fyrra. Féð var m.a. notað til að leggja götur og reisa ljósastaura í þessu hverfi við Vellina sem enn er tómt.  Lítið var látið uppi um efni lánasamnings Depfa og Hafnarfjarðar  Tók rúmlega hálft ár fyrir íbúa að fá skilmálabréf  Segir nú að upplýsingar í bréfinu hafi nokkurn veginn verið á borðinu frá upphafi Valdimar Svavarsson, oddviti sjálfstæðimanna í bæjarstjórn Hafnar- fjarðar, segir að sjálfstæðismenn hafi gert margvíslegar athugasemdir við Depfa-samninginn. Ekki dugi að líta til vaxtakjaranna, sem séu ekki endilega óhagstæð sem slík, heldur verði að horfa á aðra skilmála einn- ig, s.s. þunga endurgreiðslubyrði, það hversu samningstíminn sé stuttur og hversu lítið svigrúm bærinn hafi nú þegar söluverð allra lóða gangi strax upp í lánagreiðslur. Bærinn hefði átt að geta náð hagstæðari samningi úr því að hann gat lagt svo mikið að veði. Miklu hefði munað ef lánstíminn hefði verið lengri og endurgreiðslubyrðin léttari. Guðmundur Rúnar Árnason, fyrrum bæjarstjóri, segir að ýmsar leiðir hafi verið reyndar í samningaviðræðunum, m.a. sá möguleiki að borga hluta lánanna upp gegn því að heildarskuldin yrði lækkuð. Sú leið hafi reynst algjörlega ófær. Þá hafi tekist að lengja lánstímann, sem er fjögur ár, umfram það sem fyrst var rætt um. Hann segir að nú stefni í að þegar lánstímanum lýkur, 31. desember 2015, verði eftir um níu milljarða ein- greiðsla en viðsemjendur hefðu tekið ágætlega í þann möguleika að end- urfjármagna lánið þá, að hluta eða í heild. Aðstæður á lánamörkuðum og í þjóðfélaginu verði þá vonandi aðrar. Verður að líta á heildarmyndina SEGIR ALGJÖRLEGA ÓFÆRT AÐ LÆKKA HEILDARSKULDINA Valdimar Svavarsson, efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, situr ekki lengur í bæjarráði eða í um- hverfis- og framkvæmdaráði Hafn- arfjarðar eftir breytingar sem urðu á skipan í nefndir og ráð í júní. Hann er nú ekki aðalmaður í nokkurri nefnd eða ráði. Kosið er í þessi embætti árlega. Valdimar segir að ástæðan fyrir brotthvarfi sínu úr fyrrnefndum ráðum sé tímabundnar annir í starfi sem for- stöðumaður hjá verðbréfafyrirtækinu Virðingu. „Ég ætla að einbeita mér að störfum í bæjarstjórn og svo er ég varamaður í bæjarráði og get tekið sæti þar eftir þörfum.“ Hann situr einnig áfram í nokkrum starfshópum bæjarins. Valdimar bendir á að starf hans sé krefjandi og hann verði að sinna því vel en um leið muni hann gegna öllum skyldum sínum fyrir bæjarfélagið. Hann geti ekki eingöngu treyst á bæj- arfulltrúalaunin. Kristinn Andersen tók sæti Valdi- mars í bæjarráði og Kristinn Tóm- asson tók sæti í umhverfis- og fram- kvæmdaráði. Valdimar gerir ráð fyrir að taka aft- ur sæti í bæjarráði á næsta ári. Hann kveðst ekki hafa tekið neina ákvörðun um annað en að sækjast áfram eftir setu í bæjarstjórn. „En maður veit aldrei hvað tíminn ber í skauti sér og hvernig málin þróast.“ Aðspurður segir hann að sam- komulag sjálfstæðismanna í bæj- arstjórn hafi í megindráttum verið með ágætum. Lúðvík er fyrsti varamaður Guðmundur Rúnar Árnason mun væntanlega biðja um lausn frá störf- um 12. september. Hann er á leið til starfa í Malaví. Lúðvík Geirsson alþingismaður er fyrsti varamaður hans og í samtali við Morgunblaðið sagðist hann ekki gera ráð fyrir öðru en að taka sæti sem að- almaður. Hann myndi þó ekki sækj- ast eftir setu í mikilvægum nefndum. Hann benti á að það væri ekkert nýtt að þingmenn sætu jafnframt í bæj- arstjórn. Ekkert hefði verið rætt um hver tæki við sem forseti bæj- arstjórnar en Guðmundur Rúnar gegnir nú því embætti. Valdimar lætur af nefndarstörfum Lúðvík Geirsson Valdimar Svavarsson AF HVERJU EKKI AÐ FÁ MEIRA FYRIR MINNA? Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - 577 5177 - www.ofnasmidja.is Pípulagnahreinsir Perfect Jet Síuhreinsihaus Stuðningssæti U.V. Áburður fyrir lok Glasabakki Yfirborðshreinsir fyir skel FituhreinsirFroðueyðir Síuhreinsir 3499,- 1249,- 2899,- 2899,-2999,- 3299,- 3499,- 4499,- 1999,- *Öll verð eru m/vsk og birt án ábyrgðar Úrval fylgihluta fyrir heita potta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.