Morgunblaðið - 17.08.2012, Page 31

Morgunblaðið - 17.08.2012, Page 31
með öllum barna- og barnabarna- hópnum sínum af miklum áhuga. Takk fyrir allt sem þú hefur gefið af þér og kennt mér frá því ég kom í Staðarhól fyrst 16 ára stelpuskott og til síðasta dags. Þú sast ekki auðum höndum, saumaðir út og prjónaðir fram á síðustu stundu, ein jólin fengu öll barnabörnin ullarvettlinga frá ömmu sinni og það eru þó nokkur stykki. Mikið lærði ég af þér Binna mín t.d. í garðvinnu, þú sáðir fyrir sumar- og fjölærum blómum, end- urnýjaðir og færðir til og garður- inn var eitt blómahaf þar sem rað- að var saman tegundum af mikilli natni. Svona var með allt sem þú gerðir, það vafðist ekkert fyrir þér. Þú áttir söngva og sól í hjarta er signdi og fágaði viljans stál. Þeir þurftu ekki um kulda að kvarta, er kynni höfðu af þinni sál. (Grétar Fells.) Hvert sem leiðin þín liggur um lönd eða höf; berðu sérhverjum sumar og sólskin að gjöf. (Stephan G. Stephansson.) Takk fyrir allt elsku Binna mín, minning þín lifir. Þín tengdadóttir, Ásta. Elsku amma okkar hún Binna er farin. Það er tómlegt í sveitinni þó svo að húsið sé fullt af fólki. Það vantar ömmu í hornið í eldhúsinu, prjón- andi í stólnum í borðstofunni eða úti á palli í blómahafinu. Amma var sannkölluð ættmóðir. Hún átti 54 afkomendur, börn, barnabörn og barnabarnabörn fyrir utan tengdabörnin öll og hún fylgdist vel með öllu í þeirra leik og starfi- .Við erum óskaplega þakklát fyrir tímann með ömmu. Í tólf ár bjugg- um við í sama húsi og þvílík for- réttindi að hafa ömmu sína og afa á neðri hæðinni. Amma var alltaf til staðar fyrir okkur og hafði alltaf tíma fyrir barnabörnin sín. Þar voru bakaðar pönnukökur í tuga- tali og búrið og kistan alltaf full af heimabökuðu. Hún var ekki bara myndarleg í eldhúsinu hún amma heldur átti hún risastóran garð fullan af litríkum blómum. Hún sáði sjálf og hugsaði um plönturn- ar af natni og skreytti pallinn og garðinn. Amma var mikil handverks- kona. Hún saumaði út, prjónaði og málaði postulín og líklega eiga öll börnin, barnabörnin og lang- ömmubörnin að minnsta kosti einn eða tvo handgerða hluti frá ömmu. Það er okkur afskaplega dýrmætt í dag. Þetta gerði hún allt fram á síðasta dag og skildi eftir sig ull- arsokka í handtöskunni og glæsi- legan blómstrandi garð. Það var yndislegt að koma í sveitina á sumrin og sitja úti á palli með ömmu og spjalla um lífið og tilveruna og við munum sakna þess mikið. Síðustu ár hefur stór- fjölskyldan hist á Staðarhóli aðra helgina í ágúst og haldið lítið ætt- armót og nú er amma búin að tryggja að við munum áfram hitt- ast og gleðjast yfir lífinu. Núna reynum við að gleðjast saman yfir öllum fallegu minning- unum. Hún kenndi okkur að leggja kapal. Hún kenndi okkur að steikja kleinur. Hún hlustaði á okkur og hafði einlægan áhuga á því sem við gerðum og hrósaði þegar við átti. Og hún passaði að maður færi aldrei svangur – viltu ekki aðeins meira? Síðasta minn- ing okkar systkinanna er frá því í júlí þegar við komum í heimsókn og hún var að horfa á 101 Dalmat- íuhund. Við settumst niður og hlógum með henni í þann tæpa klukkutíma sem eftir var af mynd- inni. Dýramyndir voru í uppáhaldi hjá henni og þetta var yndislegt síðasta skipti með ömmu sinni. Hvíldu í friði, elsku amma, þín, Steinunn Erla, Alma Sigrún og Garðar Stefán Nikulás. Elsku besta amma. Það er sárt að þurfa að kveðja þig. Á stundum sem þessum eru allar góðu minn- ingarnar mikil huggun. Þú varst alltaf til staðar, Binna amma, tókst alltaf vel á móti okkur og gott að koma til þín. Við vorum ekki fyrr komin inn en búið var að hella upp á kaffi og draga fram kökur og kruðerí. Skipti þá engu á hvaða tíma sólahrings við vorum á ferð- inni. Sem krakkar eyddum við systur heilu sumrunum hjá ömmu og afa. Þegar þangað var komið vildi mað- ur helst ekki fara aftur heim og stundum var gripið til þess ráðs að fela sig, bara í von um að verða skilin eftir í sveitinni. Í hugum okkar systra var sveitin hjá afa og ömmu nákvæmlega eins og sveitabæir áttu að vera og engir bæir sem stóðust þann saman- burð. Staðarhóll var sko alvöru sveit.Alltaf var margt um manninn í sveitinni þegar við systur vorum börn og unglingar. Amma stóð þá vaktina í eldhúsinu og eldaði og bakaði í mannskapinn. Amma mið- aði ekki við einfaldar eða tvöfaldar uppskriftir í bakstrinum, hún tal- aði um hvað hún ætlaði að baka upp úr mörgum kílóum af hveiti enda engin smá framleiðsla í gangi þar á bæ. Hápunkturinn var svo þegar við fengum að vera með henni í bakstrinum. Svo var ekki leiðinlegt að geta laumast í búrið og náð sér í eitthvað góðgæti. Amma hafði unun af garðinum sínum. Blómagarðurinn var henn- ar líf og yndi. Hún talaði mikið um blómin sín og gat eitt löngum stundum í garðinum. Þar fékk maður líka að hjálpa til við að reyta arfa, slá og raka. Amma sagði alltaf það sem henni fannst beint við fólk. En hún meinti það alltaf vel og vildi alltaf öllum vel. Hún var einstaklega stolt af afkomendum sínum og tal- aði oft með stolti um dugnað þeirra í námi og starfi. Hún fór lands- hluta á milli til að mæta í útskrift- arveislur, skírnir, fermingar og aðra stórviðburði hjá afkomendun- um. Afkomendur ömmu og afa eru nú orðnir yfir 50 talsins. Amma var stolt af hópnum sínum og fylgdist ávallt vel með öllum. Hún hafði gaman af að fá fólkið sitt í heim- sókn. Ófá fjölskyldumótin hafa verið haldin í sveitinni þar sem stórfjölskyldan hefur komið sam- an og gert sér glaðan dag. Síðast komum við saman í fyrra í tilefni 80 ára afmæli ömmu. Amma hafði mjög gaman af og var hrókur alls fagnaðar. Amma var alltaf kát og einstak- lega lífsglöð. Hún var mikil fé- lagsvera og hún og afi einstaklega dugleg að mæta á ýmsa mannfagn- aði. Amma var líka mikil pæja í sér. Hún hafði sig alltaf til og vildi vera vel til fara. Hún hafði gaman af því að sýna manni ef hún hafði eignast eitthvað nýtt og vildi fá okkar álit. Stundum fékk maður að sjá heilu tískusýningarnar. Amma var umfram allt einstök kjarnakona, hún var dugleg og ósérhlífin, jákvæð og glaðlynd. Hún var yndisleg manneskja í alla staði. Sumrin í sveitinni hjá ömmu og afa mótuðu okkur mikið og er- um við systur ævinlega þakklátar fyrir þau og allar samverustund- irnar með ömmu í gegnum tíðina. Elsku afi, megi góðu minning- arnar lifa og góður guð styrkja þig í sorginni. Guðrún Ragna og Brynhildur Bertha. Elsku amma, það er erfitt að hugsa til þess að þú sért ekki leng- ur hér, erfitt að vita ekki af þér hjá afa í sveitinni, sem er okkur svo ótrúlega kær að orð fá því ekki lýst. En um leið og við skrifum þessi orð finnum við að þú ert hjá okkur og verður það alltaf. Það er ein tilfinning sem við fundum aldrei fyrir þegar við vor- um í sveitinni en það var svengd. Elsku amma, alltaf sástu til þess að við yrðum ekki svöng, enda nær alltaf til góðgæti og ef það var ekki til þá varstu ekki lengi að baka það eða elda. En ást og umhyggja er tilfinning sem við fundum alltaf fyrir, þú varst öllum svo góð, svo gott að tala við þig og ófeimin við að gefa góð ráð. Þessum spjöllum fylgdi svo oft stafli af pönnukökum eða nokkur spil af rommí. Það leið sjaldan sumar þar sem við fjölskyldan komum ekki í sveit- ina til ykkar afa, vorum svo montin að hafa smakkað ábrystir hjá þér og fá að mjólka kýrnar með afa. Leyfðum okkur meira að segja að skíra nokkra kálfa, hvort við sögð- um ykkur frá því er önnur saga. Að fá þig í heimsókn var líka alltaf jafn yndislegt, að stússast með þér og mömmu, fara í heimsóknir og bæjarferðir, kannski eitthvað sem er svo eðlilegt en okkur svo minn- isstætt. Blómaheiti finnst okkur við kunna óvenju vel en þegar við stóðum yfir blómabeðunum í fal- lega garðinum þínum voru tegund- irnar sem við kunnum ekki í meiri- hluta. Hann var svo yndislega fallegur, og sást vel að mikla vinnu hafði verið í hann lagt, eins og allt sem þú gerðir, hvort sem það var garðyrkja, handverk, ullarflík eða matseld. Fjarlægðin í sveitina gerði það að verkum að ferðirnar innihéldu alltaf mikla tilhlökkun og við vild- um að þær hefðu getað verið fleiri. En það var ekki fjöldinn sem skipti máli heldur hversu yndislegar þessar ferðir voru, og það eigum við þér að þakka. Þær eru svo endalaust margar minningarnar frá þér elsku amma, sem við eigum saman og þeim munum við aldrei gleyma. Þín, Gerður Halla, Jón Baldur, Hildur Erla og Ingibjörg Elín. Brynhildur Ragna, Binna systir mín, kvaddi þennan heim á frið- sælan og hljóðan hátt 10. ágúst sl. Þrátt fyrir vanheilsu undanfarið kom lát hennar á óvart. Hún, sem var alltaf svo galvösk og glöð, hvað sem á gekk. Hafði gengið í gegn- um margar hremmingar, krabba- mein, kransæðasjúkdóm, beinbrot og liðskipti. Alltaf reis hún upp og fór aftur að halda sér til. Þessi 10 barna móðir sem stýrði stóru sveitaheimili í áratugi, þar sem stundum dugði ekki minna en þrjú læri í sunnudagsmatinn og sem saumaði fötin á allan barnaskar- ann, auk allra annarra verka, hún lét aldrei sjá sig ótilhafða. Og svona til dægrastyttingar var blómagarðurinn, félagsstörfin og ferðalögin á seinni árum. Fyrir marga hefði þetta dugað í mörg ævistörf. Ég, sem langyngsta systkinið, naut mjög þessarar góðu systur, fyrst sem lítill óþekktarangi í umsjá systra minna í veikindafjar- veru móður okkar, síðar sem skólasveinn í MA. Hjá henni og hennar góða eiginmanni, Sigur- geiri Garðarssyni, dvaldi ég þrenn jól. Það verður seint fullþakkað. Heimili þeirra hjóna stóð opið þeg- ar á þurfti að halda. Þar lést faðir okkar, eftir skamma dvöl. Raunar bar andlát hans að á nánast sama hátt og á sama aldursári og Binnu. Í framhaldi af því átti móðir okkar skjól hjá þeim hjónum um hríð áð- ur en hún flutti á elliheimili. Og dóttir okkar dvaldi hjá þeim sum- arpart. Sem dæmi um hlýjuna og andblæinn hjá þeim hjónum að eitt sinn komum við til þeirra með börnin ung. Þegar við ferðbjugg- umst fundust dætur okkar hvergi. Þær höfðu falið sig og vildu alls ekki yfirgefa staðinn. Börnin finna vel hvar hlýjan og gæskan ráða ríkjum. Þegar haldið var ættarmót í byrjun júlí þá voru þau hjón að sjálfsögðu mætt þar, glöð og reif þó sjá mætti að nokkuð væri af systur minni dregið. En hún hélt reisn sinni óskertri. Þannig er gott að minnast þessarar kjarnakonu sem við kveðjum nú með söknuði en aragrúa góðra minninga. Kæri Sigurgeir og öll ykkar stóra fjölskylda, ykkar söknuður og missir er mikill en minningarn- ar lifa og gefa þeim sem yngri eru ómetanlega fyrirmynd. Megi almættið styrkja og styðja ykkur öll. Haraldur Finnsson.  Fleiri minningargreinar um Brynhildur Ragna Finns- dóttir bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2012 ✝ Sesselja fæddist22. desember 1924 í Efri- Úlfsstaðahjáleigu, síðar Sléttubóli, í Austur-Landeyjum. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Skógarbæ í Reykja- vík 7. ágúst 2012. Foreldrar Sess- elju voru Þórður Þorsteinsson f. 1883, d. 1970, og Ólöf Guðmunds- dóttir f. 1891, d. 1976. Eig- 1981 og Valgerður Þórðardóttir f. 1926, d. 2005. Eftirlifandi eru Þorsteinn Þórðarson f. 1929 og Guðlaug Þórðardóttir f. 1936. Börn Sesselju eru Guðrún Jóna Erlendsdóttir, f. 4.11. 1949, sem á tvö börn og eitt fósturbarn ásamt 3 barnabörnum og einu barna- barnabarni, Valgerður Erlends- dóttir, f. 13.2. 1952, sem á eitt barn og þrjú barnabörn, og Ólaf- ur Þór Erlendsson, f. 2.10. 1963, sem á fimm börn. Sesselja fór ung að heiman til að vinna við þjónustu og síðar verslunarstörf. Hún giftist eig- inmanni sínum Erlendi 14. maí 1949 og bjuggu þau saman í Reykjavík alla tíð. Útför Sesselju verður frá Fossvogskirkju í dag, föstudag- inn 17. ágúst 2012 kl. 13. inmaður Sesselju var Erlendur Jó- hann Jónsson fædd- ur 5. maí 1924 í Norðurgarði í Mýr- dal, sonur hjónanna Jóns Guðmunds- sonar og Guðrúnar Erlendsdóttur. Er- lendur lést 26. mars 2008. Sesselja var næstelst fimm systkina. Tvö þeirra eru látin, Guðmundur Þórðarson f. 1923, d. Við minnumst mömmu um- fram allt sem góðrar móður og húsmóður. Hún var alltaf til staðar og þrátt fyrir lítil efni, á stundum, var alltaf nægur og góður matur á borðum, alltaf hrein og hlý föt, alltaf skjól hjá henni. Henni féll aldrei verk úr hendi og allt sem hún gerði ein- kenndist af einlægri trú- mennsku, vandvirkni og sam- viskusemi. Hún ólst upp í sveit þar sem náttúran og veðuröflin mótuðu líf og afkomu. Á heimilinu var lögð áhersla á kristilega siðfræði með virðingu fyrir arfleifð okkar og sögu og íslenskri tungu. Þrátt fyrir lítil veraldleg efni bjuggu þau við andlegt ríkidæmi sem mótaði persónuleika hennar á já- kvæðan hátt og gerði henni kleift að gleðjast yfir litlu. Í þessum anda ól hún okkur upp og fyrir það erum við henni þakklát. Sextán ára fór hún að heiman til að vinna fyrir sér, við þjón- ustustörf á einkaheimilum, í mötuneyti Háskóla Íslands og síðar við verslunarstörf, uns hún giftist og gerðist heimavinnandi þar til við stálpuðumst. Þegar hún fór á eftirlaun gaf hún vinnu sína í Rauðakrossbúðinni á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, meðan heilsan leyfði. Mamma var afar handlagin. Hún saumaði og prjónaði föt á fjölskylduna, auk alls annars sem þurfti til heimilisins, og beitti þá oft meiri vandvirkni en þörf var á. Hún var afar fé- lagslynd og gestrisin og naut þess að taka á móti fólki með hlaðin borð af kræsingum við öll tækifæri. Hún hafði mikinn áhuga á mönnum og málefnum og bar einlæga virðingu fyrir þeim sem e.t.v. þóttu svolítið sér- stakir eða fóru ótroðnar slóðir. Margir þáðu kaffi, kleinur og spjall í eldhúskróknum hjá henni. Hún var mjög ljóðelsk og góð- ur hagyrðingur. Sem barn lærði hún Passíusálmana utan að og pabbi hennar kenndi þeim systk- inunum að yrkja og fékk þau til að kveðast á til að létta þeim vinnuna við heyskapinn. Frá unga aldri orti hún ógrynni ljóða og tækifærisvísna. Þrátt fyrir vandvirkni og fullkomna brag- fræði var hún feimin við að flagga þeim. Það sem ekki fór á afmæliskort eða í heillaóska- skeyti endaði því miður flest of- an í skúffu. Tafl og spilamennska voru líka stórt áhugamál hjá henni. Hún starfaði með Taflfélagi Reykjavíkur um árabil og var stofnfélagi Kvennadeildar þess. Hún spilaði félagsvist með átt- hagafélögum þeirra pabba og vann þá oft til verðlauna. Eins hafði hún yndi af söng þó hún syngi lítið sjálf, og tók virkan þátt í samkvæmislífi kóranna hans pabba, með fjáröflunar- bakstri og fleiru, og hafði ríka ánægju af ferðalögum, bæði inn- anlands og utan. Þrátt fyrir litla skólamenntun var hún stöðugt að afla sér fróð- leiks og lagði sig fram um, á full- orðinsárum, að bæta við kunn- áttu sína í erlendum tungumálum. Hún hafði brenn- andi áhuga á íslenskri tungu, notkun hennar og varðveislu, og tók virkan þátt í umfjöllun um ís- lenskt mál og var afar gagnrýnin ef hún taldi notkun þess ábóta- vant. Minningin um mömmu, sem var svo hæfileikarík, gefandi og full af orku, er sú sem sendur upp úr, þrátt fyrir erfið veikindi síðasta áratug ævi hennar. Með þessa mynd í huga og innilegu þakklæti kveðjum við hana á þessari stundu. Kærar þakkir fær starfsfólk Skógarbæjar fyrir stuðninginn sem hún fékk þar. Guðrún, Valgerður og Ólafur Þór. Elsku amma. Takk fyrir barnatrúna og að taka mig með í kirkju sérstak- lega á jólunum, yndisleg minn- ing, grænu baunirnar sem ég fékk að borða úr dósinni, dótið í skápnum í eldhúsinu og að hlusta og spjalla við mig eins og full- orðna þegar ég var barn. Nota- legar minningar frá barnaárun- um. Það var alltaf notalegt að koma til þín í Álfheimana og í sjoppuna og hreinsunina. Þegar ég bjó erlendis og var að rifja upp fólkið heima með dóttur minni talaði hún um langömmu sem gaf henni alltaf súkkulaði. Það er ekki að ástæðulausu sem sagt er að leiðin að hjarta mann- eskjunnar sé í gegnum magann. Ég man einmitt eftir gúllasi með gulrótum og kartöflumús. Nú ert þú laus við margra ára líkamlegar þjáningar og komin á betri stað. Elsku Guðrún, Gerður, Óli og fjölskyldur, guð veri með ykkur. Kveðja, Hólmfríður. Við frændsystkinin viljum kveðja þig elsku amma. Þú hefur gefið okkur ógrynni af góðum minningum og verið hin full- komna amma fyrir okkur öll. Alltaf þegar við komum í heim- sókn til ykkar afa fórum við beint í leikskápinn í eldhúsinu og öllum leikföngunum var dreift um eldhúsgólfið. Svo komst mað- ur upp á lagið með að borða ís- lenskan mat, fékk m.a. að smakka alls kyns furðuleg egg. Ekki má gleyma steinasafninu fræga úti á svölum, sem við öll höfðum svo gaman af. Þú kennd- ir okkur svo margt, gömul ís- lensk kvæði og að tefla og spila. Það var bara alltaf svo mikið æv- intýri að koma í heimsókn til ykkar, endalaust hægt að dunda sér og finna eitthvað skemmti- legt að gera. Þegar það kom að því, að þú fórst á Skógarbæ var heilsan far- in að gefa sig, en það breytti því ekki að þú varst alltaf sama glæsilega og umhyggjusama amma. Nú ertu komin til afa og færð loksins hvíldina eftir langa og erfiða sjúkdómslegu. Þakka þér fyrir allar góðu stundirnar og dýrmætar minn- ingar. Þú munt alltaf lifa í okkar hjörtum. Margrét, Sindri, Telma og Bjarki. Með þessum örfáu orðum vil ég minnast móðursystur minnar Sesselju Þórðardóttur eða Settu eins og við öll þekktum hana. Mínar fyrstu minningar um heimsóknir til Reykjavíkur tengjast allar Settu og Ella, fyrst á Mánagötunni og síðar í Álfheimunum, sem átti eftir að vera minn miðpunktur og griða- staður í höfuðborginni. Því til sönnunar er sú stað- reynd að eina strætisvagnaleiðin sem ég þekkti í Reykjavík fram á fullorðinsár var frá Álfheimun- um niður í miðbæ. Ég vil sér- staklega þakka þeim umburðar- lyndið og þolinmæðina þegar ég kom í helgarferðirnar frá Laug- arvatni til að kanna næturlíf borgarinnar og fékk að gista í stofunni hjá þeim, iðulega fram yfir hádegi og umbunað með veislumat. Setta var eftirminnileg kona, ákveðin og með sterkar skoðanir á mönnum og málefnum og gam- an að skiptast á skoðunum við hana þótt ekki værum við alltaf sammála. Því miður urðu samveru- stundirnar færri síðustu árin, en minningarnar lifa. Setta og Elli eru sterkir áhrifavaldar í lífi mínu og vil ég að leiðarlokum þakka þeim fyrir alla þeirra hjálpsemi og vináttu. Við Erna og fjölskylda vottum Guðrúnu, Valgerði, Ólafi og fjöl- skyldum þeirra okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Gunnar Guðnason. Nú hefur fermingarsystir mín Sesselja Þórðardóttir lokið göngu sinni hér á jörð. Við geng- um í sama barnaskóla í Austur- Landeyjum, en þar fæddumst við báðar og ólumst upp. Svo vildi til að seinna lágu leiðir okk- ar saman á ný, við bjuggum við sömu götu, Álfheimana, í mörg ár og dáðumst þar að fegurð landsins. Kvöldsólarlag hef ég hvergi séð fegurra en þar. Sesselja var gáfuð, vönduð kona. Hún vann úti hluta úr degi, en alltaf var fjölskyldan og heim- ilið efst í hennar huga. Það var gaman að skreppa yfir götuna til hennar og gott var kaffið sem hún bar á borð þegar við spjöll- uðum um landsins gagn og nauð- synjar. Hún var vel hagmælt og mjög fyndin. Stundum fléttuðust inn í samræðurnar ljóðagerð og oft flutu frá henni skemmtilegar vís- ur við ýmis tækifæri. Þegar þessi æskuvinkona mín varð sextug færði ég henni þessar vísur: Hrein er lund þín löngum munt þú sanna að ljós þú berð í mildum huga þínum. Aðalsmerki er það mætra manna að miklast ei en hygla vinum sínum. Vel sé þér mín velþenkjandi systir víxlunnar er 13 ára vorum. Mættu allir ættar þinnar kvistir ávallt ganga fast í þínum sporum. Ég votta afkomendum Sess- elju mína dýpstu samúð. Ingibjörg Björgvinsdóttir Sesselja Þórðardóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.