Morgunblaðið - 17.08.2012, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 17.08.2012, Blaðsíða 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2012 Leonard Cohen er þeirrarnáttúru búinn að getasannfært mann um aðhvert það orð sem hrýtur af hans vörum sé djúphugsuð speki. Sumpart er það vegna þess hve hann er hagmæltur, hversu lagið honum er að tvinna saman texta, en líka vegna þess að rödd hans er svo þrungin weltschmerz að maður fær tár í augum við það eitt að heyra hann bjóða góðan daginn, hvað þá er hann syngur um Suzanne Verdal og lætur sig dreyma um ástir þeirra í Montreal svo þekkt dæmi sé tekið. Það gefur augaleið að fáir fara í fötin hans Cohens og ekki annað hægt en taka ofan fyrir The Saints of Boogie Street (Boogiestreet á umslagi) fyrir að leggja heila plötu undir lögin hans Leonards. Sjálfsagt eru fjölmargar ástæður fyrir því að menn taka fyrir lög ann- arra tónlistarmanna, líklega jafn margar og flytjendurnir eru margir. Slíkt getur til að mynda verið góð leið til að vekja á sér athygli eða þakka fyrir innblástur eða vekja at- hygli á snilld. Hvað þessa plötu Boogiestreet-gengisins varðar gera þau engar stórbreytingar á lög- unum, en eðlilega breytir það nokkru að í stað þess að miðaldra raulari sé við hljóðnemann syngja þær tvær Esther og Soffía. Þær syngja báðar fallega, á stund- um of fallega, því flutningurinn verð- ur svo hnökralaus að textarnir missa inntak. Gott dæmi um það er lagið Joan of Arc, birting- armynd drama- drottningarinnar Cohens sjálfs með alla hans uppskrúfuðu til- gerð. Textinn segir frá því er Jó- hanna ræðir við eldinn sem brennir hana, trúir honum fyrir því að hún sé orðin leið á baráttunni, vildi heldur klæðast brúðarkjól en karlmanns- fötum, gefst semsé upp. Útsetning lagsins er reyndar afskaplega vel leyst, en svo hárómantísk og upphaf- in að uppgjöf Jóhönnu verður ótrú- verðug. Mun betur tekst til með Chelsea Hotel #2, enda ræður ein- faldleikinn ríkjum í því lagi og stíg- andin í fullkomnu jafnvægi. Stundum hægja þau á lögum og stundu flýta þau; Famous Blue Raincoat er þannig talsvert hraðara en upprunaleg útgáfa, þó ekki sé mikill hraði í því, en hraðinn skilar engu fyrir lagið, dregur ekkert nýtt fram í því. Hraðabreytingar eru alla jafna of dauflegar á skífunni, manni finnst sem allt sé á sama hraðanum, loðmolluleg lullreið. Mikið hefði nú verið gaman ef slegið hefði verið í klárinn og hleypt á skeið, til dæmis í So Long Marianne því þó þar sé smá fjör hefði það mátt vera mun meira. Að sama skapi hefði mátt hægja mun meira á If It Be Thy Will til að leyfa laglínunni njóta sín enn betur. Lullreið með Leonard Leonard Cohen Covered by The Saints of Boogiestreet bbmnn Hljómsveitin The Saints of Boogie Street flytur lög Leonards Cohens. Hljómsveitina skipa Kristinn Einarsson, Ingólfur Sigurðsson, Ólafur Þór Krist- jánsson, Pétur V. Pétursson, Esther Jök- ulsdóttir og Soffía Karlsdóttir. ÁRNI MATTHÍASSON TÓNLIST Stórsveit Reykjavíkur mun kl. 12 í dag flytja inn í Hörpu með form- legum hætti. Sveitin ætlar að mars- era frá Hörputorgi inn í tónlistar- húsið og upp á aðra hæð, í sk. Hörpuhorn. Þar mun forstjóri Hörpu, Halldór Guðmundsson, flytja ávarp og að því loknu rita undir samning ásamt Sigurði Flosa- syni, saxófónleikara og formanni stjórnar stórsveitarinnar og Stein- unni Birnu Ragnarsdóttur, tónlist- arstjóra Hörpu. Stórsveit Reykjavíkur var stofn- uð í febrúar árið 1992 og var að- alhvatamaðurinn að stofnun henn- ar Sæbjörn Jónsson og var hann aðalstjórnandi hennar til ársins 2000. Frá því ári hefur hljómsveitin starfað án fasts aðalstjórnanda en fengið til liðs við sig fjölmarga inn- lenda og erlenda stjórnendur, að því er fram kemur í tilkynningu. Af einstökum stjórnendum má nefna Mariu Schneider, Frank Foster, Bob Mintzer og Bill Holman. Flutningar Stórsveit Reykjavíkur flytur inn í tónlistarhúsið Hörpu í dag. Stórsveit Reykjavíkur flytur inn í Hörpu CHRONOGRAPH 3700-31 FRUMSÝNING 20. OKTÓBER KL. 20 2. sýn: Föstudaginn 26. október 3. sýn: Laugardaginn 27. október 4. sýn: Sunnudaginn 4. nóvember 5. sýn: Laugardaginn 10. nóvember 6. sýn: Laugardaginn 17. nóvember Miðasala í Hörpu og á www.harpa.is - sími 528 5050 - midasala@harpa.is WWW.OPERA.IS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.