Morgunblaðið - 17.08.2012, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.08.2012, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2012 Lyftarar og staflarar í yfir 600 útgáfum EINSTAKT - hillulyftari sem getur líka unnið úti ▪ Rafdrifnir brettatjakkar með eða án palls. Allt að 5.350 mm lyftihæð og 3.000 kg lyftigeta ▪ Tínslu- og þrönggangalyftarar með allt að 14.250 mm lyftihæð ▪ Rafmagns- og dísellyftarar með allt að 9.000 kg lyftigetu ▪ Hillulyftarar með allt að 12.020 mm lyftihæð STUTTAR FRÉTTIR ● Stjórnmálamenn þurfa að vara sig á því að yfirbjóða ekki hver annan þegar kemur að fjárlagagerð kosningaársins 2013 og ganga greiðlega fram við að borga niður skuldir ríkisins sem fyrst, enda er það lykilforsenda þess að hægt sé að afnema gjaldeyrishöftin. Þetta segir í markaðspunktum Arion banka. Greiðsluuppgjör ríkissjóðs á fyrri helm- ingi ársins gefi tilefni til hóflegrar bjart- sýni; niðurstaðan sé betri en í áætl- unum og minni halli á handbæru fé frá rekstri. Er ítrekuð nauðsyn þess að safna upp tekjuafgangi svo hægt sé að greiða niður skuldir en 1 af hverjum 6 krónum ríkissjóðs fer í vaxtagjöld. Vara við yfirboðum ● Seðlabankinn mun halda stýrivöxtum sínum óbreyttum á vaxtaákvörð- unarfundi bankans hinn 22. ágúst næstkomandi, að mati Greiningar Ís- landsbanka og ráðgjafar- og greininga- fyrirtækisins IFS. Þróun helstu hagvísa undanfarnar vikur, ásamt því sem fram kemur í fundarferð peningastefnu- nefndar í lok júnímánaðar, gefur til kynna að slaki peningastefnunnar sé horfinn og virkir raunstýrivextir séu nú jákvæðir um 0,57%. Verðhjöðnun var einnig meiri í júlí en reiknað var með. Íslandsbanki og IFS spá óbreyttum stýrivöxtum Bandarísk yfirvöld hafa stefnt sjö bönkum, meðal annars bresku bönk- unum HSBC og Royal Bank of Scot- land, vegna Libor-vaxtasvindlsins. Yfirmenn bankanna verða yfirheyrð- ir á næstunni af embætti saksóknara í New York ríki og Connecticut, að því er fram kemur í frétt Breska rík- isútvarpsins (BBC). Í kjölfar yfir- heyrslna og gagnaupplýsinga munu yfirvöld taka ákvörðun um hvort rétt sé að ákæra bankanna fyrir glæp- samlegt athæfi. Aðrir bankar sem verða boðaðir í yfirheyrslur eru Barclays, Citigro- up, Deutsche Bank, JPMorgan og UBS. Í frétt Daily Telegraph er haft eftir einum sérfræðingi að það hafi komið á óvart að öllum bönkunum hafi verið stefnt samtímis. Rannsóknin byggist á grun um að minnsta kosti einn bankanna hafi átt í samstarfi við breska bankann Barclays, sem var sektaður nýverið um 290 milljónir punda fyrir að hafa beitt ólögmætum aðferðum við að hafa áhrif á Libor millibankavexti. hordur@mbl.is AFP Kauphöll Libor-vaxtasvindlið teygir anga sína víða og liggja fjölmargir bankar undir grun um að hafa átt í samstarfi við Barclays í Bretlandi. Bönkum stefnt vegna vaxtasvindls  Bandarísk yfirvöld stefna 7 bönkum bréfin. Og því er erfiðara að fá lán fyrir hlutabréfakaupum í Össuri. Þetta þýðir að ekki býðst að fjár- festa fyrir lánsfé í færeysku félögun- um í Kauphöllinni ásamt Hampiðj- unni, HB Granda, Nýherja og Century Aluminum Company. Í Kauphöllinni eru fá félög og um- fang viðskiptanna með bréfin eru alla jafna lítil. Það er því ekki stór hluti af hlutabréfakaupunum skuldsettur. Umfangið af skuldsettu kaupunum er ekki svipur hjá sjón miðað við hvern- ig þetta var fyrir hrun, segir miðlari. Það eru ansi margir fjárfestar t.d. brenndir eftir uppsveifluna. Stærstu eigendur fyrirtækjanna eru alla jafna lífeyrissjóðir og fjárfestingarsjóðir og þeir fjármagna þessar stöður sín- ar í nær öllum tilfellum með eigin fé. Lánskjörin eru, að sögn miðlara, um 2,5-3,5% ofan á daglánavexti Seðlabankans. Miðlari segir að það geri um 7,5%-8% óverðtryggða vexti, og annar nefnir að hlutabréfin þurfi því að hækka töluvert yfir árið svo að þetta borgi sig. Þeir segja að þessi lán geti gefið vel í aðra hönd fyrir banka, svo lengi sem skynsamlega sé að þeim staðið. Nokkur áhugi hefur myndast fyrir skuldsettum fjárfestingum í hluta- bréfum við skráningu félaga á hluta- bréfamarkað, t.d. Haga og Iceland- air. En aftur á móti var ekki mikið um það við skráningu fasteignafélagsins Regins, sem þýðir að menn hafa ekki þorað að veðja á að bréfin myndu hækka töluvert í kringum skrán- inguna. Raunar hafa menn einnig verið að slá lán til að fjárfesta í skuldabréfum, en mikil velta hefur verið á skulda- bréfamarkaðnum eftir hrun. Það er ódýrara að fjármagna skuldabréfin, en vextirnir eru um 1% ofan á grunn- vexti. Miðlarar segja að margir hafi fjárfest fyrir lánsfé í skuldabréfum eftir hrun. Árið 2010 töpuðu slíkir fjárfestar töluverðum fjárhæðum, eftir að Seðlabankinn tilkynnti um vaxtaákvörðun sem kom fjárfestum á óvart, fjárfestar töpuðu og bankarnir tóku bréfin til sín með veðkalli. Miðl- ari segir að ýmsir spákaupmenn hafi tekið sér frí eftir það og hafi ekki sést á markaðnum síðan. Hægt að slá lán til að kaupa í fjórum félögum í Kauphöll  Eftir hrun þurfti að leggja fram 50% eigið fé en hefur nú lækkað í um 25% Þvottur Fyrirtækjum fer fjölgandi í Kauphöllinni og því er ágætt að hún sé skínandi fín. Fjárfestar bíða eftir að Eimskip komi á markaðinn í haust – spennandi verður að sjá hvort margir spákaupmenn muni slá lán fyrir bréfum. Morgunblaðið/RAX Lán til hlutabréfakaupa » Hægt er að taka 75% lán til hlutabréfakaupa í fjórum fé- lögum í Kauphöll. » Fjárfestar verða að leggja fram tryggingar. » Þetta eru Icelandair, Marel, Reginn og Hagar. » Fjárfestar gátu tekið 50% lán eftir hrun en svo hefur eig- infjárframlagið lækkað í 25%. BAKSVIÐ Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Bankarnir lána enn til kaupa á hluta- bréfum í félögum í Kauphöllinni. Al- mennt þarf að leggja fram um 25% eigið fé til að taka lánin. Viðskiptavin- irnir verða að leggja fram tryggingar fyrir láninu, yfirleitt eru það pening- ar. Eftir bankahrun urðu fjárfestar að leggja fram um 50% eigið fé til að taka slík lán, svo lækkaði hlutfallið í 33% og fyrir ári bauðst fjárfestum að fjórfalda fjármuni sína til að fjárfesta í fjórum félögum í Kauphöllinni. Það eru því nokkur skráð félög sem ekki er hægt að slá lán í bönkum til að kaupa. Það eru einkum spákaup- menn, en ekki t.d. stofnanafjárfestar, sem kaupa hlutabréf með lánum en umfang slíkra viðskipta er ekki mik- ið, en hlutabréfamarkaðurinn er lítill. Stærstu eigendur félaganna, þ.e. lífeyrissjóðir og fjárfestingarsjóðir, eru yfirleitt ekki skuldsettir. Þetta segja verðbréfamiðlarar við Morgun- blaðið. Fyrirtækin sem auðveldast er að fá lán til að kaupa í eru Marel, Iceland- air, Hagar og Reginn. Það er vegna þess að mesta lífið er í viðskiptum með þau. Ef illa gengur og bréfin lækka á að vera tiltölulega auðvelt að selja bréfin. Össur er stórt félag í Kauphöllinni og ætti í ljósi þess að það er stórt arðbært alþjóðlegt félag, að vera töluverð viðskipti með það–- á íslenskan mælikvarða. Aftur á móti er félagið einnig skráð í dönsku kaup- höllina og viðskiptin hér eru í raun byggð á undanþágu. Það er til að mynda ekki viðskiptavakt með bréf- in, það tryggir enginn banki að það séu einhver lágmarksviðskipti með                                           !"# $% " &'( )* '$* ++,-.+ +./-,, +0+-1. +,-/23 01-14. +/-.43 +00-2 +-4++5 +.1-32 +25-,, +01-+ +..-24 +0+-23 +,-.1+ 01-++/ +/-,14 +00-/2 +-4+5 +.1-.. +2/-2 015-.45/ +01-3, +..-,+ +0+-/. +,-.4, 01-+/5 +/-,4/ +03-1. +-4012 +.+-20 +2/-.+ Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.