Morgunblaðið - 17.08.2012, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.08.2012, Blaðsíða 44
FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 230. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Hannes Smárason og Brynja … 2. Ógleymanleg augnablik … 3. Russell Crowe: Ísland rokkar 4. Fjögur vandræðaleg lógó »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Hljómsveitin Ljótu hálfvitarnir fagnar Menningarnótt um helgina með tvennum tónleikum, í kvöld og á morgun, á Café Rosenberg við Klapp- arstíg. Tónleikarnir hefjast klukkan 22 bæði kvöldin. Morgunblaðið/Kristinn Ljótir hálfvitar leika á Rosenberg  Guðrún Ósvíf- ursdóttir fær nú loksins að fara til útlanda. Sýningin Kjartan eða Bolli?, leikgerð Hallveigar Thor- lacius byggð á Laxdælu verður á dagskrá leik- húshátíðar 18. og 19. ágúst í Store Liane í Svíþjóð og á hátíð í Turku í Finnlandi í október. Sýningin var á fjölum Þjóðleikhússins á liðnu leikári. Guðrún Ósvífurs- dóttir fer loks utan  Hápunktur dagskrár Listasafns Reykjavíkur á Menningarnótt verður gjörningur spænska listamannsins Santiago Sierra í Hafn- arhúsinu kl. 20. Hann tilheyrir gjörningaröð Sierra, Destroyed Word, og felur í sér eyðileggingu ál- skúlptúrs sem myndar bók- stafinn L og er 3,6 metra hár. Bókstafurinn „L“ eyðilagður Á laugardag Austan og norðaustan 8-15 m/s, hvassast með SA- ströndinni. Skýjað N- og A-til og dálítil súld með ströndinni, en annars bjart með köflum. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á V-landi. Á sunnudag og mánudag Austanátt og dálítil væta S- og A-til. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Dálítil rigning eða súld S- og A-lands, en annars bjartviðri. Hiti 10 til 23 stig, hlýjast SV-til. VEÐUR Þór/KA vann gríðarlega mik- ilvægan sigur á Breiðabliki í Pepsideild kvenna í knatt- spyrnu í gærkvöld, 2:1, og er þar með komið með sex stiga forskot á toppi deild- arinnar þegar aðeins fjórar umferðir eru eftir. Liðinu dugar að vinna Aftureldingu og Selfoss á heimavelli og gera jafntefli við Fylki í loka- umferðinni til að koma Ís- landsbikarnum til Akureyrar í fyrsta sinn. »4 Fyrsti titillinn blasir við Þór/KA Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson er að gera góða hluti á golfmóti í Horsens í Danmörku sem er hluti af Áskorendamótaröðinni. Eftir tvo hringi er Birgir Leifur í fimmta sæti en hann er tveimur höggum undir parinu. »1 Góð spilamennska hjá Birgi Leifi Landsliðsmaðurinn Alfreð Finnboga- son skrifaði í gærkvöld undir samn- ing til þriggja ára við hollenska úr- valsdeildarliðið Heerenveen. Alfreð, sem hefur farið á kostum með sænsku meisturunum í Helsinborg, verður í læri hjá engum öðrum en Marco Van Basten, sem gerði garðinn frægan með hollenska landsliðinu, Ajax og AC Milan á árum áður. »1 Alfreð í læri hjá Van Basten hjá Heerenveen ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Guðrún Sóley Gestsdóttir gudrunsoley@mbl.is Áheitasöfnun vaskra hlaupara í Reykjavíkurmaraþoni er orðin að vinsælli hefð og drýgir framtakið sjóði góðgerðafélaga umtalsvert á ári hverju. „Alls eru 3.135 góð- gerðahlauparar búnir að skrá sig og við það bætast 19 boðhlaupslið sem einnig hlaupa til góðs,“ segir Gerður Þóra Björnsdóttir starfs- maður Reykjavíkurmaraþons. Þegar fréttin er skrifuð hafa safnast 28.628.926 krónur sem skiptast á milli 133 góðgerða- félaga, en á sama tíma í fyrra höfðu safnast 25.872.441 kr. „Við erum ánægð með þátttökuna og spennt fyrir hlaupinu,“ segir Gerður Þóra. Áheitasöfnunin stendur fram á mánudag og að sögn Gerðar standa vonir til þess að heildar- upphæð nái 40 milljónum. „Við búumst við að 40 milljónir muni safnast, en alls söfnuðust 43 millj- ónir í fyrra og þá var áheitasöfn- unin á svipuðu róli og í ár. Lang- mest kemur inn á lokasprettin- um,“ segir Gerður Þóra. Bætt forskráning Reykjavíkurmaraþon bauð upp á nýjung í greiðslufyrirkomulagi áheita í ár. „Nú var í fyrsta skipti hægt að millifæra áheit, en fyrri ár var bara hægt að borga með kreditkorti eða SMS-greiðslu. Núna ættu því allir að geta heitið á hlaupara,“ segir Gerður Þóra. Almenn þátttaka í hlaupinu er með besta móti í ár. „Meiri for- skráning er í ár en í fyrra, en nú hafa alls 10.358 manns skráð sig til leiks, en á sama tíma í fyrra höfðu 9.788 nýtt sér forskrán- inguna,“ segir Gerður Þóra en á hverju ári kjósa margir að skrá sig þegar nær dregur hlaupi. Þeim gefst kostur á að skrá sig á skráningarhátíð hlaupsins í dag milli kl. 10:00 og 19:00. Aldrei hafa fleiri útlendingar skráð sig til þátttöku. „Erlendir þátttakendur hafa aldrei verið fleiri en í ár þeg- ar skráðir eru 1.588 af 61 þjóð- erni. Aldrei hafa þátttakendur af jafn mörgum þjóðernum verið skráðir til leiks,“ segir Gerður Þóra. Met í þremur vegalengdum Fleiri met falla í ár. „Í mara- þon, hálft og 10 km eru þegar skráðir fleiri en tóku þátt í þeim vegalengdum í fyrra en þá var sett þátttökumet í þessum vega- lengdum,“ segir Gerður. Veðurspá fyrir keppnisdag er með besta móti og mun sólin skína á hlaupa- garpana ef spár rætast. Safna krónum í hverju skrefi  Áheitasöfnun í Reykjavíkurmara- þoni gengur vel Morgunblaðið/Sigurgeir S. Sprett úr spori Alls hafa 3.135 góðgerðahlauparar þegar skráð sig í Reykjavíkurmaraþon sem fram fer á morgun. Hver veit nema hlaupadrottningin sem brokkaði Ægisíðuna í gær hafi verið að undirbúa sig fyrir góðgerðahlaup. Eins og gefur að skilja eru góðgerðafélögin sem heit- ið er á hæstánægð með framlög góðgerðahlaup- aranna. „Félögin eru mjög sátt með framlögin og sækja í að vera með ár eftir ár. Mörg þeirra sýna ánægju sína í verki, ýmist með því að fylgjast með hlaupinu og hvetja þátttakendur eða senda þeim skilaboð á hlaupastyrkur.is,“ segir Gerður Þóra og bætir við að félögin sýni stuðning sinn með ýmsum hætti. „Eitt félag lét til að mynda framleiða sérmerkt buff fyrir sína hlaupara.“ Starfsfólk félaganna sýnir líka gjarnan metnað í hvatningarstörfum. „Oft mynd- ast mikil stemning innan hvers félags gagnvart því að hvetja sína hlaupara, og fjölmennir hópar starfsmanna mæta og hvetja þá áfram,“ segir Gerður. Félögin sýna þakklæti í verki HVETJA HLAUPARANA ÁFRAM Gerður Þóra Björnsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.