Morgunblaðið - 17.08.2012, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.08.2012, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2012 ✝ Ásta GuðbjörgHansen Scobie fæddist á Ökrum á Seltjarnarnesi hinn 27. maí 1930. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Sól- túni hinn 6. ágúst síðastliðinn. Foreldrar Ástu voru hjónin Stef- anía G. Hansen ætt- uð frá Hellissandi, fædd 3. desember 1900, d. 27. apríl 1986 og Ulrich Hansen blaðamaður og auglýsingastjóri á Vísi, fæddur 6. september 1902, d. 14. janúar 1938. Systk- ini: Adolf Hansen bryti, fæddur 18. september 1922, d. 14.3. 1972, kvæntur Ernu Sigurð- ardóttur, Ulrich Hansen sjómað- ur, fæddur 10. október 1925, d. 19.2. 1972, ókvæntur og barn- laus. Yngst var Guðbjörg S. Pet- ersen húsmóðir, fædd 29. júlí 1933, d. 12.3. 2000, gift Emil Petersen. Ásta giftist 2. ágúst 1947 Griffith David Scobie, f. í New York 5. mars 1926, d. 2. febrúar 1989. Börn Ástu og Griffith eru, 1) Stephanie, kennari f. í Banda- 15.11.1960, sambýliskona hans er Kristín Einarsdóttir f. 22. mai 1967, sonur Richards er Róbert Ingi f. 28. nóvember 1983, fóst- ursonur er Högni f. 3. mars 2004. 7) William f. 27. apríl 1962, sambýliskona hans er Daniela Zbikowska f. 14. júlí 1984, sonur Williams var Elís Philip f. 29. ap- ril 1990, d. 20. júní 2012. 8) Mar- ion f. 20. ágúst 1969 gift Tim Perkins sonur þeirra er Dean f. 10. september 2010. Ásta og Griffith eignuðust einnig soninn Richard Steven sem lést þriggja daga gamall árið 1949. Ásta lauk grunnskólanámi frá Austurbæjarskóla í Reykjavík. Lauk prófi með hæstu einkunn sem löggildur fasteignasali frá Merril Lynch í New York borg, þar sem fjölskyldan var lengi búsett. Ásta var lengst af hús- móðir enda í nægu að snúast með átta börn. Eftir að börnin komust á legg fór hún í nám og vann um tíma sem löggiltur fast- eignasali í Bandaríkjunum. Vegnaði henni mjög vel í starfi. Eftir að til Íslands var komið stóðu þau hjónin í veitinga- og verslunarrekstri, ásamt því að vera með heildsölu en síðustu starfsárin starfaði Ásta sem móttökuritari á Grensásdeild Landspítala. Útför Ástu fer fram frá Krist- kirkju Landakoti í dag, 17. ágúst 2012 og hefst athöfnin klukkan 13. ríkjunum 1. júní 1948, börn hennar og Péturs Axels Péturssonar eru Stefán fæddur 24. mars 1977, María fædd 21. maí 1979 og Ásta Soffía 21. ágúst 1981. 2) Ásta Denise f. 19. mars 1951, gift Sverri V. Bernhöft f. 29. október 1945, börn þeirra eru Vilhelm f. 11. ágúst 1974, Katrín f. 23. júní 1977 og Halldór Már Sverrisson 18. maí 1972. 3) Gayle f. 16. apríl 1952, börn hennar eru David f. 22. september 1975, Michelle Marie f. 9. nóvember 1986 og Alex f. 24. janúar 1989. 4) Griffith f. 6. júní 1954 kvæntur Önnu Egils- dóttir f. 16. júlí 1930, d. 30. jan- úar 2008. 5) Róbert f. 6. júní 1954 kvæntur Helenu Ósk- arsdóttur f. 21. júlí 1957 börn þeirra eru, Lydia Grace f. 16. nóvember 1993, Christopher Steven f. 4. maí 1995, Róbert á einnig Ástu Mörtu f. 26. sept- ember 1973, Madison Downing f. 2. júlí 1986 og Jac Stevenson f. 5. júní 1987. 6) Richard f. Ástkæra mamma. Þú varst ætíð til staðar gegnum súrt og sætt, þegar við fögnuðum eða grétum gafst ást og hlýju við hvert fótspor. Þú varst ætíð til staðar sýndir ást og umhyggju varst okkar trúnaðarvinur ástkær móðir og vinur við elskum þig og virðum. Við þökkum þér umhyggjuna hvernig sem viðraði gegnum vonbrigði, sorgir og gleði þú varst okkar akkeri við erum vængbrotin án þín. Þín verður sárt saknað af okkur sem eftir erum en fagnaðu í Paradís Í faðmi pabba og allra okkar ástkæra vina Ung, fögur og hamingjusöm. Við elskum þig, mamma. Stephanie Grace Scobie. Það er með sorg í hjarta að ég kveð þig, elsku mamma mín. Hornsteinninn í lífi okkar 8 barna þinna. Mamma var ein af glæsilegustu konum þessa lands og var eftir henni tekið alla tíð. Há, ljóshærð með blá augu, hún var þessi íslenska kona sem Pálmi Gunnarsson syngur um. Mamma var mjög skapgóð, hafði góða nærveru, leysti öll heimsins vandamál sem að sjálf- sögðu komu oft upp í stórfjöl- skyldunni og vinahópnum sem sóttu hana alla tíð heim. Það var aldrei lognmolla í kringum mömmu, enda nóg að snúast með 10 manna fjölskyldu. Mamma var þungamiðjan, sérstaklega eftir að pabbi dó, stóra og eina ástin í lífi hennar. Mamma var það sem kallað er í dag töffari, giftist 17 ára og fluttist til Ameríku og var þar í nokkur ár í það skiptið. Kom aftur 1953 með Tröllafossi þá 24 ára og búin að eiga 4 börn. Klæðaburður hennar frá því að ég man eftir mér var ljósbláar og hvítar gallabuxur og striga- skór. Ég nefni þetta sérstaklega hér, Því það voru ekki til galla- buxur og strigaskór á Íslandi þá. Mamma keyrði um á stórum amerískum bíl fullum af börn- um og tók ekki á móti kvört- unum. Þetta voru frábærar tímar og æskuminningar þar sem mömmur voru heimavinn- andi og öryggið alltaf til staðar. Mamma var alltaf ein af okk- ur þegar farið var í feluleiki, klukk eða eltingaleiki. Allt virtist léttara í þá daga. Ekkert sjónvarp var komið og fjölskyldan mikið saman. Takk fyrir skíðaferðirnar og útileig- urnar, þvílíkur dugnaður að undirbúa allan þennan mat og sjá til að allir hefðu allt sem til þyrfti til að gera ferðirnar sem skemmtilegastar. Mamma sagði að það hefði þurft einn bíl fyrir börnin og annan fyrir matinn. Það var alltaf mikið að gera í eldhúsinu, enda fyrir mörgum að sjá. Í þá daga var sunnudagurinn hátíðisdagur. Alltaf 2 lambalæri í ofninum og 5 kg af kartöflum sem voru músaðar ásamt græn- um baunum, rauðkáli og Royal- búðingur í eftirrétt í hádeginu eftir messu. Aldrei heyrði ég mömmu kvarta um sitt hlut- skipti. Seinna meir þegar við börnin urðum eldri fór mamma út í eig- in atvinnurekstur. Gekk henni mjög vel með allt sem hún tók sér fyrir hendur. Mömmu fannst mjög gaman að sölumennsku, hvort heldur sem það voru skartgripir, gja- favara eða fasteignir seinna meir í Ameríku. Mamma var ein af fjórum systkinum sem létust öll langt um aldur fram og saknaði hún þeirra sárt. Pabbi dó úr krabba- meini 62 ára árið 1989. Mamma lést á Sóltúni 6. ágúst sl. umvafin ást, kærleika og okkur börnunum sínum. Ég elska þig, mamma mín. Guð blessi þig og takk fyrir all- ar minningarnar og lífið. Þín einlæg dóttir, Ásta Denise. Elsku mamma mín. Ó, mamma mín, nú leiðir skilja að sinni, og sorgartárin falla mér á kinn, en hlýjan mild af heitri ástúð þinni, hún mýkir harm og sefar söknuðinn. Í mínum huga mynd þín skærast ljómar, og minningin í sálu fegurst ómar. Þú móðir kær þér aldrei skal ég gleyma, þinn andi fylgi mér á lífsins strönd. Ég vil í hjarta heilræðin þín geyma og halda fast í Drottins styrku hönd. Með huga klökkum kveð ég góða móður. Ó, mamma mín, þú lífs míns stærsti sjóður. (Árni Gunnlaugsson.) Þinn sonur, Robert. Nú líður að hausti. Sumarið hefur sannarlega skartað sínu fegursta í ár. Bjartir, sólríkir dagar, sumarnætur engu líkar og miðnætursól er sker í augun. Fegurð Íslands er engu lík á slíkum stundum. Á einum slík- um fallegum síðsumardegi kvaddi elsku Ásta umvafin kær- leika og ást barna sinna og hélt á braut á vit nýrra ævintýra. Starfi hennar meðal okkar var lokið og hennar vænst á öðrum og án efa betri stað. Sumarið hefur verið fjöl- skyldunni þungt. Nú á nokk- urra vikna tímabili hefur Guð kallað til sín tvær yndislegar sálir, sem yljuðu, nærðu og gáfu af sér til okkar hinna. Þakklæti er efst í huga. Sorgin er engu að síður yfirþyrmandi fyrir þá sem eftir sitja. Ég man þann dag er Richard kynnti mig fyrir Ástu móður sinni. Ég var búin að heyra af því að Ásta væri með eindæm- um beinskeytt kona og allsendis ófeimin við að láta í ljós álit sitt á mönnum og málefnum. Þó svo að ég væri fullorðin kona var ekki laust við að smáhnútur væri í maganum. Það var óþarfi því frá fyrsta handtaki varð okkur Ástu sérlega vel til vina. Heimsóknir í Fellsmúlann til Ástu urðu fljótt dagleg rútína og dáðist ég af þeirri samheldni, natni og tryggð sem börnin sýndu móður sinni. Það var gaman að setjast niður með henni við eldhúsborðið í Fells- múlanum, þiggja kaffisopa og heyra hana segja sögur af mönnum og málefnum og sann- arlega var það rétt, skoðanalaus var Ásta ekki. Ásta var fluggáfuð og bjó yfir mikilli kímnigáfu. Það var hrein unun að fara með þeim mæðg- inum í bíltúr, hvort heldur var út fyrir bæjarmörkin eða innan Reykjavíkur og heyra þau rifja upp gamlar stundir er tilheyrðu þeim stöðum er við heimsóttum. Högni litli naut góðs af því að kíkja í kaffi í Fellsmúlann. Með- an Ásta bjó þar dekraði hún við litla snáðann og smurði ofan í hann brauð með lifrarkæfu og gaf honum mjólk að drekka. Blíð stroka á kinn fylgdi ávallt með. Eftir að Ásta flutti á nýja heimilið sitt í Sóltúni var sama gestrisnin einkennandi, hún bar í mann kaffi meðan hún gat og spurði alltaf með blik í auga „Er strákurinn ekki með?“ Ásta var stórglæsileg kona og mikil reisn var yfir henni. Alltaf vildi hún vera vel til fara og enginn trúði því að þarna færi átta barna móðir um átt- rætt. Stundum fórum við í bæ- inn að kaupa föt saman og út að borða eða í kaffi á eftir, þær stundir er ég þakklát fyrir að hafa átt með henni. Ásta alltaf eins og ung stúlka há og grönn í fallegum gallabuxum og striga- skóm. Það var gaman að sjást með slíkri elegant konu. Elsku Ásta, takk fyrir að ala upp yndislegasta son í heimi og taka mér og mínum opnum örmum og bjóða mig velkomna í litríku fjölskylduna þína. Ég mun eins og ég lofaði þér passa vel upp á strákinn þinn. Far í Guðs friði, elsku Ásta, og við höldum spjalli okkar áfram síðar. Kristín Einarsdóttir. Elsku besta amma mín, Mig langar að þakka þér fyr- ir allt. Ég var alla tíð svo stolt að þú værir amma mín. Þegar ég var lítil fannst mér gaman að koma til ömmu og afa á Háaleitisbraut og fá ameríska samloku, sem uppi stóð af tveimur samlokubrauðum, majonesi, káli og tómötum. Síð- an var settur matarafgangur frá deginum áður á milli líka, kjöt, ostur, skinka, jafnvel kal- kúnafylling og sulta. Allar vin- konur mínar muna eftir því þeg- ar ég svo kenndi þeim að útbúa samlokur eins og amma og afi kenndu mér, eina ameríska. Ég var líka svo heppin að fá að vera hjá ykkur í nokkra daga í Torfufellinu þegar mamma og pabbi fóru til útlanda. Ég hef verið svona 10 ára og þá voru Marion, Richie og Willi ennþá heima. Þetta var um haust og ég fékk að fara með stóru frænku í skólann, en þá var Marion að byrja í FÁ. Mikið þótti mér þetta skemmtilegur tími að fá að vera hjá ykkur. Ég var svo á fullu að læra ensku þegar afi dó. Ég var 11 ára gömul og var að æfa mig til að tala við afa. Afi var svo sann- arlega stóra ástin í lífi þínu. Þú saknaðir hans mikið og sagðir mér oft sögur af því að þið hefð- uð þurft undanþágu frá forseta Íslands til að þið fengjuð að giftast, því þú varst bara 17 ára gömul. Þegar ég var svo að klára Landakotsskóla þá varst þú komin í rekstur á Kaffi Skeif- unni. Ég rölti oft við hjá þér amma mín eftir skóla og við spjölluðum um heima og geima og stundum gafstu mér ham- borgara og franskar. Þú varst sko lang flottasta amman og alltaf svo glæsileg. Á sunnudögum, sem alltaf var haldinn hátíðlegur, var farið í kirkju og síðan í kaffi til ömmu. Þú varst alltaf klettur- inn sem hélst fjölskyldunni vel saman. Það var gaman að koma í kaffi til þín í Fellsmúlann, hvort sem var á virkum degi eða á sunnudögum. Þú sagðir mér margar sögur af þér á yngri ár- um og uppáhalds sagan þín var þegar þú tókst fasteignasölu- prófið í Bandaríkjunum. Þú varst greinilega ánægð með það. Síðan þegar ég fór út hvattir þú mig mikið til að gera það sama, en ég fór í barþjóna- skóla í staðinn. Elsku amma mín, þú varst líka alltaf svo þakklát fyrir allt sem ég gerði fyrir þig. Ég man ekki hvað þú þakkaðir mér oft fyrir jólagjafirnar. Þú varst greinilega ánægð með mig eins og ég var með þig. Ég var vön að gefa þér eitthvað Herbalife dekur og þú varst dugleg að láta mig vita hvað væri að klár- ast í desember, s.s. hvað væri helst á óskalistanum fyrir jólin. Fyrir nærri tveimur árum síðan fluttir þú á Sóltún vegna Alzheimer sjúkdóms sem var farinn að hrjá þig. Þegar ég hitti þig á Sóltúni viku áður en þú kvaddir, þá sagðir þú við mig að þú værir búin að gleyma og værir ekki að átta þig á hver ég væri. Það er allt í lagi amma mín, ég vissi hver þú varst og þannig eru kynslóðirnar, við geymum minningarnar um þá sem eldri eru og komu og fóru á undan okkur. Elsku amma mín, ég þakka þér fyrir að vera besta amma mín, fyrir allar frábæru sam- verustundirnar okkar og fyrir allar þær minningar sem þú skilur eftir. Ég vil þakka þér fyrir að vera góð fyrirmynd og alla hvatninguna og allt hrósið í gegnum árin. Þín verður sárt saknað en minningin lifir. Katrín Eliza Bernhöft. Fyrstu minningar um Ástu móðursystur mína tengjast ár- unum í kringum 1960. Í minn- ingu barnsins var Ásta spenn- andi frænka sem hafði búið í útlöndum. Hún átti glæsilegan bandarískan eiginmann og óteljandi börn. Fjölskyldan bar af hvar sem hún kom. Í fá- breytileikanum í Reykjavík varð ekki hjá því komist að taka eftir sérstöðunni; falleg föt, tví- tyngd börn, öðruvísi jólahald og ekki síst heimili sem bar vott um menningu tveggja landa. Í þá daga var allt sem var út- lenskt mjög framandi, þá var ekki talað um menningu eða fjölmenningu, hvað þá að eitt- hvað sem væri erlent gæti auðgað fyrirliggjandi menn- ingu. Ég hef oft hugsað um það hvað Ásta frænka mín bjó yfir miklu hugrekki. Hún var aðeins sautján ára þegar hún fylgdi ást sinni til Bandaríkjanna. Eftir því sem tíminn leið áttaði ég mig á því að hugrekkið endur- speglaðist í öllum hennar gjörð- um og ákvörðunum. Hvað sem á bjátaði eygði hún nýja stöðu. Hún kom ávallt auga á nýja möguleika, ný tækifæri. Breyt- ingarnar voru oftast háðar at- vinnumöguleikum á Íslandi eða í Bandaríkjunum. Fjölskyldan var nokkrum sinnum á faralds- fæti. Allar ákvarðanir voru teknar með hag fjölskyldunnar að leiðarljósi. En þegar börnin komust á legg settist hún alfar- ið að á Íslandi. Eftir því sem árin liðu kynnt- ist ég Ástu enn betur. Hún var frænkan sem sagði hlutina um- búðalaust, á skemmtilegan og glaðværan hátt. Hún var frænk- an sem geislaði af fegurð og glæsileika. Tveimur mánuðum áður en hún dó hélt vistmaður á Sóltúni því fram við mig að hún væri glæsilegasta konan á staðnum. Þrátt fyrir lasleika og minnisleysi tók Ásta frænka ávallt hlýlega og fallega á móti mér. Aðeins nokkrum vikum fyrir andlátið var hún á þönum að redda bollum, diskum og meðlæti til þess að taka vel á móti óvæntum gestum. Alltaf sama gestrisnin, hlýjan og fal- lega brosið. Það var auðséð á allri umgjörð að börn hennar gerðu allt til þess að móður þeirra liði sem best. Þrátt fyrir glæsileika, gleði og fegurð alla tíð fór Ásta ekki varhluta af sorgum og boðaföll- um lífsins. Hún var tæplega átta ára þegar faðir hennar lést. Báðir bræður hennar létust með nokkurra vikna millibili á besta aldri árið 1972. Eftir sér- hverja þolraun í lífsins ólgusjó stóð Ásta upp aftur og minnti á greinarnar sem bogna en brotna ekki. Þar er Ásta frænka mín fyrirmynd. Alltaf hófst lífið að nýju með öllum þeim mögu- leikum sem það hefur upp á að bjóða. Gleðin og trúin á lífið var í fyrirrúmi. Í mínum huga var Ásta fyrst og fremst móðir. Börnin átta eru löngu fullorðin og bera móður sinni gott vitni. Eftir að hafa litið á gamlar ljósmyndir sé ég Ástu frænku fyrir mér með börn á hnjánum: Í yndisleik vorsins milli blóma og runna situr ung móðir með barnið á hnjám sér andlit hennar sól bros hennar ylhlýir geislar Rafael í allri sinni dýrð Fegurð og góðvild þetta tvennt og eitt hvað er umkomulausara í rangsnúnum heimi Og þó mest af öllu og mun lifa allt (Snorri Hjartarson.) Minning um góða frænku lif- ir. Ég votta börnum Ástu og fjölskyldunni allri mína dýpstu samúð. Ásdís frænka. Ásta Guðbjörg Hansen Scobie ✝ Þökkum ykkur öllum sem sýnt hafa hlýhug og virðingu við andlát og útför FJÓLU ÞORSTEINSDÓTTUR frá Laufási, Vestmannaeyjum, áður til heimilis á Karfavogi 23. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki á hjúkrunardeild Hrafnistu í Reykjavík fyrir frábæra umönnun. Gísli Baldvin Björnsson, Lena Margrét Rist, Martha Clara Björnsson, Gunnar Már Hauksson, Ásta Kristín Björnsson, Sverrir Guðmundsson, barnabörn, langömmubörn og langalangömmubörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐNÝJAR MARGRÉTAR MAGNÚSDÓTTUR hjúkrunarkonu, Einilundi 8-F, Akureyri, sem lést miðvikudaginn 1. ágúst. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks lyflækningadeildar FSA. Jarðsett var í kyrrþey þriðjudaginn 14. ágúst. Ólöf Vala Valgarðsdóttir, Jónína Valgarðsdóttir, Sigurður P. Sigfússon, Margrét Ýr Valgarðsdóttir, Magnús B. Gunnlaugsson, ömmubörn og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.