Morgunblaðið - 17.08.2012, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.08.2012, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2012 ✝ Elín Reyn-isdóttir fædd- ist 6. apríl 1971 í Reykjavík. Hún andaðist á Land- spítalanum Foss- vogi 8. ágúst 2012. Foreldrar henn- ar voru Reynir Kjartansson f. 5. febrúar 1948 og María Ólafson f. 16. september 1948. Systir henn- ar var Þuríður Reynisdóttir f. 14. mars 1970 sem gift er Ágústi Guðmundssyni f. 7. nóvember 1964 og saman eiga þau dótturina Maríu Ágústsdóttur f. 9. apríl 2003. Bróðir hennar var Viðar Reynisson f. 16. júlí 1981, sambýliskona og barnsmóðir hans er Anna Lilja Másdóttir f. 8. mars 1983 og dóttir þeirra Guðrún Viðarsdóttir f. 24. mars 2011. Elín bjó í for- eldrahúsum til 25 ára aldurs, þá flutti hún í sam- býlið Mururima 4, Reykjavík. Hún stundaði nám í Öskjuhlíðarskóla og að skólagöngu lokinni hóf hún störf í Bjarkarási. Elín var meðlimur í Perlufestinni sem er áhugafélag um leiklist er hittist vikulega auk þess fé- lagið skipuleggur leik- húsferðir. Einnig stundaði El- ín tónlistarnám. Önnur áhugamál Elínar voru m.a. að teikna, sund, handbolti, göngu-, kaffihúsa- og bíóferð- ir. Útför Elínar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, föstu- daginn 17. ágúst 2012 kl. 15. „Ég heiti Elín Reynisdóttir og ég er heima hjá mér núna.“ Svona hófust nær öll símtöl okkar systkinanna. Á eftir stakk Elín upp á því að ég kíkti í heimsókn, að við færum í sund eða í bíó. Gæti ég ekki orðið við því fylgdi því svo mikið sam- viskubit að ekki leið á löngu þangað til við gerðum eitthvað skemmtilegt saman. Þessar stundir voru ómetanlegar. Það þurfti svo lítið til að gleðja syst- ur mína og hún gaf svo miklu meira af sér í staðinn. Nokkrir tússpennar, ein heimsókn eða dálítið grín, uppskar svo mikla gleði, svo stórt bros eða inni- legan hlátur að það bræddi hjörtu allra sem sáu. Elín var mér svo mikið meira en stóra systir. Eftir á að hyggja hefur hún haft nokkuð til síns máls þegar hún kynnti mig ýmist sem vin sinn eða stóra bróður, þótt ég hafi örugglega alltaf leiðrétt hana. Áður fyrr, þegar ég hugsaði út í tilganginn með þessu jarðlífi, komst ég alltaf að þeirri nið- urstöðu að minn tilgangur væri að gleðja systur mína sem ég kveð nú með miklum trega. Á þessari stundu finn ég fyr- ir miklu þakklæti. Ég er þakk- látur fyrir að hafa eignast syst- ur sem ég lærði svo margt af og fyrir að eiga fjölskyldu sem hef- ur kennt mér hvernig eigi að koma fram við þá sem eru öðru- vísi. Án góðrar leiðsagnar fjöl- skyldu minnar hefði samband okkar Elínar örugglega orðið minna. Ég er þakklátur fyrir að vera nú kominn með eigin fjöl- skyldu; án hennar hefði fráfall systur minnar eflaust orðið enn þungbærara. Síðast en ekki síst er ég þakklátur fyrir að Elín hafi fæðst inn í góða fjölskyldu í velferðarþjóðfélagi sem allir Íslendingar ættu að kunna að meta. Núverandi og fyrrverandi starfsfólki í Mururima og Bjarkarási, ættingjum, vinum og öllum þeim sem lögðu sig fram við að gera líf systur minnar innihaldsríkara vil ég þakka frá mínum dýpstu hjarta- rótum fyrir allt sem þið gerðuð fyrir Elínu, sem og okkur fjöl- skyldu hennar. Elín, elsku systir mín, takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér. Viðar Reynisson. Þakklæti er mér efst í huga á þessari stundu, nú þegar Elín systir hefur kvatt þetta líf. Þakklæti fyrir að hafa átt hana að, þakklæti fyrir að hún skyldi hafa fæðst inn í ástríka og um- hyggjusama fjölskyldu, þakk- læti fyrir að hún hafi fæðst á Íslandi þar sem þeim sem eru fatlaðir eða á annan hátt geta ekki séð um sig sjálfir er hjálp- að, þakklæti fyrir það ósér- hlífna starf sem starfsfólk Mururima, Bjarkaráss og allir aðrir þeir sem komu að umönn- un Elínar sýndu og þakklæti til allra minna vina og ættingja sem hafa stutt okkur í gegnum tíðina. Í samfélagi eins og við búum í í dag fer oft lítið fyrir já- kvæðri umræðu um það sem vel er gert. Umræðan um velferð- arkerfið byggist oft á tíðum á neikvæðu þvargi sem byggt er á misskilningi. Reynsla mín og fjölskyldu minnar af því að ala upp og sjá fyrir fötluðum einstaklingi hef- ur oft verið erfið en sú aðstoð og umhyggja sem Elín fékk frá starfsfólki Mururima og Bjark- aráss skapaði lífsgæði fyrir hana sem voru langt umfram það sem hægt hefði verið að dreyma um. Allt það góða fólk sem hefur komið við sögu í lífi Elínar gerði henni lífið svo miklu auðveldara og velferðar- kerfi okkar skapaði henni eins gott líf og hugsast gat. Elín skilur eftir sig stórt skarð í okkar fjölskyldu og á án efa stærstan þátt í því hvað við höfum verið samrýmd. Líf okk- ar sem eftir erum verður sann- arlega breytt nú þegar hún hef- ur kvatt, en minningin um hina fallegu, björtu og glaðbeittu El- ínu mun lifa í hjörtum okkar og allar þær yndislegu stundir sem við áttum með henni. Með tár í augum og miklum söknuði kveð ég Elínu systur sem gaf mér svo óendanlega margt. Þuríður Reynisdóttir. Elsku Elín okkar, það er með öllu óskiljanlegt að þú sért farin frá okkur. Yfir Mururima ríkir nú mikil sorg en jafnframt er svo stutt í þakklætið og gleðina. Því gleðin og hláturinn var það sem einkenndi þig einna mest og þinn einstaki hæfileiki til að láta öllum líða vel og finnast þeir velkomnir. Við erum svo þakklát fyrir að hafa kynnst þér, og ekki síður fjölskyldu þinni. Þú kenndir okkur að lífið er yndislegt og það er gjöf sem ber að virða og draga lærdóm af. Lífið er ekki alltaf dans á rósum og sýndir þú okkur með einstakri visku þinni hvernig er hægt að styrkjast og dafna á erfiðum tímum, ekki síður en þeim góðu. Á þessum erfiða tíma er án efa dýrmætasti lær- dómurinn að njóta líðandi stundar og vera þakklátur fyrir fjölskyldu og vini. Þakklátust erum við þó fyrir vináttu þína. Það var hægt að koma í húsið og finnast maður hafa allan heiminn á herðum sér en innan örfárra mínútna með þér, var allt volæðið úr sögunni. Þannig voru áhrif þín á annað fólk. Það var ekki ann- að hægt en að gleðjast í kring- um þig. Þú varst einstök, þú varst vinkona okkar og við munum sakna þín sárt. Á sjúkrahúsinu lék öllum for- vitni á að vita hver þessi fallega kona var og kom það meðal annars í okkar hlut að minnast þín. Það gefur okkur mikið nú í dag að hafa fengið tækifæri til að rifja upp hversu frábær þú varst, skemmtileg og fyndin. Svo varstu líka svo blíð og góð. Nú farin ertu frá okkur, elsku vinkona, og munum við minnast þín hvert með okkar hætti. Sumir fyrir dansspor þín á böllum, aðrir fyrir ógleyman- legar stundir í ferðalögum. Og enn aðrir fyrir brosið og fallegu augun þín. Eitt veit ég þó að við munum öll geyma þig á sama stað í hjarta okkar. Kæri vinur vertu áfram þú sjálfur þú ert vinur minn og sannur vinur vegna þess að þú ert þú sjálfur vináttan felst í því að vera sannur þú ert sannur og þess vegna ertu vinur minn ég met það miklis að eiga þig sem vin þú ert vinur minn að eilífu ekkert getur breytt því því að þú ert þú sjálfur og munt vera það vinur minn kæri vinur mér þykir vænt um þig farðu því vel með þig. (Júl. Júl.) Þetta ljóð á svo vel við um þig, því þú varst alltaf sönn og sannur vinur. Af því drögum við mikinn lærdóm og erum fyrir vikið betri manneskjur. Takk, elsku besta vinkona. F.h. vina þinna í Mururima, Þórey og Harpa Maria. Aldrei kom mér það til hugar að ég myndi skrifa minning- argrein um systkinabarn mitt, nú er komið að því. Systurdóttur mín hún Elín Reynisdóttir lést á Landspítal- anum hinn 8. ágúst síðastliðinn eftir mikil veikindi. Á svona stundu lítur maður yfir þann tíma sem við áttum saman. Það virðist ótrúlega stutt síð- an ég var að passa þær þá litlu nú stóru frænkur mínar Þurý og Elínu en það tilheyrir því að vera litli bróðir að passa fyrir stóru systur. Það var ekki mik- ið vandamál að passa, þær fóru að sofa á næstum réttum tíma, síðan horfðum við páfagaukur- inn þeirra á sjónvarpið með popp og nammi þangað til að stóra systir mín María og Reynir maður hennar komu heim. Þegar maður hugsar um El- ínu eru það nokkrir þættir sem koma upp í hugann, þar er helst að nefna hvað hún hafði smit- andi hlátur og það var stutt í húmorinn og gleðina, sem dæmi þegar hún dansaði eins og meistari á fjölskyldumóti okkar fyrir nokkrum árum eða þegar hún hélt upp á 40 ára afmæli sitt með stæl. Einnig hvað hún gat dundað sér við að lita og mála hinar ýmsu myndir en þá hæfileika hafa nokkrir fleiri í fjölskyldunni sem dæmi amma hennar og ömmubróðir. Það var aðeins eitt mér vit- anlega sem Elín var aldrei sátt við en það eru gleraugu, nokkur gleraugu fengu að kynnast henni nánar og voru þau flest ekki notuð aftur af eigendum sínum. Þannig voru þeir sem notuðu gleraugu og þekktu El- ínu vanir að taka niður gler- augun þegar þeir voru nálægt henni til vonar og vara. Ég vona að hún fái núna sín eigin gleraugu og er ég viss um að hún tæki sig mjög vel út með þau. Við lærðum margt af kynn- um okkar við Elínu sérstaklega að meta það sem við höfum. Með þessum fátæklegu orðum viljum við fjölskyldan þakka El- ínu fyrir samfylgdina. Hugur okkar er hjá foreldr- um hennar Maríu og Reyni, systkinum Þurý og Viðari ásamt Ágústi, Önnu, Maríu og Guðrúnu. Fyrir hönd fjölskyldurnar Seljalandsveg 48, Ísafirði, Jóhann og Kolbrún. Elsku Elín mín, ég trúi því ekki að það sé komið að kveðju- stund. Mér þótti það svo sárt þegar pabbi sagði mér að þú værir búin að yfirgefa þessa jörð. Þegar ég hugsa um þig koma tár í augun en bros á var- irnar. Þú varst alltaf svo sæt og fín þegar við hittumst, þar sem þú montaðir þig annaðhvort af nýlökkuðum nöglum eða nýrri klippingu. Ég mun aldrei gleyma ferð okkar saman til Benidorm með mæðrum okkar. Þar eyddum við sólríkum dögum annaðhvort að moka sand á ströndinni eða teikna myndir á hótelsvölunum. Við vorum svo duglegar að í lok ferðarinnar vorum við búnar að þekja stofuvegginn af myndum. Myndirnar þínar voru svo glað- legar og litríkar sem lýsir þeirri fallegu sýn sem þú hafðir á heiminn. Elsku frænka mín, ég þakka þér fyrir allt sem þú gafst mér. Ég sendi fjölskyldu þinni mínar innilegustu samúðarkveðjur á þessum erfiðu tímum. Þín frænka, Katrín Þuríður. Elín Reynisdóttir eða Ella eins og hún var jafnan kölluð hefur nú kvatt þetta jarðlíf. Mig langar til að minnast hennar með nokkrum orðum og litlu ljóði, enda var hún ljóðelsk og alveg einstök gæðastúlka, sem skilur eftir sig hjartkærar minningar baðaðar birtu og yl. Ég kveð þig kæra vina mín og kankvíslega brosið þitt, og stjörnuskæru augun þín er hýrleg snertu hjarta mitt. Já þú varst gleðirík og góð á göngunni um jarðlífs braut. Nú hvílist þú við englaóð sem áttir skjól við móðurskaut. Mér finnst við hæf́að þakka þér þokkarós sem prýddir grund. Þín minning býr í brjósti mér og bjart er yfir hverri stund. (Ól. B. Ól.) Ég lít á það sem forréttindi að hafa verið tónmenntakennari Elínar heitinnar og þó vissulega sé mikil eftirsjá í henni léttir það tregann að rifja upp í hug- anum eftirminnileg atvik tengd samskiptunum við hana. Nán- ustu fjölskyldu Ellu sendi ég innilegar samúðarkveðjur, svo og öðrum ættingjum hennar- ,vinum og velunnurum. Drott- inn blessi ykkur öll. Ólafur Beinteinn Ólafsson. Hún kom oft í klippingu. Frænkan mín, svo einlæg bros- mild og blíð. Ekki margorð en stundum ótrúlega beinskeytt og markviss í svörum sínum. Að mála og teikna var hennar gleði, hún gat unað daglangt í heimi litanna. Hafði líka ákveð- inn smekk á fötum, vissi upp á hár hverju hún vildi klæðast. Var með þennan listræna þráð í sér. Fyrir nokkrum árum slóst ég í för með þeim mæðgum, þar sem við spókuðum okkur á sól- arströnd. Fyrir þær stundir þakka ég nú. Það skiptir oft sköpum í lífi fólks að eiga sterka og samheldna fjölskyldu, það var gæfa Elínar frænku minnar. Ég skal mála allan heiminn elsku mamma, eintómt sólskin, bjart og jafnt. Þó að dimmi að með daga kalda og skamma, dagar þínir verða ljósir allir samt. Litlu blómin, sem þig langar til að kaupa, skal ég lita hér á teikniblaðið mitt. Ég skal mála allan heiminn elsku mamma, svo alltaf skíni sól í húsið þitt. (Kristín Lilliendahl.) Þessi erindi hljóma í eyrum mér þegar ég kveð yndislegu hjartahreinu frænkuna mína. Borghildur (Bogga frænka). Kveðja frá Bjarkarási Það líður að hádegi í Stjörnu- grófinni. Inn í hús númer 9 gengur hávaxin, glæsileg kona. Hún staldrar við á ganginum og kallar svo allir heyra „Elín Reynisdóttir er komin“. Svona hófust allir vinnudagar Elínar. Elín Reynisdóttir hóf störf í Bjarkarási árið 1990. Hún starfaði við ýmsa pökkunar- vinnu, en mest gaman hafði hún af blaðapökkun. Henni þótti gott að hafa þennan rythma í lífinu og vildi helst ekki missa dag úr vinnu. Elín hafði gaman af allri til- breytingu og lék á als oddi ef eitthvað var um að vera. Hún hafði gaman af að dansa og þegar haldin voru böll dansaði hún manna mest. Henni þótti gaman að synda og meðan við höfðum sundlaug hér í Bjark- arási nýtti hún sér það vel. Þá var hún yfirleitt búin að ákveða fyrirfram hversu margar ferðir hún ætlaði að synda. Einnig hefur Elín verið dugleg að fara í gönguferðir um fagurt ná- grenni Bjarkaráss. Elín var félagslynd og naut sín í góðra vina hópi, hafði gam- an af að spjalla og gantast. Henni þótti vænt um vini sína og samstarfsfólk og var þeim eiginleikum gædd að eiga auð- velt með að samgleðjast þegar vel gekk og að sama skapi sýndi hún hluttekningu ef eitt- hvað bjátaði á. Hún hafði þroskaða sýn á lífið og tilveruna og fékk fólk oft til að hugsa á heimspekilegum nótum, eins og til dæmis „Hvað ef allir væru eins?“ Í dag er komið að kveðju- stund og eigum við hér í Bjark- arási eftir að sakna hennar mikið, því það er svo sannar- lega tómlegt án Elínar Reyn- isdóttur. En við erum rík að hafa fengið að kynnast ein- stakri konu og eiga með henni samleið öll þessi ár. Við þökk- um henni af heilum hug fyrir samstarfið og vináttuna. Maríu, Reyni, Þurý, Viðari og öðrum aðstandendum sendum við inni- legar samúðarkveðjur og biðj- um þeim Guðs blessunar. Kveðja frá öllum í Bjark- arási, Valgerður Unnardóttir og Þórhildur Garðarsdóttir. Elsku Elín er farin. Viðar mágur minn var ekki fyrr kominn inn í líf systur minnar fyrr en hann hafði kynnt okkur fyrir Elínu systur sinni, sem hann hafði í svo miklum metum. Það var ekki að ástæðulausu því lífsgleðin og fjörið geislaði af henni. Við eig- um svo margar dásamlegar minningar um hana. Það var sama hvort við stigum dans og sungum eða nutum einhvers góðgætis sem Viðar hafði til fyrir okkur, alltaf var Elín til í tuskið. Hún átti það til að benda manni á litlu hlutina sem gerðu lífið áhugavert. Eitt sinn kom hún í heimsókn og sá kan- ínulampa sem stóð í glugganum og spurði hvað kanínan héti. Ég sagði henni að ég hefði ekki gefið henni nafn og bauð Elínu að nefna hana. Eftir smá um- hugsunarfrest sagði hún: Sig- rún, kanínan á að heita Sigrún! Eftir það hefur lampinn gengið undir því nafni. Sigrún mun því alltaf minna mig á Elínu enda áttu þær það sameiginlegt að lýsa upp umhverfi sitt. Ég mun brosa og hugsa til hennar með hlýhug. Dauðinn dó, en lífið lifir, lífs og friðar sólin skær ljómar dauðadölum yfir, dauðinn oss ei grandað fær, lífið sanna sálum manna sigurskjöld mót dauða ljær. (Helgi Hálfdánarson.) Elsku María og Reynir, Þurí, Viðar og fjölskyldur ykkar, við samhryggjumst ykkur innilega. Minning Elínar lifir í hjörtum okkar og huga sem gleðigjafinn sem hún var. Vigdís Másdóttir og fjölskylda. Með þessum orðum langar mig til þess að minnast og kveðja góða vinkonu sem ég var svo heppin að fá að eiga mjög regluleg samskipti við í átta ár. Þrátt fyrir að samskiptin hafi verið minni undanfarin ár hef ég alltaf hugsað reglulega til þín og viljað fylgjast með því sem hefur verið að gerast í lífi þínu. Skyndilega er svo þessari ævigöngu lokið langt fyrir aldur fram. Ég man eftir því þegar ég sá þig fyrst. Þú varst í bláum gal- lasmekkbuxum og komst og spjallaðir við mig. Ég tók strax eftir því hvað þú varst einstak- lega glæsilega af guði gerð, há- vaxin, grönn, með fallegar hendur og fallegt andlit. Eftir örstutta snyrtingu gastu hæg- lega skellt þér í búning fegurð- ardrottningarinnar ef þú vildir. Ég man líka eftir þínum ein- staka húmor, eftir hlátrinum og léttleikanum. Þú varst að mínu mati tilfinningamikil kona með afar breitt og sterkt litróf á til- finningum þínum, hvort sem það var í gleði eða sorg. Á bak við glettnislegt brosið var oft að finna djúpar pælingar eins og það sem þú varst vön að segja: „Það geta ekki allir verið eins“! Í því er mikill sannleikur fólg- inn. Sem betur fer erum við hvert og eitt einstök sköpun og mikið væri nú lífið leiðinlegt og litlaust ef við værum öll eins. Ein af þeim minningum sem standa líka upp úr er ferðin sem við fórum, ég, Heiðar, þú og Mæja til Tenerife. Mikið skemmtum við okkur vel, nut- um þess að láta sólina dekra við okkur og borða góðan mat. Í þeirri ferð sá ég sérstaklega vel hversu einstök og órjúfanleg tengsl voru á milli þín og Mæju vinkonu þinnar. Elsku Elín mín. Nú er komið að leiðarlokum. Að minnsta kosti að sinni. Megi allir góðir englar gæta þín, lýsa þér og leiða þig á vegferð þinni áfram. Þú laukst þínu verkefni hér með prýði og getur eflaust not- ið ávaxtanna á þeim nýja stað sem þú heldur nú til. Ég er þess nokkuð viss að meðal þeirra sem taka á móti þér verður hún Sigga vinkona þín með útbreiddan faðminn og heilsar þér með ljómandi brosi. Elsku María, Reynir, Þurý, Viðar og aðrir ættingjar og vin- ir. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð við fráfall Elínar. Eftir situr skarð sem verður ekki fyllt öðru en litríkum og sterk- um minningum um einstaka konu. Kristbjörg Þórisdóttir. Það geta ekki allir alltaf ver- ið lifandi. Þetta sagði Elín, þeg- ar við gengum um kirkjugarð- inn, sem var rétt við heimilið hennar við Mururima. Ég fann að hún var meðvituð um að á endanum myndum við öll deyja. Nú er það hún sem kveður. Það eru margar minningar sem koma upp nú þegar hún er dáin. Hún var svo falleg, alltaf svo bjart yfir henni og mikill gleði- gjafi. Á sínum yngri árum stundaði hún sund af miklu kappi og hafði líka alla tíð gaman af því að fara í göngutúra. Elín teikn- aði og litaði mjög mikið. Hún Elín Reynisdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.