Morgunblaðið - 17.08.2012, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.08.2012, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2012 Páll Fannar Einarsson pfe@mbl.is Leit að sprengju í rússnesku far- þegaflugvélinni, sem lent var í Kefla- vík í gærmorgun vegna sprengjuhót- unar, lauk um þrjúleytið í gær. Engin sprengja fannst í vélinni. Rætt var við hvern og einn farþega og fengu tveir farþeganna réttar- stöðu sakbornings meðan á því stóð. Þeim var síðar sleppt eftir skýrslu- töku. Farþegarnir, 238 talsins, voru allir fluttir af landi brott með annarri flugvél en þeirri sem leitað var í verður síðar flogið til Rússlands. Airbus flugvél frá rússneska flug- félaginu Aeroflot, með 255 manns innanborðs, lenti laust fyrir klukkan hálf sjö á Keflavíkurflugvelli í gær- morgun vegna sprengjuhótunar. Vélin var á leið frá New York til Moskvu, en allir björgunaraðilar á suðvesturhorninu voru settir í við- bragðsstöðu. Vegna öryggislending- arinnar var unnið eftir flugslysa- áætlun og flugverndaráætlun Keflavíkurflugvallar. Aðgerðum stjórnaði lögreglustjórinn á Kefla- víkurflugvelli en mikill viðbúnaður var vegna aðgerðarinnar. Fengu ábendingu um sprengju Lögregluyfirvöld í Bandaríkjun- um fengu ábendingu um að fimm ferðatöskur með sprengiefnum væru um borð í rússnesku flugvélinni sem lenti á Keflavíkurflugvelli í gær- morgun. Að sögn BBC fékk lögregl- an vestanhafs símtal frá manneskju sem ekki vildi láta nafns síns getið þar sem varað var við því að fimm ferðatöskur væru um borð í vélinni sem innihéldu sprengiefni. Sprengjuhótunin og svartaþoka ollu minni háttar töfum á millilanda- flugi á Keflavíkurflugvelli í gær- morgun, en litlar sem engar tafir urðu á brottförum. Sprengjuleit var síðan sett af stað í flugvélinni í gær og leitað var í öll- um krókum og kimum vélarinnar með aðstoð tækjabúnaðar og hunda en engin sprengja fannst. Engin sprengja fannst um borð  Farþegaþotu nauðlent á Keflavíkurflugvelli  Tveir farþegar höfðu réttarstöðu grunaðra um tíma Ljósmynd/Páll Ketilsson Aðgerð Leit lauk um þrjúleytið í gær en engin sprengja fannst í vélinni. „Það er verið að skoða málið innan ráðuneytisins, út- færslu á tillögunum og hvernig er hægt að innleiða þetta,“ segir Guðbjartur Hannesson velferð- arráðherra um af- drif tillagna starfs- hóps um húsnæð- isbætur. Í maí skilaði vinnuhópurinn af sér skýrslu sem fól í sér tillögur sem fela m.a. í sér eitt húsnæðisbótakerfi fyrir alla, óháð búsetuformi. Í skýrsl- unni kemur fram að mikill munur sé á stuðningi ríkisins eftir því hvort fólk á húsnæði eða leigir. „Markmiðið er að jafna stöðu leigj- enda og húseigenda. Tillagan gerir ráð fyrir því að þetta yrði gert á 3-4 árum að minnsta kosti. Kerfinu verð- ur ekki komið á í einu vetfangi. Vinna við kostnaðarmat og frekari skoðun er í gangi. Við höfum verið í sam- skiptum við formann vinnuhópsins og verðum það áfram.“ Aðspurður um framhald málsins segir Guðbjartur að reynt verði að koma einhverjum breytingum inn í fjárlög nú í vetur. „Við munum reyna að innleiða fyrstu skref ef ekkert óvænt kemur upp á.“ Guðbjartur var ekki fáanlegur til að gefa upp í hverju slík skref gætu falist. heimirs@mbl.is Koma breytingum í fjárlög í haust  Vísir að nýju húsnæðisbótakerfi? Guðbjartur Hannesson Flestir skólar landsins hefja kennslu í næstu viku og því eru margir farnir að huga að því að kaupa bækur fyrir skólann. Á skiptibókamörkuðum geta námsmenn skipt gömlum skólabókum sem þeir nota ekki lengur og fengið aðrar í staðinn, nýjar eða notaðar, en á þessum árstíma fer ver- tíðin venjulega á fullt. „Umferðin er smám sam- an að aukast. Nú fer þetta að byrja af alvöru og það verður örugglega brjálað að gera um helgina. Við fáum mjög marga framhalds- skólanema og svo mæta líka margir ungir krakkar með foreldrum sínum,“ segir starfs- maður Griffils, en skiptibókamarkaðir eru mikið sóttir á haustin og var töluvert af fólki þegar blaðamaður Morgunblaðsins kíkti við. pfe@mbl.is Morgunblaðið/Styrmir Kári Skiptimarkaðir landsins komast á fullt skrið um helgina Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, gerir ráð fyrir því að erindi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, alþingismanns, um yfirlýsingar Fjármálaeftirlits- ins (FME) um björgun Sjóvár, verði tekið fyrir á fundi nefndarinnar í næstu viku. „Það er sjálfsagt að taka þetta til skoðunar og fá Fjár- málaeftirlitið, og þá sem komu að þessari ákvörðun á sínum tíma, til þess að fara í gegnum þetta sem þau sendu frá sér,“ segir Helgi. Hann segir að hann muni kalla eftir því að fá þær upplýsingar sem óskað er eftir. „Það var orðið tjón þarna og hvernig átti að vinna úr því var ein af mörgum ákvörðunum sem þurfti að taka eftir hrunið,“ segir Helgi. ingveldur@mbl.is »21 Sjálfsagt að kanna björgun Sjóvár Vonir standa til þess meðal lánveit- enda og fulltrúa lántakenda að dóm- ar verði kveðnir upp fyrir áramót í þeim ellefu prófmálum sem þessir aðilar völdu til að varpa ljósi á þann ágreining sem skapast hefur um úr- vinnslu mála vegna gengistryggðra lána. Guðlaugur Þór Þórðarson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, sem á sæti í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, hefur lagt til að nefndin kalli til sín hagsmunaaðila vegna um- ræðu um innheimtu ólögmætra gengislána. Guðlaugur leggur einnig til að lögmennirnir Sigurvin Ólafsson og Lúðvík Bergvinsson verði kallaðir á fund nefndarinnar en í grein þeirra sem birtist í vikunni lýsa þeir m.a. áhyggjum sínum af innheimtu áð- urnefndra lána og hættu á hugs- anlegri bótaskyldu ríkisins. „Ég vil ekki kveða upp úr um það fyrr en ég hef heyrt röksemdir þeirra og farið betur yfir málið aft- ur,“ segir Guðlaugur aðspurður um hvort stjórnvöld eigi að beita sér fyr- ir gerð samninga um afborganir á meðan óvissa ríkir um stöðu þessara lána, en þeir Lúðvík og Sigurvin kalla einmitt eftir inngripum stjórn- valda í grein sinni. „Það er af- skaplega mikilvægt að efnahags- og viðskiptanefnd sé með virkt eftirlit. Það getur verið auðvelt að valda miklum skaða með innheimtu á lán- um sem síðan reynast ólögmæt.“ Beðið eftir niðurstöðu Svanborg Sigmarsdóttir, upplýs- ingafulltrúi Umboðsmanns skuldara, segir að ekki hafi verið kallað eftir aðgerðum stjórnvalda varðandi til- högun afborgana meðan á óvissu stendur. „Við höfum ekki talið það heppilegt að kalla eftir nýjum lögum því þau síðustu hentuðu ekki vel. Við töldum heppilegra að bíða eftir niðurstöðu dómsmála.“ heimirs@mbl.is Skoði innheimtu gengislána  Dómar í prófmálum falla hugsanlega fyrir áramót Morgunblaðið/Brynjar Gauti Hæstiréttur Margir bíða eftir nið- urstöðu mála um gengislán. ,,Þessi ummæli eru athyglisverð og við munum skoða það hvort í þeim felist vísbendingar um háttsemi sem þurfi að skoða eitthvað nánar. Við munum síðan taka afstöðu til þess í framhaldinu hvort þetta kalli á ein- hverjar athuganir,“ sagði Páll Gunn- ar Pálsson, forstjóri Samkeppniseft- irlitsins, um ummæli Hermanns Guðmundssonar, fráfarandi for- stjóra N1, í Viðskiptablaðinu í gær. Hermann sagði þar að N1 hefði haft burði til að lækka eldsneyt- isverð en samt sem áður ákveðið að virða það ástand sem var á mörk- uðum og ráðast ekki á misvel sett samkeppnisfyrirtæki. Stjórn N1 hefur sent frá sér yfir- lýsingu þar sem áréttað er að farið sé í einu og öllu eftir lögum og reglum og að eðlileg samkeppni ríki á eldsneytismarkaði hér á landi. aslaug@mbl.is Ummæli um bens- ínverð könnuð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.