Morgunblaðið - 17.08.2012, Síða 38

Morgunblaðið - 17.08.2012, Síða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2012 Fjórða Step Up-kvikmyndin verður frumsýnd í dag í Sambíóunum og ber hún titilinn Step Up Revolution. Í myndinni segir af ungri stúlku sem dreymir um að gerast atvinnu- dansari í Miami. Hún hittir fyrir dansarann Sean en hann fer fyrir danshópnum The Mob sem dansar víða um borgina. Emily og Sean fella hugi saman og færist fjör í leikinn þegar til stendur að rífa einn uppáhaldsdansstað hópsins. Leikstjóri er Scott Spear og í aðal- hlutverkum Kathryn McCormick, Ryan Guzman, Adam G. Sevani, Peter Gallagher, Stephen Boss og Mia Michaels. Metacritic: 43/100 Dansari Úr Step Up Revolution. Step Up Revo- lution frumsýnd Stuttmyndin Hákot verður frum- sýnd í dag kl. 18 í Tjarnarbíói en hún er byggð á sögu steinbæjarins Há- kots í Grjótaþorp- inu í Reykjavík. Myndin var tekin upp í grænu rými svo hægt væri að breyta útliti bæj- arins og er því blanda leikins efnis og tölvu- gerðs. Höfundar myndarinnar eru Nína Cohagen, Sigurður Traustason og Eva Sólveig Þórðardóttir - sem eiga það sameig- inlegt að hafa lokið námi við Marg- miðlunarskólann - Dagur de’Medici Ólafsson kvikmyndagerðarmaður og Bryndís Hreiðarsdóttir mann- fræðinemi en þau hlutu í fyrravor styrk frá Evrópu unga fólksins, styrkjaáætlun sem ætluð er ungu fólki í Evrópu, til að gera myndina. „Stuttmyndin er byggð á Hákoti sem er gamall steinbær í Grjóta- þorpinu og stendur þar enn. Við not- uðum hann sem innblástur en í sögu- þráðinn tvinnuðum við líka sögur af fólki, minningum, skoðuðum ævi- sögur og tókum viðtöl,“ segir Bryn- dís. Þá hafi þau skoðað atburði 20. aldarinnar og reynt að fá tilfinningu fyrir hverju tímabili fyrir sig og leyft ímyndunaraflinu líka að njóta sín. Bryndís segir myndina hafa að geyma fimm örmyndir. „Hver mynd gerist á ákveðnum tíma. Þetta byrj- ar 1893 og í rauninni eru þetta ör- sögur af því fólki sem bjó í húsinu á þeim tíma þannig að fólkið breytist og húsið breytist og náttúrlega það sem fólk er að kljást við líka.“ Íbúð sem var áður verkstæði „Við vinkona mín, Nína, leigðum rosa krúttlega íbúð á Bergstaða- strætinu og komumst að því að þar hafði verið verkstæði einhvern tíma. Okkur fannst það svo magnað, hvernig þessi krúttlega íbúð hafði breyst og hvernig sama húsið hefði átt sér mörg hlutverk og breyst í gegnum tímann. Þá fórum við að pæla í því hvort ekki væri gaman að gera stuttmynd sem gæfi fólk inn- sýn í sama húsið á ólíkum tíma,“ segir Bryndís um kveikjuna að myndinni. Mikil vinna sé að baki, rúmt ár, þar sem eftirvinnsla mynd- arinnar hafi verið flókin. „Okkur langar til að senda hana á hátíðir, ís- lenskar stuttmyndahátíðir og er- lendar líka. Svo erum við að vinna að heimasíðu þar sem við ætlum að sýna brot úr myndinni og vera með fræðslu um Reykjavík á 20. öldinni,“ segir Bryndís. Á Facebook-síðu Há- kots, facebook.com/hakotfilm, má sjá myndir frá tökum. helgisnaer@mbl.is Saga Hrafnhildur Steindórsdóttir, einn þeirra 20 áhugaleikara sem léku í stuttmyndinni. Hrafnhildur var sex ára þegar myndin var tekin. Fimm örsögur af íbúum Hákots  Stuttmynd um steinbæ í Grjótaþorpi Bryndís Hreiðarsdóttir Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is „Þetta er stór viðurkenning fyrir það sem ég hef verið að gera síðustu árin og mikill heiður,“ segir Bene- dikt Kristjánsson tenórsöngvari. Benedikt hlaut styrk úr minning- arsjóði Jean Pierre Jacquillat í gær og tók við viðurkenningunni í Lista- safni Sigurjóns Ólafssonar. Til- gangur sjóðsins er að styrkja efni- legt tónlistarfólk til að afla sér aukinnar menntunar og halda á lofti nafni Jean Pierre Jacquillat, fyrr- verandi aðalstjórnandi Sinfón- íuhljómsveitar Íslands. Náð miklum árangri Benedikt hefur vakið athygli hér heima og ytra en hann stundar nám við tónlistarháskólann Hanns Eis- ler í Berlín. Benedikt hlaut mikið lof fyrir hlutverk sitt sem guð- spjallamaðurinn í Jóhannesarpassíu Bachs sem hann söng með Mót- ettukór Hallgrímskirkju undir stjórn Harðar Áskelssonar. Bene- dikt var valinn bjartasta vonin á Ís- lensku tónlistarverðlaununum í flokki sígildrar tónlistar og sam- tímatónlistar á síðasta ári en áður hafði hann unnið til 1. verðlauna í Internationaler Greifswalder Bach- Gesang Wettbewerb keppninni. Benedikt segir áhugann á söng hafa kviknað fyrst í Mennta- skólanum við Hamrahlíð. „Ég var líklega 17 ára þegar ég vissi að ég vildi leggja sönginn fyrir mig. Nei, mér fannst ég nú ekkert sérstaklega góður söngvari þá en ég hafði trú á að ég gæti orðið það og að ég hefði það í mér að vinna ötullega að því. Faðir minn gaf mér geisladisk með klassískum söngvara og það má segja að sá diskur og söngur með kór Menntaskólans við Hamrahlíð hafi vakið þennan áhuga í byrjun. Kórinn er jafnframt einn minn helsti áhrifavaldur.“ Ungur og önnum kafinn Tenórsöngvarinn er 24 ára gamall en söngnámið hóf hann við Söngskól- ann í Reykjavík hjá Sibylle Köll og lærði síðar hjá móður sinni, Margréti Bóasdóttur. Benedikt varð jafnframt hennar síðasti nemandi áður en hún lagði kennarastarfið á hilluna. Fram- haldsnámi í söng lauk hann fyrir 5 ár- um frá Tónlistarskólanum í Reykja- vík. Benedikt hefur sem fyrr segir haft svo mikið að gera í söngnum und- anfarið ár að hann hefur þurft að hafa sig allan við til að geta sinnt skól- anum líka. Framundan er Hugo Wolf-ljóðadúókeppni í Stuttgart sem Benedikt og Bjarni Frímann Bjarna- son taka þátt í í október. „Það mætti halda að ég væri vinnu- alki,“segir Benedikt og hlær. Í sept- ember kem ég fram á Alte-Musik- hátíðinni í Knechtstedten, ásamt tríóinu La cara cosa. Ég er að syngja í Fílharmoníunni í Berlín í nóvember og svo í Noregi og Póllandi.“ Æfingar eru hafnar fyrir stórt verkefni. Bene- dikt fer með aðalhlutverk í barna- óperu sem sett er upp í Staatsóper- unni í Berlín, Das tapfere Schneiderlein, eftir Wolfgang Mitte- rer. Sýningar í desembermánuði verða nær daglega. Milli jóla og ný- árs syngur Benedikt svo fyrir Íslend- inga í Hörpu með Mótettukórnum og Herði Áskelssyni. Þessa dagana er Benedikt í fríi heima hjá foreldrum sínum í Skál- holti en faðir hans, Kristján Valur Ingólfsson, er vígslubiskup þar. „Ég syng nú minna þegar ég er í fríi, heima í Skálholti er ég með flygil og dunda mér við að skoða einhverjar nótur en svo er ég með önnur áhuga- mál og horfi til að mynda mikið á fót- bolta.“ Íslendingar eiga þess kost á að heyra í söngvaranum en 7. og 13. september syngur hann í Selinu á Stokkalæk. Hann flytur lög eftir Hugo Wolf og Franz Schubert og Bjarni Frímann spilar á slaghörpu. Fer með titilhlutverk í barnaóperu í Berlín  Hlaut styrk úr minningarsjóði Jean Pierre Jacquillat Morgunblaðið/Eggert Styrkhafinn Benedikt Kristjánsson tenórsöngvari tók við styrk úr minning- arsjóði fyrrverandi aðalstjórnanda Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Breiðskífan Cheek Mountain Thief með hljómsveitinni Cheek Mountain Thief kemur út í dag á vegum Kimi Records en forsprakki hljómsveit- arinnar er breski tónlistarmað- urinn Mike Lindsay úr hljómsveit- inni Tunng. Platan hefur að geyma tíu lög eftir Lindsay og er tónlistin sögð folk-tónlist með „vægum sý- ruáhrifum“. Ýmsir tónlistarmenn lögðu hljómsveitinni lið við upp- tökur, m.a. Mugison og Mr. Silla. Platan kemur út í Evrópu í dag á vegum breska útgáfufélagsins Full Time Hobby. Cheek Mountain Thief gefin út Mike Lindsay Huldukonur í ís- lenskri tónlist nefnist við- burður sem fram fer í sal Kven- réttindafélagsins á Hallveig- arstöðum á Menningarnótt kl. 15. Verður þar sagt frá lífi og starfi fjög- urra íslenskra kventónskálda og tónlist þeirra flutt en tónskáldin eru Olufa Finsen, Guðmunda Niel- sen, Ingunn Bjarnadóttir og María Brynjólfsdóttir. Dagskráin er meistaraverkefni Sigurlaugar Arnardóttur í hag- nýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. Huldukonur í íslenskri tónlist Sigurlaug Arnardóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.