Morgunblaðið - 17.08.2012, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.08.2012, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2012 ✝ RagnheiðurValgarðsdóttir fæddist í Reykjavík 3. sept. 1927, hún lést á Öldr- unardeild Kristnes- spítala 7. ágúst sl. Ragnheiður var dóttir Valgarðs Stefánssonar f. 26. des. 1898, d. 14. apr. 1975, frá Fagraskógi og Guð- mundínu Ágústu Stefánsdóttir f. 7. ág. 1905, d. 1. feb. 1972, frá Reykjavík. Hún átti tvær yngri systur, Guðrúnu f. 13.okt. 1931, d. 13. mars 2008, gift Frosta Sig- urjónssyni og Valgerði f. 28. apr- íl 1944, gift Gísla Jóni Júlíussyni. Ragnheiður giftist Haraldi Sigurði Jakobssyni f. 7. des 1923, d. 10. maí 1963 frá Hrísey og ráku þau saman Nýju kjötbúðina á Akureyri. Foreldrar Haraldar voru Jakob Frímann Kristinsson og Filippía Guðrún Valdimars- dóttir. Seinni maður Ragnheiðar hét Henning Nielsen f. 16. sept. 1923, d. 23. mars 2006. For- eldrar hans voru Viggo og Laura dóttir f. 4.5. 1951, gift Sigurði Klausen, börn þeirra a) Har- aldur Jónatan, giftur Aðalbjörgu Hermannsdóttir, börn þeirra eru Móeiður, Matthildur og Alexand- er. b) Elva Rún, gift Bjarna Thor Haraldsyni, börn þeirra eru Inga Lind, Hildur Vaka og Ívar Andri. c) Sigrún Hanna, sambýlismaður Ragnar Jónsson, d) Jóhann Val- ur. 4) Ragnheiður Haraldsdóttir f. 9.8. 1954, gift Veturliða Rúnari Kristjánssyni, börn þeirra a) Fannar Ingi. b) Valdimar, sam- býliskona Sóley Valdimars- dóttir. c) Guðrún. Ragnheiður stundaði nám við Mynd- og handíðaskólann og lauk þaðan kennararéttinda- prófi. Hún hóf kennslu við Gagn- fræðaskóla Akureyrar 1965 og kenndi þar til 1997, er hún fór á eftirlaun. Ragnheiður var fjöl- hæf, hún spilaði á píanó, var af- kastasöm listakona, hvort sem hún teiknaði, notaði pensla eða saumaði. Það varð listaverk úr öllu því sem hún handlék og mik- ið liggur eftir hana af ýmiss kon- ar listaverkum. Ragnheiður glímdi við parkinsonsjúkdóminn, í þeirri glímu sýndi hún mikið æðruleysi og ótrúlega þraut- seigju. Hún bugaðist ekki, fann sínar leiðir í erfiðri baráttu. Ragnheiður verður jarð- sungin frá Akureyrarkirkju í dag, föstudaginn 17. ágúst 2012 og hefst athöfnin kl. 13:30. Nielsen. Ragnheið- ur eignaðist fjögur börn. 1) Valgarður Stefánsson (Vet- urliðason) f. 14. feb. 1946, kvæntist Guð- finnu Steinunni Guðvarðardóttir f. 2. maí 1948, d. 17.des. 2007. Dætur þeirra eru a) Ragn- heiður, gift Haraldi Þór Guðmundssyni, börn þeirra eru Erla Filippía, María og Hákon. b) Rut, gift Ser- gio Polselli, börn þeirra eru Osc- ar og Irene, c) Kristbjörg Rán. 2) Hanna Gerður Haraldsdóttir f. 16. 5. 1949, d. 8. nóv. 1980, gift Gunnari Frímannssyni, börn þeirra a) Valgerður María, sam- býlismaður Guðmundur Heimir Jónsson, sonur Valgerðar af fyrra sambandi, Hannes Daði Haraldsson, faðir Haraldur Hannesson. Fósturdóttir Val- gerðar og Guðmundar er Kristín Trang. b) Davíð Rúnar, giftur Berglindi Júdith Jónasdóttir, börn þeirra eru Daði Hrannar, Valgarður Nói og Hanna Vigdís. 3) Ingibjörg Guðrún Haralds- Elsku mamma. Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð. Þú vaktir yfir velferð barna þinna, þú vildir rækta þeirra ættarjörð. Frá æsku varstu gædd þeim góða anda, sem gefur þjóðum ást til sinna landa, og eykur þeirra afl og trú, en það er eðli mjúkra móðurhanda að miðla gjöfum eins og þú. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.) Minning þín lifir í hjörtum okkar. Guð geymi þig. Ingibjörg og fjölskylda. Elsku mamma. Nú er komið að kveðjustund- inni. Það er gott til þess að hugsa, að eftir yndislega endur- fundi við vini og ættingja, þá sest þú við píanóið, hugsar aðeins til okkar sem kvöddu þig, og spilar „Litlu fluguna“ á tregafullan hátt. Ég held að þú farir svo að leita eftir mótívum til að mála. Þú tínir blómvönd í náttúrunni, sest í fallega brekku, Dollý tekur þér fagnandi og leggst hjá þér, í fjarska er Kuggur á beit. Þú mál- ar mynd af blómunum og þannig lifa blómin áfram þó þau falli. Þannig er með þig elsku mamma. Þú gafst svo marga blómvendi sem lifa í minning- unni. Ástarþakkir fyrir öll blómin sem þú gafst mér. Um engi og tún og ásinn heima ég aftur reika, sezt í brekkuna silkimjúka og sóleyjarbleika. Milt var sunnan við moldarbarðið og melinn gráa. Þar fagna mér ennþá fífillinn guli og fjólan bláa. Engan leit ég mót ljósi himins ljúfar brosa en dúnurt fríða, sem dagsins bíður í döggvuðum mosa. Hverju sem ár og ókomnir dagar að mér víkja, er ekkert betra en eiga vini sem aldrei svíkja. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.) Þín dóttir, Ragnheiður. Elsku amma, takk fyrir allt. Þú hefur alltaf verið einn af föstu punktunum í tilveru minni og fyrirmynd mín í lífinu. Við systk- inin vorum ásamt mömmu dag- legir gestir heima hjá þér og það að sjá um garðinn þinn á meðan þið afi Henning ferðuðust um heiminn á sumrin var mikið virð- ingarhlutverk, enda garðurinn eins og allt annað hjá þér, algjört listaverk. Þegar þið svo komuð heim voru dregnir upp allskyns dýrgripir þó aðallega danskt postulín og önnur dönsk hönnun sem þið voruð bæði óskaplega hrifin af og bar heimilið þess merki. Dönsku blöðin voru einn- ig partur af tilverunni hjá þér, ný blöð í hverri viku og þannig lærði ég að lesa dönsku. Eftir að mamma dó var ég enn meira hjá ykkur afa og var sam- band okkar ákaflega náið og gott. Við saumuðum saman þ.e. ég tók upp sniðin og þræddi vél- ina og þú töfraðir fram dásam- legar flíkur, ekki bara á mig heldur fengu vinkonur mínar jafnvel að njóta hæfileikanna líka. Einu sinni sat ég hjá þér einn eftirmiðdag og fylgdist með þér mála heilt matarstell með dásamlegum myndum en svoleið- is var allt sem þú gerðir gert hratt og örugglega án þess þó að það kæmi niður á gæðunum. Þú varst svo dásamleg við son minn, Hannes Daða og hann elskaði að vera með þér, hann átti athygli þína algjörlega óskipta er þið voruð saman og þær voru ansi margar bílabrautirnar sem þið teiknuðuð. Við þig var hægt að tala um allt og alltaf áttir þú lausa stund. Síðustu nóttina þína vorum við tvær saman, eins og oft áður og ég er þakklát fyrir að hafa verið með þér. Í hjarta mínu er hátíð. Hver hugsun og tilfinning mín verða að örsmáum englum, sem allir fljúga til þín. Þeir ætla að syngja þér söngva og segja þér, hvað þú ert góð – og eigir sál mína alla og alt mitt hjartablóð. (Davíð Stefánsson.) Takk fyrir allt elsku amma. Valgerður María. Í dag kveðjum við einstaka konu. Amma Ragnheiður var ákaflega falleg og fín kona, bæði persónuleiki hennar og útlit. Hún hafði ávallt mikla útgeislun, var kát og kunni heldur betur að segja skemmtilega frá. Hún var listræn og fjölhæf með eindæm- um og sérlega afkastamikil. Má segja að hún hafi verið einstök listakona sem gaf verkin sín nær jafnóðum og þau voru unnin hvort sem það var útsaumur, hekl, málverk, keramik, silki, postulín eða annað. Allt lék í höndunum á henni. Við ömmu- börnin frá Egilsstöðum bárum ótakmarkaða virðingu fyrir henni og í heimsóknum okkar til Akureyrar sem voru í okkar hug- um ævintýrum líkastar reyndum við að sýna okkar bestu hliðar. Amma sá alltaf í gegnum það. Það var ósköp notalegt að koma til Akureyrar og tók amma alltaf afar vel á móti okkur með sinni einskærri hlýju og dásamlegum mat. Minnisstæðir voru askarnir þrír sem hún var búin að koma fyrir á mismunandi stöðum í Dalsgerði og fylla af sælgæti. Tímunum saman gátum við dundað með litina hennar, máln- ingu og pensla. Snyrtidótið og skartgripirnir höfðu einnig mikið aðdráttarafl. Eitt sinn þegar ömmubörnin komu saman feng- um við eins og svo oft áður að gramsa í fína snyrtiborðinu og komum við svo öll niður máluð eins og meðlimir í hljómsveitinni í Kiss. Henni fannst við voða fín. Morgnarnir í Dalsgerði voru himneskir. Morgunverðarhlað- borð eins og hjá kóngafólki og amma sagði skemmtilegar sögur af fólki. Ekki var kvöldkaffið síðra. Þetta voru góðir tímar. Mikil tilhlökkun og spenna ríkti hjá okkur þegar við tókum á móti ömmu og afa Henning þegar þau komu siglandi frá Danmörku með Smyril-line til Seyðisfjarðar. Þau voru með yfirfullt skott af góðgæti og gjöfum handa barna- börnum, sælgæti í regnbogans litum sem ekki þekktist á Íslandi og á hverju ári kom amma okkur á óvart með nýju dönsku nammi. Húmor og gleði umlukti hana ömmu okkar þrátt fyrir að henn- ar líf hafi ekki alltaf verið auðvelt og hún orðið fyrir miklum áföll- um. Það hefur ekki verið auðvelt að vera einstæð fjögurra barna móðir á sínum tíma eftir að afi Haraldur dó. Amma var harðdugleg og þoldi illa væl og múður. Amma gat verið beinskeytt og snögg í svörum enda hafði hún fulla ástæðu til. Eiginmanns- og dótt- urmissir mótar. Ömmu þótti ósköp vænt um barnabörnin sín og ekki minna um langömmu- börnin. Hún var afar stolt af sínu fólki. Langömmubörn minnast oft heimsóknar er hún dvaldist á Selinu. Hún hafði sett upp kór- ónu sem eitt af börnunum gaf henni og fékk hún geislasverð í hönd og skylmdist við þau í göngugrindinni sinni og skellihló. Kæru þakklæti færum við starfsfólki á Kristnesi fyrir að hugsa vel um ömmu okkar og sjá til þess að hún var alltaf fín og sæt. Elsku amma, við kveðjum þig með söknuði en jafnframt þakk- læti fyrir allt sem þú hefur gefið af þér. Í hjörtum okkar geymum við minningar um einstaka konu. Hvíl í friði. F.h. barnabarna og fjöl- skyldna á Egilsstöðum, Elva Rún Klausen. Ég mun sakna þín, amma. Ég mun ekki sakna brothættu konunnar sem var alltof lengi rúmföst, með titrandi hendur, flöktandi á milli þessa heims og þess næsta. Ég mun sakna konunnar sem ég kynntist ekki eins vel og ég hefði viljað. Stórkostlegu kon- unnar sem hafði vald á myndlist og tónlist. Konunnar með brosið í augunum og þennan dularfulla sjarma sem gaf til kynna að hún vissi hluti sem aðrir vissu ekki. Í framtíðinni, þegar ég spila tónlist, ferðast um heiminn og skapa eitthvað fyrir sjálfa mig, þá mun ég hugsa til þín vegna þess, að það var það sem þú gerðir best – og að feta í þín fót- spor, þó ekki nema að litlu leyti, mun færa þig nær mér. Svo þó þú sért að lokum farin yfir til annars heims þá tek ég þig með mér í mín lífsins ævintýri. Þitt barnabarn, Guðrún Veturliðadóttir. Ragnheiður systir mín er dáin. Hún lést 7. ágúst sl. á afmæl- isdegi móður okkar. Dauðinn var kærkominn eftir langa og erfiða baráttu við Parkinson. Ragn- heiður var mér mjög kær alla tíð og miklu meira en systir. Lengi hélt ég sem barn að hún væri móðir mín – enda 17 ára aldurs- munur á okkur systrum. Alla tíð bjuggum við nálægt hvor annarri og samfylgd okkar því mikil og náin. Og ávallt var hún mér sem móðir, sýndi mér mikla um- hyggju, studdi og hvatti á allan hátt. Hún var ráðagóð og hjálp- söm, allt lék í höndum hennar og fátt sem hún ekki gat gert. Ragnheiður tókst af æðruleysi á við missi maka frá ungum börnum, bognaði en brotnaði ekki. Hún efldist sem listakona en ung hafði hún verið í myndlist- arnámi í Reykjavík, sem kom sér vel. Hún hóf að kenna mynd- mennt og handmennt og naut þess. Mörg listaverkin urðu til og margir sem njóta þeirra í dag, hvort sem um er að ræða mynd- ir, postulín eða útsaum. Hún var líka mjög gjafmild og fannst gaman ef fólk vildi þiggja verkin sem hún hafði gert. Missir dóttur frá ungum börn- um markaði einnig líf hennar en þá hafði hún kynnst síðari eig- inmanni sínum honum Henning og hafði hann sér við hlið til að sefa sorgina. Það var einnig eins og ekkert kæmi systur minni á óvart, rólyndi og yfirvegun ein- kenndi hana. Með Henning átti hún mörg góð ár, þau ferðuðust mikið bæði innanlands og erlendis, oft voru þau sumarlangt í Danmörku hjá hans fólki. Gaman var að njóta gestrisni þeirra í Dalsgerði og minnumst við Gísli þeirra stunda með miklu þakklæti. Þar naut Ragnheiður sín best, settist við píanóið og sýndi okkur það sem verið var að fást við hverju sinni. Henning lést árið 2006. Aftur sótti sorgin systur mína heim þegar tengdadóttir hennar lést skyndilega rétt fyrir jólin 2007. Það var henni þungbært og erfitt. Systir okkar Guðrún lést í mars 2008 og nú við leiðarlok minnist ég þeirra beggja með mikilli þökk, það er margs að minnast og margt að þakka. Blessuð sé minning systra minna. Síðustu árin dvöldu Ragnheið- ur og Henning á öldrunardeild- um Sjúkrahússins á Akureyri og voru þar umvafin hlýju og fag- mennsku. Ég bið algóðan Guð að blessa allt það góða fólk sem hef- ur veitt henni kærleiksríka og ósérhlífna umönnun þar og einn- ig á heimili þeirra áður. Ragnheiður mat það mikils. Einnig bið ég börnum hennar, tengdasonum og afkomendum öllum Guðs blessunar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Valgerður, Gísli og fjölskylda. Ragnheiður Valgarðsdóttir Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hermann Jónasson Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför GUNNARS J. KRISTJÁNSSONAR, húsasmíðameistara og matsmanns, Kársnesbraut 139, Kópavogi. Sérstakar þakkir fær starfsfólk hjúkrunarheimilisins Skógarbæjar. Birna Ólafsdóttir, Guðrún Halla Gunnarsdóttir, Gunnar Ólafur Gunnarsson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Faðir okkar, EYSTEINN GÍSLI GÍSLASON, Skáleyjum, verður jarðsunginn í Stykkishólmskirkju föstudaginn 24. ágúst kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Flateyjarkirkju. Egill Teitur Eysteinsson, Ingibjörg Vigdísardóttir, Andrés Gísli Vigdísarson. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Neðst á for- síðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skila- frest. Einnig má smella á Morg- unblaðslógóið efst í hægra horn- inu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skila- frests. Lengd | Hámarkslengd minn- ingargreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær útförin fer fram. Þar mega einn- ig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn, svo og æviferil. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín undir grein- unum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.