Morgunblaðið - 17.08.2012, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 17.08.2012, Qupperneq 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2012 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég hafði engan áhuga ámyndlist fyrr en daginnsem ég fór á sýningunahans Ólafs Elíassonar í Hafnarhúsinu,“ segir Sigurður Sæv- ar Magnúsarson, fjórtán ára mynd- listarmaður sem uppgötvaði hina listrænu taug í sjálfum sér daginn þann. „Þetta var árið 2004 þegar ég var sjö ára og við í bekknum mínum fórum saman á þessa sýningu. Mér fannst þetta frábær sýning og þarna kviknaði óslökkvandi áhugi á mynd- list hjá mér. Ég er ekki alinn upp hjá myndlistarfólki og er ekki á neinn hátt tengdur inn í listageirann. En þessi sýning náði að vekja upp hjá mér þörf til að skapa sjálfur og ég byrjaði að gera allskonar þrívíð verk og tilraunir, til dæmis var ég mikið í því að búa til skúlptúra úr kenn- aratyggjói og tannstönglum.“ Prófar sig áfram með stílinn Sigurður segir að hann hafi byrjað að mála af alvöru árið 2007. „Þá fórum við fjölskyldan til Kaup- mannahafnar á afmælisdeginum mínum til að hitta systur mína sem þá bjó í Bretlandi. Hún gaf mér striga, málningu og pensla í afmælis- gjöf. Þá fór ég á fullt í málverkið og ég hef varla lagt frá mér pensilinn síðan,“ segir Sigurður og bætir við að allir í fjölskyldunni hans styðji hann heilshugar á listabrautinni. Þau leggja honum líka lið með ýms- um hætti, systur hans og pabbi hafa til dæmis leyft honum að nota ljós- myndir af sér til listsköpunar. „Ég Sjö ára heillaðist hann af myndlist Fyrir átta árum heillaðist hann svo á sýningu Ólafs Elíassonar að hugur hans hefur verið upptekinn af myndlist síðan. Hann er aðeins 14 ára en afkastamikill og hefur haldið þrjár einkasýningar og fyrsta samsýningin hans verður opnuð á Menningarnótt á morgun. Morgunblaðið/Ómar Kindarlegur Siggi er óhræddur við að prófa sig áfram og þessa mynd vann hann út frá ljósmynd af pabba sínum og setti á hann bleikan kindarhaus. Margir stunda þá dægrastyttingu að sitja einhvers staðar á notalegum stað kannski með kaffibolla eða hressingu og fylgjast með mannlíf- inu. Enda er flest fólk forvitið um annað fólk og veltir fyrir sér hvert leið þessa eða hins liggur. Eins er gaman að skoða klæðaburð og þá kannski sérstaklega þegar maður er staddur í erlendri borg. Þá sér mað- ur oft eitthvað nýtt og spennandi og fær jafnvel innblástur. Ef þú vilt geta fylgst með götu- tískunni víða um heim án þess að þurfa að borga flugmiða er tilvalið að skoða vefsíðuna www.streetpee- per.com. Þar eru flottar og skemmtilegar myndir af ýmiss kon- ar klæðaburði bæði hefðbundnum og flippuðum og allt þar á milli. Til- valin síða til að gleðja augað í hversdeginum og fylgjast með því sem er að gerast í tískuheiminum umhverfis hnöttinn allt frá París til Tókýó. Vefsíðan www.streetpeeper.com Reuters Gaga Þessi tískuaðdáandi tekur söngkonuna Lady Gaga sér til fyrirmyndar. Götutíska um allan heim Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Eftir þriggja ára dvöl í Hollandi þarsem ég lauk einu ári í hollenskumgrunnskóla og tveimur árum í al-þjóðlegum framhaldsskóla leið mér eins og ókunnri geimveru þegar ég gekk fyrst inn um dyrnar á Menntaskólanum við Hamrahlíð. Tungumálið sem samnemendur mínir í skólanum töluðu með orðum, klæða- burði og hegðun var mér óskiljanlegt. Ekki leið á löngu þar til ég ákvað að fara sem skiptinemi í eitt ár til Argentínu. Mamma mín setti mér þrjú skilyrði. Ég mátti ekki koma heim gift, ég mátti ekki koma heim ólétt og ég yrði að taka íslensku sem móð- urtungumál í stúdentsprófinu mínu. Fyrstu tvö skilyrðin setti ég mig lítið sem ekkert upp á móti en það þriðja gat ég ekki skilið. Af hverju þarf ég að læra íslensku sem móð- urtungumál? spurði ég mömmu mína. Mér fannst til- gangslaust að læra eitthvert tungumál sem varla myndi koma að miklum notum á al- þjóðlegum vettvangi. En ég varð að sættast við þetta skil- yrði og tók íslensku sem móð- urtungumál á alþjóðlegu stúd- entsbraut MH. Fyrst lásum við Njálssögu. Þá fannst mér eins og ég hefði alveg eins getað horft á tákn- málsfréttirnar á RÚV. En svo voru ljóð á skólaskránni og við af ljóðum tóku skáldsögur. Hægt og bítandi opnaðist fyrir mér hugsunarháttur og menningarheimur sem áður var mér ráðgáta. Tengsl okkar við stað og stund myndast með tungumálinu sem er inngangur að hugsunarhætti og menningarheimi sem við til- heyrum. „Sá sem ekki kann móð- urtungumálið sitt er menningar- legur munaðleysingi.“ Þetta sagði mamma mín mér áður en ég veif- aði til fjölskyldunnar minnar í Leifstöð á leið til Argentínu og þá fannst mér lítið vit í þessu mál- tæki. En það er einmitt reynslan á erlendri grundu og alþjóðlegum vettvangi sem leiðir í ljós mikilvægi þess að eiga sterkar rætur til landsins sem maður kallar heim og vera ekki menningarlegur munaðarleysingi í menn- ingarflórunni sem við þríf- umst í í dag. »Hægt og bít-andi opnaðist fyrir mér hugs- unarháttur og menningarheimur sem áður var mér ráðgáta. Heimur Láru Lára Hilmarsdóttir larah@mbl.is LINNETSSTÍG 2 | SÍMI: 565-4854 Mánudag - Föstudag 11:00 - 18:00 | Laugardagur 11:00 - 14:00 www.s i ggaog t imo . i s

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.