Morgunblaðið - 17.08.2012, Side 16

Morgunblaðið - 17.08.2012, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2012 Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 • jsb@jsb.is • www.jsb.is BM Mótun - Æfingakerfi Báru Magnúsdóttur Ný námskeið að hefjast Frjáls aðgangur að opna kerfinu og tækjasal Í BM Mótun er aðaláherslan lögð á styrk, liðleika og góðan líkamsburð. Upphitun í tækjasal 20 mín., mótun 40 mín. Aðeins 15 í hóp. Hentar öllum aldursflokkum. 8 og 16 vikna námskeið - mánudaga og miðvikudaga kl 16:05 og16:50 þriðjudaga og fimmtudaga kl 8:45 og 9:45. Kennarar: Bára Magnúsdóttir og Þórdís Schram. Verð: 8 vikur kr. 19.900 og 16 vikur kr. 29.900. Barnagæsla - Leikland JSB Velkomin í okkar hóp! E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Innritun í síma 581 3730 Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 • jsb@jsb.is • www.jsb.is Líkamsrækt á rólegri nótunum Ný námskeið að hefjast Sérsniðin líkamsrækt fyrir konur 60 ára og eldri. Rólegri yfirferð, sérvalin tónlist og skemmtileg stemning. Myndast hefur einstaklega góður andi og vinskapur í þessum tímum. Mánudaga og miðvikudaga kl 9:30 þriðjudaga og fimmtudaga kl 9:30 Verð: 8 vikur kr. 19.900 og 16 vikur kr. 29.900 Velkomin í okkar hóp! E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Frjáls aðgangur að opna kerfinu og tækjasal Innritun í síma 581 3730 Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 • jsb@jsb.is • www.jsb.is RopeYoga Heildrænt hug- og heilsuræktarkerfi. Sérstök áhersla lögð á miðjuna – kvið og bak. Hentar öllum aldurshópum og líkamsgerðum. Þú finnur strax árangur eftir fyrstu æfinguna án þess að reyna of mikið á þig. Lokuð 8 vikna og 16 vikna námskeið 2x í viku í 60 mínútur: Þriðjudaga og fimmtudaga kl 6:15, 7:20, 10:30 og 12:00 / Mánudaga og miðvikudaga kl 16:30 Verð: 8 vikur kr. 19.900 og 16 vikur kr. 29.900. Barnagæsla - Leikland JSB Velkomin í okkar hóp! E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Frjáls aðgangur að opna kerfinu og tækjasal Ný námskeið að hefjast Innritun í síma 581 3730 Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Við höfum alltaf haft ákveðnar skoðanir á þessum málum en und- anfarin þrjú ár hafa þær verið á skjön við það sem forystan heldur fram,“ segir Gísli Árnason, formaður Vinstrihreyfingarinnar græns fram- boðs í Skagafirði, en að undanförnu hafa ýmsir forystumenn í röðum flokksins stigið fram í fjölmiðlum og mælst til þess að umsókn um inn- göngu í Evrópusambandið verði endurskoðuð. „Við vitum í sjálfu sér ekkert á hvaða vegferð Evrópusambandið er og okkur hefur alltaf sýnst við vera að sækja um aðild að sambandi sem enginn veit hvernig lítur út eftir örfáa mánuði,“ segir Gísli en að hans mati er engin þörf á að skoða í pakk- ann til að komast að því hvað í aðild felst. „Evrópusambandið er ekki með neinar sérlausnir fyrir okkur til frambúðar.“ Erfiður vetur framundan Gísli gagnrýnir forystu og þá eink- um formann flokksins, Steingrím J. Sigfússon, fyrir stefnu hans í aðild- armálinu og segir hann nú þurfa að íhuga stöðu sína fyrir komandi al- þingiskosningar. „Í vetur lýstum við yfir vantrausti á forystu flokksins og ég sé ekki annað en að formaðurinn þurfi að fara að íhuga stöðu sína í ljósi þeirra atburða sem nú eiga sér stað,“ segir Gísli. Flokksráðsfundur Vinstri grænna verður haldinn eftir rétt rúmlega viku. Dagskrá fundarins liggur fyrir en samkvæmt henni stendur ekki til að ræða sérstaklega umsóknina að ESB. Þetta gagnrýnir Gísli og bend- ir á að það hljóti að verða erfitt að koma í veg fyrir umræður um málið einkum í ljósi fyrri ummæla þing- manna og ráðherra. Þá á hann von á því að komandi kosningavetur verði erfiður m.a. vegna skorts á trausti milli forystu og almennra flokksmanna. „Mér finnst þetta vera spurning um traust og það er ekki lengur til staðar.“ Einungis orðin tóm? Undanfarin ár hefur meirihluti þingflokks Vinstri grænna stutt þau skref sem stigin hafa verið í aðildar- og aðlögunarferlinu að ESB. Sökum þess óttast Gísli að yfirlýsingar þing- manna og ráðherra þess efnis að endurskoða eigi umsóknina séu ein- ungis orðin tóm. „Þessir sömu aðilar sem nú eru að snúa við blaðinu eru nýbúnir að sam- þykkja aðlögunarstyrki að samband- inu [IPA-styrkir] og í maí þá höfn- uðu þeir að þjóðin hefði aðkomu að málinu svo ég sé engar breytingar nema þessar yfirlýsingar,“ segir Gísli og bætir við að eftir hrun hafi stjórnmálaflokkum hér á landi gefist ákveðið tækifæri til að breyta um stefnur og áherslur. „En tækifærið var ekki nýtt. Hér er enn sama ábyrgðarleysið í stjórnmálum og áð- ur – menn bera einfaldlega aldrei ábyrgð á gjörðum sínum.“ Traust skortir á milli forystu og flokksmanna  Gísli Árnason segir enn sama ábyrgðarleysið ríkjandi Morgunblaðið/Ómar Atkvæðagreiðsla Óðum styttist í flokksráðsfund Vinstri grænna en hann verður haldinn á Hólum í Hjaltadal eftir rétt rúma viku. Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Störfum fer heldur fjölgandi hér á landi að sögn Karls Sigurðssonar, forstöðumanns upplýsingatækni- og rannsóknarsviðs Vinnumálastofnun- ar. Ef horft er á störf á fyrsta og öðr- um ársfjórðungi eru þau töluvert fleiri en á sama tíma í fyrra segir Karl. Þeim hefur fjölgað að jafnaði um 1.650 á fyrstu sex mánuðum ársins miðað við sömu mánuði í fyrra sam- kvæmt tölum úr vinnumarkaðs- könnun Hagstofunnar. Starfandi eru um 9.400 færri núna, á öðrum ársfjórðungi 2012, en yfir sama tíma árið 2008, mánuðina fyrir hrun. Karl gerir þó ráð fyrir því að starfandi á árinu 2012 verði um tvöþúsund fleiri heldur en á því síð- asta. Samkvæmt tölum á vef Hag- stofunnar voru starfandi á fyrsta ársfjórðungi 1.200 fleiri en í fyrra og 2.100 fleiri á öðrum ársfjórðungi. Fram kom í Morgunblaðinu í gær að þeim fer nú ört fjölgandi sem eru utan vinnumarkaðar, en þeim hefur fjölgað úr 31.800 manns í júní í 34.800 manns í júlí samkvæmt nýrri vinnumarkaðsrannsókn Hagstof- unnar. Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagði fjölgun þeirra sem eru utan vinnumarkaðar vera meginskýringuna á minnkandi atvinnuleysi á milli ára og störfum hefði ekki fjölgað. Stór hópur af bótarétti Atvinnuleysisprósentan hefur lækkað í sumar m.a. út af átakinu Vinnandi vegur og eðlilegrar árs- tíðasveiflu á vinnumarkaði að sögn Karls. Hann býst við því að prósent- an lækki enn frekar í haust þegar all- stór hópur sem er að klára bótarétt- inn fer út af atvinnuleysisskrá, það teljist hinsvegar ekki góð tíðindi. „Það fer fyrst að reyna á þetta núna í haust og vetur þegar fjögur ár eru liðin frá hruni. Bótarétturinn er í grunninn þrjú ár en var framlengdur í fjögur ár þegar ekki rættist úr at- vinnuástandinu eftir hrun. Sveitar- félög eru uggandi yfir því að þau fái aukinn fjölda til sín í haust sem sæk- ir um framfærslu,“ segir Karl. Önnur ástæða fyrir því að búist er við lágri atvinnuleysisprósentu í byrjun hausts er að skólafólkið fer af vinnumarkaði og þá skapast rými fyrir einstaklinga af atvinnuleysis- skrá að fá vinnu. „Því fækkar á skrá en það fer að ganga til baka í október þegar þrengist um í byggingariðnaði og ferðaþjónustu,“ segir Karl. Aukin sveifla hjá konunum Í júlí var atvinnuleysi meðal kvenna 5,4% en á sama tíma í fyrra var það 6,8%. Á fyrsta ársfjórðungi 2012 voru færri starfandi konur en á árunum á undan en á öðrum ársfjórðungi voru þær orðnar fleiri að sögn Karls. Hann telur þessa árs- tíðasveiflu í atvinnuleysi kvenna til- komna vegna ferðaþjónustunnar. „Ég ímynda mér að hin miklu um- svif í ferðaþjónustunni hafi fjölgað störfum fyrir konur á öðrum árs- fjórðungi en þessi fækkun á fyrsta ársfjórðungi stafi af samdrætti í op- inberri þjónustu. Það hafa ekki verið miklar árstíðasveiflur síðustu þrjú ár hjá konum á atvinnuleysisskrá en það virðist vera meira áberandi í ár.“ Ólíkar aðferðir Vinnumálastofnun og Hagstofan birtu bæði atvinnuleysistölur í vik- unni. Vinnumálastofnun birtir tölur um skráð atvinnuleysi en Hagstofan niðurstöður úr úrtakskönnun meðal landsmanna. Meiri sveiflur í atvinnu- leysi sjást í tölum Hagstofunnar, t.d. mældi stofnunin 8,5% atvinnuleysi í maí á meðan það var 5,6% hjá Vinnu- málastofnun. Í júlí mældist atvinnu- leysi Hagstofunnar 4,4% á meðan það var 4,7% hjá Vinnumálastofnun. Karl segir um gjörólíkar mæling- ar að ræða, Vinnumálastofnun fari bara eftir skráningu hjá stofnuninni á meðan Hagstofan er með úthringi- úrtak. „Til þess að mælast atvinnu- laus hjá Hagstofunni þarftu að vera tilbúinn að taka vinnu og geta tekið hana innan ákveðins tíma. Ungt fólk er yfirleitt að klára skóla um miðjan maí en fer ekki í vinnu fyrr en í júní og þar af leiðandi mælist atvinnu- leysi hjá Hagstofunni alltaf mjög hátt í maí. Þessir einstaklingar koma aldrei til okkar á atvinnuleysisskrá. Atvinnuleysi kynjanna mælist líka svolítið ólíkt. Ungar mæður eru oft lengi á skrá hjá okkur en í úrtaki Hagstofunnar mælast þær ekki at- vinnulausar því þær þurfa að geta tekið vinnu nánast samstundis, en þar sem þær hafa ekki barnapössun til þess mælast þær ekki atvinnu- lausar hjá Hagstofunni,“ segir Karl. Stór hópur klárar atvinnu- leysisbótaréttinn í haust Morgunblaðið/Ernir Malbikun Staðan á vinnumarkaði glæðist oft yfir sumartímann.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.